28.12.2009 | 21:31
Guðsmyndin mín er kærleikur ..
Margir hafa beðið mig um að skilgreina Guð. Ég get aðeins skilgreint hvað Guð er fyrir mér, því ég stend á mínum sjónarhóli með mínar forsendur.
Guð sem ég held að allur heimur gæti sameinast um er kærleikur, því að ekkert vont eða illt þrífst í kærleika. Orðið agape er notað um kærleika í Biblíunni, en það er ýmist þýtt elska eða kærleikur.
Þegar ég skrifa hef ég bara látið vaða og skrifað það sem andinn hefur blásið mér í brjóst. Hef ekki verið að fletta í Biblíunni því að hún flækir oft málin, þar sem þar stendur svo margt ljótt líka.
Ég skrifaði blogg nýlega um að við ættum að næra elskuna og svelta óttann.
Þó það standi margt ljótt í Biblíunni, er samt klárlega margt gott þar og margt sem er góður grunnur. Ég ætla að setja inn þennan kafla úr Fyrsta Jóhannesarbréfi 4. kafla:
"Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Fáum við elskað hvert annað og lifað eins og Kristur lifði hér á jörð, verðum við full djörfungar á degi dómsins. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn býst við hegningu en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni."
Persónulega hef ég enga trú á "Degi dómsins" enda þarf ekki að vera sammála öllu sem aðrir menn eða konur skrifa.
Að ég skuli stilla jöfnunni upp sem Guð = kærleikur segir ekki að þeir sem trúa ekki á Guð hafi ekki kærleika. Slík krafa er líka býsna ósanngjörn.
Ég tel að Guð sé í öllum, birtingarmynd Guðs og upplifun er kærleikur, en við þurfum alls ekkert að kalla elskuna eða kærleikann Guð nema ef við viljum.
Þeir sem lifa skv. kærleika hafa Guð og öfugt.
Guð er kærleikur, er s.s. mín skilgreining á Guði. EKKI að Guð sé karlmaður í dómarasæti með sítt grátt skegg. Ég trúi heldur ekki að Jesús hafi verið Guð, en hann hafði Guð/kærleika í sér eins og við öll höfum kærleika innbyggðan í okkur. Það er síðan okkar að leysa þennan kærleika úr læðingi. Það er hægt að hefta kærleikann, kæfa hann - og það alversta dulbúast kærleika/Guði en vera illa innrætt. Dæmi um það eru títtnefndir barnaníðingar eða ofbeldismenn sem koma fram "Í Jesú nafni" Slíkt er ofbeldi við Líkama Krists og er ekki kærleiki heldur krabbamein á þeim líkama.
Fólk sem leyfir kærleikanum að blómstra verður Guði líkt, verður kærleikur.
Matti, Hjalti Rúnar og Brynjólfur sem eru nú að velta fyrir sér og leika sér með kærleikann á síðu Hjalta gætu haft mun meiri kærleika/Guð innanbrjósts en sá sem bara segist hafa kærleika.
Ef við fyllum okkur kærleika/elsku/Guði þá er það það sem við getum gefið.
Það er mér að meinalausu að fólk vill ekki nefna Guð, vill halda sig við kærleikann. Gott mál.
Ástæðan fyrir því að ég tengi kærleikann við Guð er að ég tel að það sé gjöf frá Guði.
Kærleikur getur aðeins gefið af sér kærleika.
=
Úr Fyrra Kórintubréfi:
"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt."
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:34 | Facebook
Athugasemdir
Svo að ég fái þetta á hreint, ef ég skil þig rétt, þá þýðir "Guð er kærleikur" að þessi ósýnilega andavera sé alveg ótrúlega kærleiksrík og að þessi andavera er í fólki og það er hún sem orsakar það þegar fólk ber kærleika til einhvers annars. Er þetta rétt skilið hjá mér?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.12.2009 kl. 21:49
Þú heldur þig við klassikina: DEUS CARITAS EST. þe agape eins og þú bendir á: fórnandi kærleikur, til aðgreiningar frá eros. Menn geta googlað þetta það er fróðlegt.
Guðmundur Pálsson, 28.12.2009 kl. 22:16
Hjalti, mér fannst ég vera búin að skýra mína hugmynd um Guð nokkuð vel, bæði á þinni síðu og minni.
Guð er fyrst og fremst kærleikur, þú getur flett því upp í orðabók hvað það er eða fundið skilgreiningar á netinu. Þetta er ekki "minn" Guð eða "þinn" Guð, þetta er bara hvernig ég sé Guð.
Það er staðreynd að guðshugtakið verið misnotað óspart og er því farið að hljóma sem blótsyrði í eyrum sumra, og eflaust í eyrum margra trúlausra sem vilja gjarnan losna við Guð.
Sumir vilja frekar kalla Guð "Being" eða mátt/Verund.
Það erum við mennirnir sem gildishlöðum hugtökin. Við eigum ekki alltaf að hopa með það. Ágætis dæmi er orð eins og stjúpa. Stjúpur eru yfirleitt bara venjulegar konur - en nú er umræðan að breyta hugtakinu yfir stjúpu í eitthvað annað vegna þess að sumir tengja það "vondu stjúpunni" ..
Ég vil gildishlaða orðið Guð með kærleika, til að fólk skilji að Guð er ekki illt afl. Guð er ekki vond stjúpa.
Trúuð manneskja getur litið á og hefur leyfi til að líta á Guð á margan hátt, persónugert sem vinkonu, vin, föður, móður.
Þegar ég tala um "Guð í okkur" er ég ekki að tala um ósýnilega veru eða andaveru í okkur. Miklu frekar um anda í okkur. Þessi andi er jafnframt sköpunarkrafturinn, kraftur sem við oft köllum eldmóð. Drifkraftur sem drífur okkur áfram. Við erum samt sem áður þau sem þurfum að halda andanum við. Vera meðvituð, vera vakandi - eins og sums staðar er áréttað í regluritasafninu.
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 23:27
Takk fyrir þitt innlegg Guðmundur, ágætis ábending.
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 23:28
Góð færsla hjá þér Jóhanna... ég á ágæta bók eftir stærðfræðinginn Rudy Rucker, bók sem heitir "the fourth dimension"... bókin er tileinkuð Edwin Abbott sem skrifaði söguna um Flatland.
Ég veit ekki hvort þú þekkir þessa sögu, en þeir sem búa í Flatlandi eru í tvívíðum heimi og þar er þriðja víddin ekki til fyrir þeim og óþekkt nema sem hugtak eða fantasía... Flatlendingar þekkja bara austur, vestur, norður og suður, en upp og niður er ekki til... Flatlendingar hafa ekki skynfæri eða heila til að gera sér grein fyrir þriðju víddinni og því algerlega tilgangslaust fyrir þá að velta slíkri "vitleysu" fyrir sér þar sem þeir munu aldrei geta skilið eða fantaserað þriðju víddina...
Það sem ég vil segja með þessu, er að það er jafn tilgangslaust að rökræða það sem þú ert að reyna að segja við þessa ágætu pilta, þá á ég við pilt eins og Hjalta sem virðist vera þokkalega greindur en skorta allan hæfileika til að skynja þá vídd sem þú ræðir um... þó ágætur vilji sé fyrir hendi líkt og hjá Flatlendingum, og þó þetta séu hinir vænstu piltar þá er þessi vídd þeim hulin ráðgáta.
Ég mæli tvímælalaust með bókinni.
Hér er hnoði sem ég gerði fyrri mörgum árum, heitir Skammdegissól og samkvæmt mínum skilningi fjallar um það sem þú ert að segja :
Eitt lítið bros hverri sálu þú gefur
sólskin í skammdegi frá andliti skín
að rækta góðvild er hver maður hefur
er að nema guð og hann talar til þín.
