Áramótakvíði :-/ ...

Eins og mér finnst leiðinlegt að setja neikvæðar fyrirsagnir, ætla ég að leyfa mér það núna. Ég sá brot úr gömlum þáttum í sjónvarpinu í gær, og þar var verið að sýna frá áramótabrennum, spilað "Nú árið er liðið" og flugeldadæmið .. úff.. Þvílíkur kvíðahnútur sem settist að í mínu brjósti.

Ég hreint út sagt þoli varla sprengingar og bombur.  Lítil sæt stjörnuljós og blys eru ok. 

Lengi vel fórum við fjölskyldan; þegar hún var svona klassísk: mamma, pabbi, börn, hundur og bíll,  í sumarbústað um áramót og var það  skárra og reyndar nokkuð allt í lagi bara, því að það var ekki eins mikill órói.  

Áramótin 2006-2007 fórum við tvö ein í bústað ég og minn fv. sambýlismaður og voru það róleg og afslöppuð áramót.  Ein kaka sprengd um miðnætti, en það var eiginlega fyrir fjarstaddan son minn sem vildi endilega gefa okkur eina slíka. Wink 

Í ár verð ég með systrum og mági og fleira góðu fólki á Skólavörðuholti, ætlum að elda sameiginlega bestu máltíð ársins og allan pakkann. Þarf aðeins að setja mig í þær stellingar að hafa gaman af þessu öllu saman því ekki getur maður flúið áramótin frekar en önnur tímamót í lífinu. 

Um áramótin verðum við mörg meyr, hugsum til þess sem er liðið - samferðafólks okkar sem við höfum kvatt.  

En auðvitað eigum við fullt af spræku samferðafólki sem hangir enn með okkur, það  rís sól að morgni Nýársdags, og það er auðvitað besti dagur ársins því þá eru 365 dagar til áramóta! WizardLoL

p.s. ég held mig kvíði bara ekkert lengur fyrir áramótum eftir að hafa skrifað þessa "sjálfshjálparfærslu"  

126375760_5e0236f7a8


mbl.is Sprenging varð í flugeldaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er þetta ekki snilld? Að geta talað sjálfan sig frá kvíðanum! Eigðu gleðileg áramót í faðmi fjölskyldunnar

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hahahaha, snilld eða létt geggjun!  Vona að ég geti togað fleiri með mér í áramótagleðihalarófuna.  o.s.videre ..

Takk sömuleiðis Jóna mín, gleðileg áramót!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Ragnheiður

Myndin er frábær. Ég er logandi hrædd við allar þessar sprengjur og hef oftar en ekki kosið að vera bara að vinna þegar þessi ósköp dynja yfir. Nú á ég hinsvegar vakt snemma á nýársmorgni...

Gleðilegt ár Jóhanna mín

Ragnheiður , 28.12.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála Ragga, ró og friður yfir Skálholti, ætla að reyna að tileinka mér þennan frið - þó að mikið gangi á hið ytra.

Gleðilegt ár sömuleiðis! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú stendur þig vel! 

Hjá mér var stundum nokkur kvíði fyrir aðfangadagskvöldinu hér áður fyrr frekar en fyrir áramótunum. 

Eigðu góð áramót kæra Jóga 

Marta B Helgadóttir, 28.12.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Marta mín ;-)

Takk sömuleiðis Gleðileg áramót! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband