29.12.2009 | 22:53
Lína Langsokkur mætir kannski á svæðið?
Fyrst var það Eva Joly, næst er það kannski Lína Langsokkur. Lína er svona kona sem tekið er eftir og hlustað er á. Hún lætur ekki segja sér að ganga í támjóum þröngum skóm, heldur gengur hún í skóm þar sem hún hefur möguleika á að hreyfa tærnar.
Íslendingar þurfa að geta hreyft tærnar, því þeir eru svolítið eins og Lína Langsokkur.
Njóta sín með freknur og fléttur.
Njóta sín með skegg og sólbrúnku.
Taka fagnandi á móti dögunum.
Sjósunds- og fjallgöngugarpar allra sveitarfélaga sameinist og nýti nú orku láðs og lands til að byggja upp og bæta geð!
Þjóðernisrómantíkin að drepa mig.
Völvan spáir spennandi tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Athugasemdir
Lína Langsokkur blessunin verður seint talin til þeirrar sem börn og unglingar ættu að líta upp til. Hún gerði aldrei neitt sem heitið getur gott eða til fyrirmyndar.
Vonandi kemur hún aldrei til Íslands nema í formi bókar.
S. Lúther Gestsson, 29.12.2009 kl. 23:56
Lína var ágæt, hún fór þó eftir eigin sannfæringu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.