Guð ei elskar heldur elskan hann er
mátturinn er kærleikur í æðsta veldi
aðdráttarafl er lögmál Krists í þér
sem geislar út ljósi af skapandi eldi
Ef sáir þú brosi í brjóstið hjá mér
leyfir mér að skynja þinn góða vilja
ræktar þú kærleikann sem kemur frá þér
kennir mér hvernig á lífið að skilja
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 01:38
Kærleikurinn er æðstur, í boðskap biblíunnar. Það er allavega minn skilningur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2009 kl. 02:34
Jóhanna, ég man ekki eftir að hafa séð almennilega útskýringu á því frá þér hvað þú átt við þegar þú segir: "Guð er kærleikur".
Á þett að þýða: "Guð er fyrst og fremst kærleiksríkur"?
Anda en ekki andaveru?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2009 kl. 03:02
Ef ég legg út frá orðum Jónu með biblíu og kærleika... þá get ég tekið mig til og skrifað kærleikssögu um Hitler, að hann hafi leikið sér í blómagarði á meðal fuglanna... elskaði þjóð sína.. uber gaur.
Ég skil ekki hvað þið eruð að rembast við að troða biblíu og súperhetju hennar inn í líf ykkar, hvernig þið getið horft framhjá öllu ógeðinu, kvenfyrirlitningunn, fyrirlitningu á mannslífum... hvernig er hægt að vera með svona rugl krakkar...
Give it up already or look silly... kærleikurinn er okkar, hatrið er okkar.. it's all us.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 08:48
Til þess að vera óttalaus, þurfum við að treysta, ef við ekki treystum þá eigum við ekki hreinann kærleika.
Í mínum huga er kærleikurinn það yndislegasta sem til er, ég upplifi hann með mér í mér og allt um kring.
Tel að fólk skynji guð eins og hann birtist hverjum og einum og það er bara allt í lagi, eins og þú segir Jóhanna mín þá þarf maður ekki að trúa öllu sem aðrir hafa skrifað, satt er að margt ljótt stendur í biblíunni og annars staðar ritað, þess vagna þurfum við að lifa í kærleikanum, en vera ekki sofandi fyrir hinu illa sem til er í þessum heimi.
Fallegur Hnoðri hjá honum Ólafi í Hvarfi.
Kærleik til allra
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 09:19
Ólafur þakka þér fyrir að deila þessu, sem skýrir margt, og ég þarf eflaust að setja upp á listann yfir bækur sem ég þarf að lesa - er enn í Friðarboðskapnum! .. og fyrir ljóðið sem segir vissulega það sem ég er að rembast við að koma á blað.
Það er rétt, - það þýðir lítið að útskýra huglæga hluti, eða hluti hjartans fyrir þeim sem vilja ekki skilja.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 10:27
Já, gleðileg jól, Jóhanna. Ég held ég geti einna helst fallist á svona hvítþveginn eða sótthreinsaðan guð sem mína guðshugmynd.
Get með engu móti fallist á alla þá vitleysu sem margir trúaðir vilja herma upp á alsaklausan guð okkar, sem aldrei fettar fingur út í eitt né neitt sem við né önnur dýr, bakteríur eða veirur fremjum í leit okkar að næringu og lífsnautnum.
En ég held að þessi guð eða kærleikur sé löngu dáinn og aðeins eftirlýkingar af 'kærleikanum' eftir, sem við ímyndum okkur sem kærleika. Sá kærleikur er og getur aldrei verið annað en einhvers konar vellíðunarímyndun í garð einhverra á kostnað einhverra annarra.
Dæmi: Ef þú leggur inn pening á hávaxtabankabók fyrir barn eða barnabarn þitt af kærleiksást einni saman og trúir að þú sért þar með að uppfylla þína ímyndun um guð eða guðs vilja, þá getur raunin verið sú að þessir peningar verði svo lánaðir áfram til hergagna- og vopnaframleiðslu sem síðan eru notuð til að drepa börn og konur í öðrum heimshlutum. Hvernig virkar þá kærleikur þinn, Jóhanna?
Sigurður Rósant, 29.12.2009 kl. 10:40
Jóna Kolbrún, sem betur fer held ég að það sé skilningur margra og vonandi bara að sem flestir tileinki sér kærleika - hvaðan sem hann er sóttur, að innan sem utan.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 10:40
Sko þið gerðuð það aftur... komuð með vísur og væmni: You did it, I saw it :)
Ég get alveg skilið að hið fínast fólk vilji trúa á guð.. en ég get ekki skilið að hið fínasta fólk sjái eitthvað sætt við guð biblíu/kórans; Ég mun aldrei skilja að kærleiksríkt fólk vilji leggja nafn sitt við þann ófögnuð.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 10:43
Hjalti Rúnar, ætli ég verði ekki að vísa þér í bili til færslunnar hans Ólafs í Hvarfi og orða minna á þinni síðu að við séum stödd á sitt hvorri plánetunni í samræðum.
"Á þett að þýða: "Guð er fyrst og fremst kærleiksríkur"?"
Nei, þetta á að þýða það sem það segir, það þarf varla að þýða íslensku yfir á íslensku: "Guð er fyrst og fremst KÆRLEIKUR"
svo spyrðu anda en ekki andaveru?
Þetta er af sama meiði.
Er þér algjörlega fyrirmunað að sjá Guð öðru vísi en í formi einhvers konar veru?
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:07
DoktorE, það er ágætt að vera pínu væminn annars lagið, skerpir karlmennskuna og eflir sjálfsmyndina :)
Það leynir sér ekki að þú ert meir og eðlisgóður náungi, ekki séns að fela það :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:11
Sæl Milla mín, sammála þér og tek undir með Hnoðrann, eins og þú kallar ljóðið hans Ólafs.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:12
Væmni er velkomin á mína síðu, ekki veitir af að setja smá væmni inn í heiminn sem mótvægi við truntu- og töffaraskap.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:14
DoctorE "Go with the flow of LOVE" hættu að berjast á móti - og líttu nú aðeins í eigin barm eða nafla þegar þú talar um að lúkka silly
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:17
Maður verður að athuga að biblían er skrifuð af sagnfræðingum fornaldar og kærleikurinn hefur verið mismikill hjá þeim eins og hjá okkur í dag,ef kærleiksguðsneistinn væri meiri hjá mannkyni í hinu daglega lífi væri ágreiningur minni og betra líf á jörðu. Farið og lesið seinasta hluta Sálmanna 137, ef farið væri eftir því væri ekkert mannlíf á jörðu. Sýnir það best um misjafnan boðskap biblíunnar.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:19
Sigurður Rósant, mennirnir geta alveg reynt að sjá ekki, heyra ekki eða skynja ekki kærleikann en hann verður alltaf til staðar.
Þú skrifar:
"Dæmi: Ef þú leggur inn pening á hávaxtabankabók fyrir barn eða barnabarn þitt af kærleiksást einni saman og trúir að þú sért þar með að uppfylla þína ímyndun um guð eða guðs vilja, þá getur raunin verið sú að þessir peningar verði svo lánaðir áfram til hergagna- og vopnaframleiðslu sem síðan eru notuð til að drepa börn og konur í öðrum heimshlutum. Hvernig virkar þá kærleikur þinn, Jóhanna?"
Þessi saga breytir ekki hjartalagi manneskjunnar sem leggur peninga inn á bankabók. Manneskjan verður ekki verri við það að aðrar manneskjur ákveði að nota peningana í eitthvað vont.
