28.12.2009 | 00:52
Útivist er málið
Ég fann að ég var að mygla hægt og rólega hér inni, fyrir framan tölvu, sjónvarp í kafi í mat og bókum. Það er gott að hvíla sig, en ég fann líka að ég var orðin úrill. Ég kallaði nokkrar konur saman í göngu og mættum við í Elliðaárdalinn klukkan tvö í dag. Brrr... hvað það var kalt, en mikið svakalega var fallegt veðrið og við alveg nógu vel klæddar.
Genginn var styttri hringur, eins og ég kalla það, en hann tekur ca. 40 mín. Það er frá brúna stóra húsinu sem ég man aldrei hvað heitir, og ég nenni ekki að fletta því upp, upp að stíflu og til baka.
þarna náðum við að viðra líkama og sál og njóta dagsljóss.
Koma svo, allir út að ganga.
Athugasemdir
Toppstöðin er nafnið á þessum brúna bárujárnskumbalda. Hér er hlekkur á Toppstöðina. ->
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 02:15
Labba yfirleitt eitthvað á hverjum degi, en ekkert núna í 3 daga... kuldaskórnir mínir hrundu... fer í dag og versla mér eitthvað sem passar við metersdjúpa skabbla
Jónína Dúadóttir, 28.12.2009 kl. 06:32
Toppstöðin var það! .. gott að vita af því, takk Jóna Kolbrún.
Úff, skil að það þurfi góðar bomsur þarna fyrir norðan Jónína!
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 09:01
ahh hvað ég skil þig vel... er ýmist fyrir framan tölvu, að lesa bók og eða að labba til og frá ísskápnum.... það sem bjargar er hlaupabretti í ræktinni og gufubaðið... konan reyndi að fá mig út að ganga í gær en ég skellti mér í gufuna í staðinn ;)
ég hef smá málsbætur... gekk Jakobsveg á árinu og mæli með því við hvern mann :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 09:33
Ég er að herða mig upp í að byrja á hamstursbrettinu aftur, það dugar ágætlega - svo get ég horft á skemmtilegt efni á skjánum í leiðinni. Fór að vísu einu sinni illa þegar myndin var svo spennandi að ég varð að ganga í rúman klukkutíma, býsna þreytt þá! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.