Peningar eru dauður hlutur og bera því varla með sér kærleika. Sá veldur er á heldur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:22
Sigurgeir, ég hef oft skrifað gegn Biblíunni (eða misnotkun hennar öllu heldur) - og sérstaklega einmitt vegna þeirrar reynslu að margir hafa notað hana sem vopn gegn náunga sínum. Ég þekki sálm 137 og hef einmitt notað hann sem dæmi þegar bókstafstrúarfólk er að tala um að það þurfi að fara eftir ÖLLU sem í Biblíunni stendur.
Flest fólk veit um tilurð þessa safns mismunandi bóka, þetta eru bækur skrifaðar af mönnum með guðshugmyndir síns tíma.
Sá velur er á heldur, eins og ég skrifaði hér að ofan. Þú getur rotað mann með hamri og þú getur byggt hús með hamri.
Vandamálið með Biblíuna að það eru sumir sem telja að það sé "siðlegt" og rétt að beita henni sem vopni, en fæstir telja það siðlegt og rétt að rota menn með hamri.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:28
..átti að standa "sá veldur" en velur gengur í raun alveg líka!
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:29
Jóhanna mín er er alveg sannfærð um að Guð er kærleikur, og ég er sammála því að kærleikur sigrar allt að lokum. Takk fyrir góða færslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 12:00
Þið eruð bersýnilega ekki að tala um guð biblíu hér stelpur mínar :)
Ykkur gæti líka brugðið ef þið færuð að kafa ofan í hvað kærleikur virkilega er.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:16
Þú hefur reynsluna Ásthildur mín. Takk fyrir innlitið.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 12:35
DoctorE kærleikur er alltaf kærleikur, það erum við mannfólkið sem kunnum oft ekki að fara með hann, erum auðvitað breysk, en höfum endalaus tækifæri til að bæta okkur.
Prófaðu að ræða málin "Án Biblíu" Hvað er kærleikur fyrir þér?
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 12:37
Kærleikur er kærleikur, guð er guð, hvers vegna ertu að blanda þessu saman. Epli er stóll og teppi er talan 67, þetta meikar engan sens.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.12.2009 kl. 13:28
Jóhanna mín, ég segi svo oft: ,,Æ komdu til mín hnoðrinn minn" þetta eru kærleiksorðin mín sem ég segi við börnin og þau koma og knúsast hjá ömmu.
Þar sem Skammdegissólin hans Ólafs í hvarfi fjallar um kærleikann þá kom þetta bara svona ósjálfrátt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 14:00
Ég kalla þetta nú sjálfur hnoð, sem er réttnefni... þýðir bara vel meint en ekki faglega kveðið, eða hugsað um reglur .... þetta var hlýlega mælt hjá þér Guðrún og tekið þannig
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:18
Takk Ólafur, óska þér og þínum velfarnaðar á nýju ári.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 15:01
Því miður missti ég af messunni þinni í gær en frétti að hún hefði verið góð.
Mahatma Ghandi sagði að Guð væri sannleikur og sannleikurinn væri Guð.
Lokin á samskiptum Jesú og Pílatusar var að Jesús sagðist vera í heiminn borinn til að bera sannleikanum vitni.
Upphaf Jóhanesar guðspjalls er í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð.
Án þess að gera lítið úr kærleikanum þá hallast ég að því að guðdómurinn sé með þeim hætti að við eigum erfitt með að gera okkur guðdóminn í hugarlund eða skilgreina.
Jón Magnússon, 29.12.2009 kl. 15:28
Segðu það eins og það er Jón Magnús, guð er ímyndað snuð.
Ekki neinn hringlanda með að guð sé svo rosalegur að við skiljum gæjann ekki... það er akkúrat verkferli trúarbragða að segja að Guddi sé svo geggjað ofar öllu og keyri um á órannsakanlegum vegum...
Að auki þá veist þú eða nokkur annar ekki hvað meintur Sússi á að hafa sagt og hvað ekki, þú getur bara vitnað í bók þeirra sem bjuggu til kristna trú.. .kaþólsku kirkjuna.
Trú er einnig eins og hvaða fíkniefni sem er... fólk er að leita, finnur eitthvað fíkniefni, dembir sér í neyslu og hættir að leita að uppbyggilegum hlutum, ég sé ekki mikin mun á kókaínóðum fíkli á skemmtistað og svo Jesúfíkli í kirkju eða öðrum tilbeiðsluhöllum... same thing.... hugsanlega borgar kókaínfíkillinn aðeins meira en tíund fyrir sína neyslu... en báðir halda uppi díler, einn dílar fópi, hinn dílar placebo. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:37
Takk sömuleiðis Guðrún og allar heillaóskir með
Jón Magg, ég tek undir með þér á þá lund að hugurinn er ekki verkfæri sem er þess megnugt að hugsa eða myndgera guð og hvað þá skilgreina svo nokkru nemi. Þess vegna eru Búddistar oft ágætir með að iðka mannrækt í sínum boðskap og láta vera að skilgreina það sem er okkur ofviða... reyndar er ég ekki duglegur að fara eftir þessu, alltaf að reyna hið ómögulega :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 16:47
Siggi, gaman að sjá þig - þó hauslaus sért. Er þá X aldrei annað en X ?
Getur X ekki verið 50 eða 67?
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 16:59
Jón, ég missti sjálf af messunni á sunnudag - fór dagavillt. Ekki það að ég hefði sérstakt hlutverk í henni, ætti að prédika eða annað. Það hefði verið frekar mikið neyðarlegt.
"Án þess að gera lítið úr kærleikanum þá hallast ég að því að guðdómurinn sé með þeim hætti að við eigum erfitt með að gera okkur guðdóminn í hugarlund eða skilgreina."
Þetta er eflaust rétt hjá þér og hvað þá að skilgreina fyrir öðrum en sjálfum sér!
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 17:01
Og hvað þýðir það? Ef ég segi: "Halli vinur minn er kærleikur." eða "Guð er leti." eða "Guð er bláleiki." þá fyndist mér ekki óeðlilegt ef að fólk myndi spyrja mig út í hvað í ósköpunum ég ætti við. Geturðu ómögulega útskýrt hvað þú átt við með þessari fullyrðingu?
Er það sem sagt rangt að kalla guð "andaveru" af því að hann er "andi" en ekki "vera"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2009 kl. 18:22
Já en guð er ekki breyta.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.12.2009 kl. 18:26
Það er eitt af höfuðeinkennum mannsins, að flækja einföld mál svo mikið að þau verða illskiljanleg. Boðskapur Biblíunnar er sannur og fagur, en af því að eitthvað er ritað um stríð og meinta stríðsþátttöku himnaföðurins, þá hengja menn sig á hernaðarsögur Biblíunnar og gleyma kærleiksboðskapnum. Maðurinn getur ekki skilið sjálfan sig til fulls, og þar af leiðandi ekki Guð.
Kynslóð eftir kynslóð, í heil tvöþúsund ár hafa menn sagt frá hinum stórkostlega kærleiksboðskap Krists, en margir ekki skilið hann, því þeir efast um að Jesú hafi verið eingetinn.
Hvernig á maður, með takmarkaða þekkingu, að geta skilið Guð, sem hefur skapað alheiminn í öllu sínu veldi, munum að jörðin í allri sinni stærð, er örlítið sandkorn í alheiminum.
Til að skilja Guð, reyna sumir að leita í mannlegan reynsluheim og komast að þeirri niðurstöðu, að það sé ómögulegt að skapa jörðina á sjö dögum. Sumir húmoristar hafa bent á, að Guð geti ekki verið almáttugur því hann geti ekki skapað stein, sem hann getur ekki lyft.
Guð er almáttugur, þess vegna er ekkert mál fyrir hann að skapa jörðina á sjö dögum og gera konu ólétta án samfara, þó maðurinn geti það ekki.
Guð er óendanlegur kærleikur, hann segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, við þurfum aðeins að treysta honum. Við vitum ekki hvað eru raunverulegar hörmungar, eða hvað er leið til þroska, svarið liggur hjá Guði. Hann segist sjá fyrir þörfum fugla himinsins, og hvað þá okkar þörfum. Hann þekkir okkur það vel, að hvert einasta höfuðhár er honum kunnugt. Mér þætti gaman að sjá spekinganna nostra við að telja hárin á höfðum vina sinna.
Við eigum að íhuga og biðja, stilla okkur inn á Guð og leitast við að elska hvert annað. Til eru þeir sem sjá en eru blindir, heyra en eru samt daufdumbir. Þetta kann að hljóma þversagnarkennt, en er einn sá tærasti sannleikur sem til er. Augun sjá efnið, eyrun nema bylgjur, en kærleiksríkt hjartað sér og heyrir sannleikann.
Horfum í tæru barnsaugun, þar býr Guð, réttum þjáðum manni hjálparhönd, því Jesús sagði; "það sem þér gjörið yðar minnstu bræðrum, það gjörið þér mér". Drottinn býr þar sem auðmýktin er. Hann lét son sinn fæðast í fjárhúsi, en ekki í höll. Guð er allstaðar og helst þar, sem menn síst hyggja. Það er hægt að skilgreina Guð í einu orði, "kærleikur", en það þarf að nota mörg orð, því maðurinn getur ekki skilið eitt.
Jón Ríkharðsson, 30.12.2009 kl. 00:43
Já Jón.. við gleymum líka að Hitler skaffaði fullt af fólki vinnu og svona... comon dude, get real.
Þú talar nákvæmlega eftir formúlunni með að vera 100% heilaþvegin af biblíu... barnsaugun og tárin.. djísús kræst hvað þetta er lummó maður.
Segðu nú þessu barni hvað guðinn þinn er æðislega geggjað sanngjarn og góður.. bónar á þér skallann.. á meðan þetta litla barn ásamt hundraðumþúsunda annarra búa á friggin sorphaugunum.. slíkt er réttlæti guðs þíns.. slík er miskunn guðs þíns..
Hvað er hægt að segja við fólk sem sér ekki hræsnina í sjálfu sér vegna sjálfselsku og sjálfsumhyggju dauðans...
Og ekki koma með vegir guðs eru órannsakanlegir... það er overkill af rugli.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 09:24
Ólafur í Hvarfi,
Ertu með þessu að segja að við trúleysingjarnir séum einskonar flatlendingar og þið trúaða liðið séuð af annarri tegund en við? Þú ert semsé að gefa í skyn að heilabúið í ykkur sé fært um að skynja einhverja vídd sem við hin getum ekki skynjað? Og ekki nóg með það, heldur hlýtur þetta að fela í sér að þessi vídd sé ósýnileg vísindunum.
Er ekki alveg eins hægt að gera ráð fyrir að þið séuð haldin einverri geðveilu sem veldur vægum skynvillum, sem valda því að þið skynjið eitthvað sem þið verðið sammála um að kalla Guð? það er t.d. bláköld staðreynd að það er hægt að framkalla trúarlegar upplifanir í ósköp venjulegu fólki, sem ekki er haldið þráhyggju um Guð, með því að gramsa í heilanum á því, ýmist með lyfjum eða með raf/segul ertingu.
Ég kann mjög vel við framsetningu Jóhönnu á sinni trúarreynslu og vildi bara óska að fleiri trúaðir hefðu hennar viðhorf til tilverunnar, en það þýðir ekki að ég sé sammála henni. Í mínum huga er þetta orð Guð, fullkomlega merkingarlaust. Þetta er bara orð.
Theódór Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 10:26
Já Theódór, við þeir trúfrjálsu vorum skapaðir til þess eins að verða pyntaðir af Gudda að eilífu.... skrattinn er náttlega hægri hönd Gudda... enginn skratti, enginn Guddi... þeir eru einskisnýtir án hvors annars... svona eins og fótboltalið sem spilar fótbolta á móti engu...golfari án golfkylfu og kúlu.
Seeja in hell.... ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 10:40
Svo langar mig að benda á að þó að DoktorE sé auðvitað varla húsum hæfur, þá er hann alltaf að benda á einfalda, augljósa hluti, samanber athugasemdina hér á undan. Það er svo augljóst að ef Guð er til, þá er það honum ekkert sérstakt áhugamál að láta sér annt um lífið á þessarri plánetu.
Það er í mínum huga algerlega augljóst að Guð er snuð, eins og Doktorinn hefur marg bent á. Þetta er bara hækja sem gerir sumu fólki mögulegt að druslast í gegn um tilveruna og horfast í augu við dauðann.
Theódór Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 10:41
Þegar maður horfir á myndina af þessu barni og svipaðar myndir fer maður að hugsa um óréttlætið í heiminum , hvers vegna það er svona mikið. það er ekkert svar að ástæðan sé guðsvilji ,það svar fælir menn frá guðstrúnni. Er hægt að hugsa sér að sálirnar hafi guð skapað í upphafi allar jafnar og með frjálsan vilja síðan hafi þær flækst í efninu í mörgum jarðlífum, gleymt uppruna sínum en séu háðar lögmáli afleiðinga gjörða sinna. Þetta barn hafi þá í lífi á undan þessu verið auðugt af veraldlegum gæðum en haldið þannig á spilunum að aðrir þurftu að vera í svipuðum sporum og það er í dag og lögmálið knýr það í þessar aðstæður. Ef til vill verða svipuð örlög útrásarvíkinganna okkar, ef lög okkar mannanna ná ekki að refsa þeim. Hver veit hvaða lögmál sálirnar hafa samþykkt í upphafi sköpunarinnar?
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:05
Er þetta nokkuð ósvipað því að segja að ég trúi á satan því fyrir mér er satan hatur! .... ?
Þröstur Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:30
Theódór,
þegar trúmaður lýsir reynslu sinni, þá er hann að lýsa vídd sem hann hefur opna. Síðan kemur trúleysingi og segir trúmanninn frara með bull og vitleysu !... ég meina halló !
Það er ekki ólíkt því þegar hellisbúarnir sem aðeins sáu skuggana af sjálfum sér á veggnum vegna endurkasts frá eldstæðinu, þeir losuðu sig við vitleysinginn sem fann leið úr hellinum og sagði frá sólinni sem hann sá við útganginn.
En að sjálfsögðu er ekki ein tegund trúleysingja frekar en ein tegund trúmanna.. þú ert t.d. opinn og fróðleiksleitandi, en síðan menn eins og Hjalti sem er aðeins að leika sér með orð í merkingaleysu sinni og bera ekki nokkurt skynbragð á innihald.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:51
Vá trúaðir hafa opnað á tengingu inn í aðra vídd.. OMG súperpáva
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:01
Ég sé að hér hafa margir tjáð sig og liggur margt á hjarta. Eins og svo oft áður þegar trúmál ber á góma verða umræðurnar heitar. Já, vegna þess að þær eru hjartans mál.
Hvernig táknum við svo hjartað: Þetta er tákn fyrir hjartað, en þetta er líka tákn fyrir I YOU. Það les varla nokkur maður I heart you, heldur I love you.
Fyrir MÉR og mörgum öðrum er tákn Guðs þetta hjarta eða þessi elska.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:18
DoctorE gæti verið að ef við mannfólkið værum betri, óeigingjarnari og færum í raun eftir boðorðinu að elska hvert annað eins og okkur sjálf að börn væru ekki að róta í öskuhaugum? Vantar ekki bara meiri manngæsku, kærleika og óeigingirni í okkur?
Ég er ekki að undanskilja sjálfa mig, en það þarf hver og einn að líta í eigin barm hvað hann eða hún er að gera til að létta öðrum lífið.
Er það náttúrulögmál að við getum lifað hér í upphituðum húsum og Nóakonfekt sem flæðir út um öll vit á meðan börn leita sér að æti á öskuhaugum? Er það mannanna verk eða Guðs verk?
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:25
Jóhanna við erum að tala um almáttugan súpergaur sem getur allt.. en gerir ekkert.. ekki tilbið ég þennan súpergaur EN þið gerið það og talið sí og æ um hversu roslalega góður og miskunnsamur hann er... hann hendir björgunargalla til einhvers... kemur fyllibyttum til aðstoðar.. hjálpar krissum að safna christian glitter myndum... en öll börnin halda áfram að kveljast og deyja... það eina sem getur hjálpað þeim erum við sjálf... hvers vegna, vegna þess að það er ekki neinn guð.. .ef það væri einhver guð þá má með sanni segja að hann er óréttlætið uppmálað.. með zero miskunn...
Það gengur ekki upp að benda bara á okkur sjálf, að við verðum að redda þessu... það gengur ekki upp að trúað fólk segi slíka hluti en hrópi svo uppfyrir sig af æsingi yfir engu og öskrar KRAFTAVERK yfir hversdagslegum hlutum..
Verið nú trúfrjáls á nýju ári... þið vitið vel að þið lifið í sjálfsblekkingu... þið sjáið þá staðreyn í fréttum á hverjum einasta degi
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 13:37
DoctorE.. þú verður að hafa varann á !!! .... það sagði enginn að víddin sem verið er að opna sé til himnaríks
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:05
"Jóhanna við erum að tala um almáttugan súpergaur sem getur allt."
DoctorE þarna ert þú að tala um "almáttugan súpergaur" myndi ráðleggja þér að horfa á Bruce Almighty, þar sem allir sem biðja til Guðs um að vinna í Lottó vinna í Lottó.
Var ÉG einhvern tímann að tala um almáttugan súpergaur? Til hvers heldur þú að færslan mín hafi verið? Hún var til þess að upplýsa út frá hvaða forsendum ég tala þegar ég tala um Guð. Lestu hana endilega aftur.
Það væri sniðugt fyrir þig þegar þú ert að blása þig út að lesa það sem hinir skrifa svo þú sért samræðuhæfur.
Ég spurði þig í innleggi hér langt fyrir ofan hvernig þú skilgreindir Kærleika og hvernig væri að þú gerðir það þar sem þú hefur allt svona á hreinu?
ÉG BÍÐ
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 14:08
DoctorE gefur sér alltaf ákveðnar forsendur, því það eru HANS forsendur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 14:09
Hvað er þá níska, frekja, reiði, sorg... að vera í coma.. að vera fullur; er það guð.
Kærleikur er kærleikur, ást er ást, reiði er reiði.. .það er ekki hægt að velja úr og segja að eitthvað af þessu sé guð.
Eitt er þó algerlega ljóst og það er að þú ert ekki kristin Jóhanna mín, far from it :)
Svo er ég ekkert að blása mig út.. .sit bara hér í góðum fíling í vinnunni .. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:34
Leitið og þér munuð finna knýið á og fyrir yður mun upplokið verða. Ef menn hafa aldrei kjark til að leita verður aldrei neitt að finna, ef aldrei er bankað kemur enginn til dyra. Menn verða að hafa kjark til þess að fara út fyrir hefðina. Ef maðurinn hefði aldrei leitað en rýnt eftir beinu brautinni, hefðu engar framfarir orðið í heiminum. Það þýðir ekki að fara bara eftir beina veginum róta honum öllum upp og þora aldrei að kanna hliðarvegina. Bókstafstrúin og trúleysið getur valdið ótta við hið óþekkta og þá vill verða skortur á víðsýni og umburðarlyndi í mannlegum samskiptum og þá er hætta á stöðnun. Guðdóminn verður hver og einn að finna innra með sér, hann er ekki í bókstafnum.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 15:19
Flott innlegg Sigurgeir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 15:34
Hafið þið kjark til að horfa útfyrir trúna, að sleppa henni og stóla einfaldlega á veröldina eins og hún kemur okkur fyrir sjónir?
Jóhanna, að sjálfsögðu gefur þú þér líka þínar forsendur alveg eins og DoctorE.
Hvernig getur trúleysið valdið "ótta við hið óþekkta"? Tal um skort á víðsýni og umburðarlyndi í mannlegum samskiptum þýðir yfirleitt að skoðanir trúmanna séu gagnrýndar. Æi, en agalegt!
Matthías Ásgeirsson, 30.12.2009 kl. 16:27
Matthiás
Ég mundi snura það við. Ótta við hið óþekkta getur valið að fólk verða trúleysingar og t.d. bókstafstrúarmaður. Það er jú augljóst að t.d. þú og fleira vantrúarmenn er efnishyggjafólk og pósitivísta. Og það er snuddan ykkar. Það er augljóst á viðbrögð ykkar við smá gagngrýni að þíð eru rósalega óörugga og eins og pelabörn.
Og svo eitthvað um kærleika.
kærleikur er eitthvað uppbyggilegt. Jákvætt. Að rifa niður er neikvætt. En stundum verður maður að rifa niður en þá verður að vera til eitthvað uppbyggilegt sem tekur við. Maður rifur þá niður vegna kærleika.
Kærleikar sem er eingöngu háð tilfinningar er óhamingjasöm ást, eins og Kierkegaard sagði. Og kannski er það rétt.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 18:51
Látum okkur nú sjá. Guð er kærleikur. Kærleikur er Guð. Allir sem finna fyrir kærleika "hafa Guð í sér"...
Hversvegna kallarðu kærleikann ekki bara kærleika? Hvernig er kærleikur Guð? Hefur þessi kærleikur persónuleika? Er kærleikurinn alvitur og almáttugur? Hvernig tengist kærleikurinn Biblíunni? Skapaði kærleikurinn heiminn? Var það kærleikurinn sem sendi birnurnar til að tæta í sig ungmennin sem gerðu grín að skallapopparanum þarna í denn? Var það kærleikurinn sem pyntaði Job?
Þú trúir því ekki að Jesú hafi verið sonur þessa kærleika, og virðist ekki trúa því að þessi 'Guð' þinn sé persóna eins og flestir vilja meina.
Þú ert ekki kristin frekar en ég. Ekki það að ég sé neitt ósátt við það, en hvers vegna heldurðu því þá fram - hversvegna kallarðu þig ekki bara "kærleikssinna"?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2009 kl. 19:31
Ágæti Jakob:
Geturðu vinsamlegast lýst því hvernig slíkt ferli færi fram? Ég sé þetta einfaldlega ekki gerast, hvað óttast trúleysingjar?
Hvernig getur það vera "snuddan" okkar? Hvaða "smá gagnrýni" ert þú að vísa til? Og af hverju líkirðu okkur við pelabörn? Finnst þér það málefnalegt?
Matthías Ásgeirsson, 30.12.2009 kl. 22:05
Ólafur í Hvarfi,
Mér finnst alltaf dálítið merkilegt þegar þið nýaldarliðið eruð að nota þetta hugtak "vídd" og reyndar fleiri fín orð. Þú segir:
Hvað þýðir þetta orð í þínum huga? Þú komst sjálfur með líkinguna um flatlendingana sem lifa í tvívíðri veröld og geta ekki ímyndað sér fleiri víddir. Samkvæmt því leggur þú sama skilning í orðið og ég geri. Þ.e.s. að við lifum í veröld sem hefur 4 þekktar víddir. Inn, upp, til hliðar og tímann. Hvað meinar þú eiginlega með þessari fullyrðingu hér fyrir ofan? Lifir þú og allt hitt trúaða liðið í öðrum heimi en ég og öll hin dýrin á þessari kúlu? Hefur þinn heimur fleiri víddir en minn? Eða ertu að halda því fram að þú sért eitthvert ofurmenni sem getur skynjað víddir sem ekki eru til?
Vídd er ekki annar heimur. Hún er eðli heimsins sem þú lifir í og ég get lofað þér því að þú finnur ekki fyrir fleiri víddum en ég eða nokkuð annað dýr á þessari jörð. Með því er ég ekki að segja að það séu ekki til fleiri víddir, en enn sem komið er eru þær bara stærðfræðilegur möguleiki og ef þær eru raunverulegar, þá eru þær ekki gluggi inn í einhvern trúarheim þar sem eru guðir, álfar og tröll. Samkvæmt þessum pælingum í strengjakenningunni, sem ég veit að þú ert áhugasamur um, eru hinar víddirnar svo litlar (hvað sem það þýðir) að hlutir sem eru stærri en öreindir verða aldrei varir við þær.
Það er einmitt svona bull sem félagsskapurinn Vantrú er að reyna að spyrna við fótum. Auðvitað er þetta svosem ósköp saklaust, en þetta getur auðveldlega tekið á sig andstyggilegar myndir. Ég tek fram að ég er ekki félagsmaður í Vantrú, bara til að orð mín verði ekki túlkuð sem yfirlýsing frá því félagi.
Theódór Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 23:14
Mig langar aðeins að svara tveim athugasemdum, sem mér fannst beinast að minni trúarskoðun. Fyrst er það Doctor E., Þú ert trúlaus og það greinilega hentar þér vel. Ég efa það ekki, að þú viljir vel og vel getur verið að þú hafir rétt fyrir þér. Ef svo er, þá kemur það aldrei í ljós, því ég býst við að þú, viðurkennir ekki líf eftir dauðann. Ef ég hef rétt fyrir mér, hittumst við kannski á öðru tilverustigi og getum þá borið saman bækur okkar. Trú þýðir trú, ég get ekki sannað mína trú, frekar en þú getur sannað þitt trúleysi, þess vegna eru þessar þrætur stöðugt í gangi. En Doctor E, þú átt rétt á þínu trúleysi og ég sé ekkert athugavert við það, að þú sért á annarri skoðun en ég, það væri litlaust og lítt þroskandi líf, ef allir deildu sömu ríkisskoðun.
Svo er það Ólafur í Hvarfi.
Nei Ólafur, ég er ekki að segja að trúleysingjar sé af annarri tegund, við erum nákvæmlega eins, báðir af holdi og blóði, en með ólíka sýn á tilveruna. Einn í hópi minna bestu vina, er gjörsamlega trúlaus og reiður út í alla trú. Við virðum hvers annars skoðanir og finnum góðan samhljóm á öðrum sviðum.
Trúleysingjar eru engir "flatlendingar", því lífið hefur fjöldann allan af óravíddum, óskyldum trúmálum.Trúleysingjar geta verið góðir og slæmir, eins og trúmenn. Margir trúmenn eru beinlínis illir, eins og dæmin sanna, eins og margir trúleysingjar. Trúarskoðanir segja ósköp lítið um einstaklinginn.
Ef ég er haldin geðveilu, eins og þú gefur í skyn Ólafur, þá er hún það sem mér þykir vænst um í mínu fari. "Geðveilan" hentar mér vel, því hún gefur mér mikla lífsfyllingu og hamingju, ég vildi alls ekki vera án hennar.
En svona getur lífið verið undarlegt. Margir trúleysingjar hafa vísindin í stað Guðs. Það er í lagi, en þau eru ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en langt frá því að vera alslæm, meira að segja þó nokkuð góð, en ekki fullkomin.
Ég upplifi ekki Guð sem geðveilu, heldur mjög raunverulegan. Það er bara mín upplifun. Heimurinn er troðfullur af fólki, sem upplifrir hann á mjög ólíkan hátt, ekkert óeðlilegt við það. Ég álít mína upplifun sanna, en get ekki ætlast til þess að aðrir fallist á mína upplifun sem sannleika, það er ekkert annað en þröngsýni og heimska.
Ég veit nefnilega, að ég er maður með takmarkaða þekkingu og get haft rangt fyrir mér. Ég veit ekki hvort trúleysingjum finnist það sama um sig, getur verið að þeir telji sig hafa höndlað sannleikann?
Ef svo er, óska ég þeim til hamingju með það.
Jón Ríkharðsson, 31.12.2009 kl. 01:00
Svona er það nú með mig, ég hef greinilega gerst sekur um mistök. Ég taldi mig vera að svara Ólafi í Hvarfi, en var að svara Theódóri Gunnarssyni en eflaust var hann ekki að benda sínum ummælum til mín? Ég bið Ólaf í Hvarfi afsökunar á þessum leiða misskilningi, en ég stend að öðru leiti við ofangreindar skoðanir sem ég setti fram.
Jón Ríkharðsson, 31.12.2009 kl. 01:11
Jón Ríkharðsson, ég er ekki alveg að fylgja þér... hvar yrti ég á þig eða ummæli þín ?... ertu ekki að rugla mér við einhvern annan ?... t.d. Theódór ?... ég var að svara Theódór þarna uppi... allavega ég næ ekki þræði við það sem þú ert að skrifa til mín, ég kannast ekki við að tala einu orði um t.d geðveilu, held þú verðir að skoða betur hverjum þú ert að svara ?
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:21
ohh Ok, var ekki búinn að sjá þitt komment :)... allt í góðu
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:21
Theódór, ég held þú takir ummælum mínum og líkingu of hátíðlega.... auðvitað erum við sömu verurnar, en það er einföldun að ætla að allir upplifi hlutina eins eða nálgist þá á sama máta.... ég hef t.d. þá skoðun að við erum hér og nú í mörgum víddum.
Við höfum t.d. talað um ljóslifandi drauma, þar sem við erum meðvitaðir í dagminni. Hvaða vídd erum við þá í ?... þegar maður er í draumi og upplifir langt tímabil á nokkrum mínútum og í draumi hefur maður langt reynsluminni atburða sem eru ekkert skildir við atburði vökuvitundar... hvaða vídd er það ?
það er ekki trúarlíf, en orðið vídd er ágætt hugtak til að nota og dæmið með flatlendina einnig góð samlíking að veruleikinn er flóknari en augu og eyru nema.
Þessi ummæli þín eru aftur á móti það sem ég er ósáttur við hjá vantrú, að ætla að sporna við frjálsu hugflæði vegna ótta um hvað ?... ef þú óttast dýrkun á einhverju, þá er dýrkun í eðli mannsins og ekki einskorðað við hugmyndafræði innan guðfræði, heldur í öllum hugmyndafræðum eins og t.d. pólitík .... sumir eru bara fíklar og ofdýrka það sem er hjarta þeirra eftirsóknarverðast, eins og hver annar fíkill.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:32
Jóhanna. Ertu að segja okkur að guð sé ekki rosalega máttugur?
Sporna við frjálsu hugflæði? Viltu ekki einskorða svona pælingar við bloggið þitt Óli minn?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2009 kl. 02:46
Sæl Jóhanna mín.
TrúVon og Kærleikur sem er þeirra mestur.
Guð er kærleikur !
og þú komst með góða tilvitnun um það
hvað maðurinn er án kærleika. ( úr fyrra Korinubréfi) .
Kærleikskveðja á þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 07:32
Þakka ykkur: Þórarinn, Hjalti, Ólafur, Theódór, Matthías, Tinna, Jakob, Sigurgeir, DoctorE, Þröstur, Siggi, Jón Magg, Milla, Jón Ríkharðsson, Sigurður Rósant, Jóna Kolbrún og Guðmundur fyrir að mæta hér í "eldhúsið" hjá mér að ræða kærleikann.
Ég hugsa að flestir ef ekki allir sem leggja orð í belg geri það af sannleiksást sinni.
Ég hef ekki getað svarað innleggjum eins og mér bæri í öllum tilvikum, þyrfti að sitja algjörlega við tölvuna til þess, og kannski á ég ekkert svör við öllu.
Mig langar þó að benda á að ég fór að sjá mynd Woody Allens í gær, Whatever Works, sem ég mæli með fyrir okkur öll sem erum að pæla í lífinu og tilverunni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 08:12
p.s. það er velkomið að halda áfram að rabba hér, ekki veitir af kærleikshjali eftir þennan byl sem gekk yfir þjóðina í gær.
Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær,
vita meira og meira,
meira í dag en í gær.
Þó að ég nái ekki, eins og ég sagði hér að ofan, að svara öllu. Læri ég heilan helling af því að ræða um málin. Þó ég hafi ekki "svörin" hér þá er þetta allt geymt, en ekki gleymt og hellist kannski fram síðar.
p.s. vildi ítreka að myndin "Whatever works" er skylduáhorf fyrir fólk eins og okkur sem ræðum um trúmálin, því hún er að ræða akkúrat það sama og við.
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 08:23
Hjalti minn, ég held að það veiti ekki að frjálsu hugflæði víða á meðan þú gengur laus
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 11:00
Óli minn, hvað sem þetta "frjálsa hugflæði" er þá veit ég ekki hvernig Vantrú ætti, ef það væri á stefnuskrá þess að stöðva það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2009 kl. 11:11
Ólafur í Hvarfi,
Þetta var nú óneitanlega dálítið fyndið, að Jón Ríkharðsson skyldi fara að ausa sér yfir þig út af mínum ummælum.
Að vera trúaður er heilastarfsemi. Þegar þig dreymir er að fara fram heilastarfsemi og hún fer fram í okkar fjórum víddum eins og allt annað. Eins og við höfum áður komið inn á þá hef ég oft verið meðvitaður í svefni, sem er alveg stórmerkilegt vitundarástand, en samt bara heilastarfsemi. Við förum ekkert í einhverjar víddir. Það er bara della.
Tökum dæmi. Nú lifum við í okkar fjórum víddum, ef tíminn er tekinn með. Ert þú þá stundum í einni þeirra, en ekki hinum? Ertu t.d. stundum bara í tímanum? Kemur fyrir að enginn getur séð þig af því að þú ert þá stundina ekki í rúmvíddunum? Þetta er auðvitað bara della. Þú hefur gaman af að láta hugann reika og ekkert að því, en þú ert ansi slæmur með að slá hugdettum þínum og órum fram sem fullyrðingum. Svo ert þú sannfærður um að þú hafir verið að setja fram einhvern stórfenglegan sannleik og gargar "...ég meina halló!"
Ég er ekkert að reyna að sporna við frjálsu hugflæði. Það er bara þannig að þegar hlutirnir eru sagðir eins og þú segir þá, þá kallar það á viðbrögð vegna þess að þú slærð fram fullyrðingum sem ekki fá staðist. Það er nokkuð augljóst að þú ert að misnota orðið vídd. Það að þú liggur sofandi og dreymir eitthvað er í þínum huga að fara í aðrar víddir. Ef svo er, þá hefur orðið í þínum huga aðra merkingu en þá sem átt er við í sögunni um flatlendingana. Þá ert þú bara að tala um eitthvert hugarástand og kallar það að vera í annarri vídd.
Theódór Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 11:49
Theódór,
eigum við ekki að segja í sanngirni að fullyrðingar ganga á báða bóga, ekki einn veg.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er allur okkar veruleiki að eiga sér stað innan huga og vitundar, hvergi annarstaðar... það má einnig segja að trú er ekki bara trú... þó menn vilji gjarnan hafa hlutina í föstum farvegi eða bás til að geta deilt þar um, þá er leit mannsins að skilningi á tilverunni margbrotin og má kalla það allt trú án þess að allt hafi með yfirnáttúrulegar verur samkvæmt trúarskilningi efasemdarmanna og afneitunarmanna.
Ég mótmæli því að ég misnoti orðið vídd, því vídd er ekki ferkantað fyrirbærði, tíminn sem dæmi er skynbundinn, upplifun tímans er afstæð... og talandi um víddir og upplifun, þá er hugsvið ekki einskorðað við að vinna úr upplýsingum sem berast frá ytri vídd tilverunnar og hugsvið sem slíkt er ekki hin ytri vídd eða rými, hugsvið hinsvegar byggir upp mynd og skynbragð af vídd og tíma hins ytri heims.
Hvernig menn skynja hinn ytri og innri heim er mjög mismunandi, ég þekki fólk sem man nánast aldrei drauma og þá mjög óljóst ef eitthvað er og það gefur augaleið að þeir einstaklingar eru ekki að skrá upplýsingar í dagminni úr þeirri vídd.
Við erum samskonar verur í sömu tilveru en það eru ekki allir með sömu gáttir opnar, það veist þú jafn vel og ég... og því ætti maður að segja blátt nei við trúaðan mann sem segir sína upplifun sanna, er það ekki pólitísk afstaða og átök um hugmyndafræði byggða eingöngu á eigin reynslu og upplifun ?
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:01
Höfum í huga;
Taugasérfræðingar hafa verið að uppgötva áhrif trúarinnar á heilann. Búddistar voru beðnir að hugleiða og heilalínurit var tekið af þeim um leið. Í ljós kom að við hugleiðslu dró úr starfssemi hvirfilblaðanna, sem stjórna því hvernig við skynjum okkur sjálf í tíma og rúmi. Þetta gat valdið því að skilin milli sjálfsins og umheimsins dofnuðu hjá hugleiðandanum og honum fyndist hann sameinast guði og alheiminum. Margir hafa lýst svipaðri reynslu við hugleiðslu, leiðsluástand og bæn.
Þröstur Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:11
Ólafur,
Bla, bla, bla, bla.....
Þú komst sjálfur með söguna af flatlendingunum til að benda okkur vitleysingunum á hvað þú ættir við með orðinu vídd. Hvað er eiginlega að þér? Það að þú sért að hugsa eða dreyma hefur ekkert með þetta hugtak að gera, -síst af öllu þegar þú ert sjálfur búinn að taka af öll tvímæli með sögunni af flatlendingunum. Hér kemur tilvitnun í Wikipedia:
In mathematics and physics, the dimension of a space or object is informally defined as the minimum number of coordinates needed to specify each point within it.[1][2] Thus a line has a dimension of one because only one coordinate is needed to specify a point on it. A surface such as a plane or the surface of a cylinder or sphere has a dimension of two because two coordinates are needed to specify a point on it (for example, to locate a point on the surface of a sphere you need both its latitude and its longitude). The inside of a cube, a cylinder or a sphere is three-dimensional because three co-ordinates are needed to locate a point within these spaces.
Þetta er það sem orðið vídd þýðir. Þú ert að misnota orðið eins og nýaldarþenkjandi fólk gerir reyndar um öll hugsanleg vísindaleg hugtök. Eina gáttin sem þú ert með opna, og telur einstakt, er inn í hausinn á sjálfum þér.
Theódór Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 13:35
Ólafur,
Ég skil kannski ekki alveg hvert þú ert að fara, en samt finnst mér þú ert að reyna að skilgreina eitthvað sem maker sjans.
Tökum t.d. tíma. Hvað er það? Er það bara röd af sekúndum, microsekúndum? Ég helt það ekki. Ég helt að maðurinn lífir og er bundið við fortíðin, nútíðin og framtíðin. Á sama tíma. Ég helt að það sé ekki hægt að taka eitt skref afturbak og segja: -hæ, nú hef ég yfirsýn yfir allt. Það er einmitt að trúa því að maður getur fundið púnkt sem er ekki háð tímann.
Og eins og þú bendir á svo skynja menn hinn ytri og innri heim mjög mismunandi. Og það sama gildi auðvitað um tímanum. Stundum gengur hann hægt hjá sumum á meðan öðrum finnst hann fara of hratt. Og svo getur t.d. Theódór sagt að það skiptir ekki málið. Tími er Tími, sekúnd fyrir sekúnd. En hér er pointið hjá mér einmitt: að það sé ekki hægt að vera á púnkti sem ekki er háð tímann. Og þess vegna er upplifun af tímanum meira rétt og sönn en t.d. Theódórs. Þetta er klassík hermeneutics ala Heidegger.
Jakob Andreas Andersen, 31.12.2009 kl. 13:44
Jakob,
Hvað þýðir þetta?
Hvað sagði ég sem kom þér til að skrifa þetta?
Theódór Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 15:30
Kíki hér inn við og við þegar ég lít upp frá kryddsíldinni, en verð að viðurkenna að eftir því sem meira er skrifað skil ég minna.
En stundum þarf að melta, hvort sem eru um síld eða annað að ræða.
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 15:38
Jóhanna,
Ég er eiginlega í sömu vandræðum og þú. Ég skil þessa kalla engan vegin. Það er sennilega af því að ég er ekki með allar þessar gáttir opnar og hef ekki lykil að þessum víddum. Ég vona bara að þér gangi vel með síldina. Ég er sjálfur að fara að fást við matinn og segi þetta sennilega bara gott.
Nú eru bara nokkrar mínútur eftir af þessu ári, sem hefur verið erfitt og snúið ár í hugum flestra Íslendinga. Ég óska ykkur öllum notalegra áramóta, þakka fyrir fjasið á þessu ári og vona að allir eigi gott og gjöfult ár framundan.
Theódór Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 15:47
Þú þarft ekki að melta neitt Jóhanna mín. Málið er að þegar Ólafur og Jakob hleypa leðurblökunum í hugaskoti sinu á flug fer tómur glundroði í gang sem hefur enga merkingu, á sér enga kjölfestu og segir engum neitt.
Þetta eru hugtakarunkarar sem þrífast best í vítt skilgreindri orðanotkun og hneggjandi fullvissu um eitthvað sem þeir geta ekki útskýrt og þora ekki að setja á blað svo skýrt sé.
Vitsmunalegur flóttaleikur þess vantrúaða, en þó ekki trúlausa. Þeir rata ekki um í þokunni sjálfir, hvað þá að þeir geti leitt aðra um hana.
Kristinn Theódórsson, 31.12.2009 kl. 15:48
Kristinn,
Nei, kommst þú líka? Maðurinn sem lappir um með kort í hönd í þokuna og veit alveg hvert hann er að fara. Hann horfir bara á kortinu og bendir með visna höndin út í þokuna og krefst að fólk fara sú leið.
Mér finnst það jarðar við að þú fyrirlita fólk sem eru ekki sammála þig. En auðvitað álitar þú þér greindar en flestum og telur að þu hefur efni á hrokka.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:11
Theódór,
Það á að vera "gæti" í staðan fyrir getur. Sorry. Ég gef mér fyrirfram eitthvað sem ég er viss um að þú mundi halda fram. Það er oft kallað rökræður. Þú kannast líkleg við það.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:16
10. No one will kill you for not drinking beer.
9. Beer doesn't tell you how to have sex.
8. Beer has never caused a major war.
7. They don't force beer on minors who can't think for themselves.
6. When you have beer, you don't knock on people's doors trying to give it away.
5. Nobody's ever been burned at the stake, hanged, or tortured to death over his brand of beer.
4. You don't have to wait 2,000+ years for a second beer.
3. There are laws saying that beer labels can't lie to you.
2. You can prove you have a beer.
1. If you have devoted your life to beer, there are groups to help you stop.
Trúlaus (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 17:22
Þrír menn gengu um og sjá veröldina, stríðið, sultinn, hatrið, reiðina,fégrægðina, ljótleikann, fegurðina hið góða og fallega, mismuninn á góðu og illu, sjá veröldina alla á svipaðan hátt, samt hver með sínum augum af því enginn sér hlutina eins þó þeir horfi á sama hlutinn. Mennirnir koma að hárri hæð í landinu er ekki sést yfir. Fyrsti maðurinn nemur staðar og finnst hann kominn að endimörkum. Annar gengur uppí hæðina þar verða fyrir honum bókstafir er vara hann við og hann krossar sig í bak og fyrir, vill ekki fara lengra. Þriðji gengur samhliða honum en þrátt fyrir aðvörun bókstafsins knýr forvitnin hann áfram þrátt fyrir óvissuna, til að klífa yfir letrið og ganga uppá hæðina. Þegar þangað er komið sér hann allt aðra veröld blasa við er tengist hinni gömlu með ósýnilegum þráðum í gegnum hæðina. þarna eru mörg svið á þeim neðstu er ljótleikinn í sinni verstu mynd en eftir því sem ofar kemur batnar ástandið, þá kemur léttleikinn, fegurðin og ljósið verður skærara sem ofar kemur, efst er ljósið þannig að hann fær ofbirtu í augun. Hann hrífst og kallar til hinna, komið og sjáið dýrðina sem ég sé. Þeir kalla móti, Þú lýgur að okkur, það er ekkert sem þú sérð nema tómið eitt. Nýársdraumur eða hvað, veruleiki, óraunveruleiki, vídd, þankagangur.?????????????? En samt gleðilegt nýtt ár..........................
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:45
Guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér - þannig blasir þessi pistill þinn Jóhanna við mér. Það er í sjálfu sér ekki svo auðvelt að komast niður á einhvern einn fastan punkt í þessum efnum. Hugmyndir um guð eru mismunandi meðal fólks. Fyrir mér er guð það besta sem ég get fundið í þér og öðrum, einnig sjálfum mér. Um leið og ég segi þetta þá varpa ég alveg fyrir róða gömlum kalli með skegg í hásæti einhversstaðar eða ósýnilegur og alltaf að fylgjast með og þú veist ekki neitt hvort hann sé í raun til, hvað honum finnst um þig í raun og veru eða whatever...
Það besta í þér, það æðislegasta, stærsta, yndislegasta við þig, sköpunarhæfileikarnir sem brjótast fram öðru hvoru, í því upplifi ég minn guð. Manna á meðal. Ekki einhversstaðar í andrúmsloftinu; á sporbaug í hásæti.
Guð er kærleikur. Kærleikur getur verið harður, grimm leið til þess að ná því besta fram, ekki bara einhver elska - ljúflegheit. Kærleikur getur líka verið viturleg innsýn inn í aðstæður þar sem rétt leið er valin. Stundum með aga og hörku, stundum með einfaldlega góðu. Ég vil trúa á slíkan kraft í manninum. Það besta í manninum.
Þórður Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 13:16
Tehódór, þú segir :
Þetta eru nokkuð sterk rök hjá þér, ég held að ég eigi ekki svar við svo öflugum málflutningi... skál :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:13
Ólafur í Hvarfi,
Takk fyrir hrósið. Stundum fer ég bara alveg fram úr sjálfum mér í snilld og verð alveg gáttaður. Skál sjálfur!
Theódór Gunnarsson, 2.1.2010 kl. 20:43
Hey, eruð þið að laumast til að drekka hér inni !!!
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 20:55
Þetta er kannski spurning um víddina í bjórnum?
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 20:57
alltaf gott að finna sér kærleiksríkan reit til að fá sér smá sopa af magi í laumi :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.