25.12.2009 | 10:34
Englar í snjónum ..
Einu sinni var maður, þessum manni leið ekki vel og var hnípinn og beygður inn í sjálfan sig. Hann hnipraði sig saman, kraup og var með hendur í krosslagðar yfir brjóstið. Umgjörðin í kringum manninn var lítið kalt og dimmt herbergi, með litlum glugga.
Í huga mannsins var myrkur og í kringum hann var myrkur og algjör nótt.
Svo reis sólin, og geislar hennar náðu að brjótast inn um litla gluggann og sleikja kinn mannsins. Hann varð forvitinn, leit upp í átt að glugganum og sá þá sólina brosa blíðlega. Afar rólega stóð maðurinn upp, teygði úr sér og það birti yfir andliti hans og það birti yfir huga hans.
Hann stóð nú uppréttur og teygði handleggina upp í loftið. Maðurinn upplifði umbreytingu sína. Hann varð smátt og smátt léttur, bæði í anda og líkama og hann fann hvernig hann flaug af stað, líkaminn varð eins og fínleg snjókoma í formi fiðrildis.
Maðurinn flaug út um gluggann og hann flögraði upp í morgunhimin. Hann brosti þegar hann sá börn að leik, þar sem þau lágu hlægjandi í snjónum og bjuggu til engla.
Athugasemdir
Gleðileg jól!
Þorsteinn Briem, 25.12.2009 kl. 18:07
Sæl Jóhanna ég er nemandi hjá þér í Hraðbraut og raks óvart á síðuna þína þegar ég var að lesa önnur blogg á mogganum og stóðst ekki mótið að kíkja pínu
Ég er búin að lesa aðeins fleiri færslur en ég ætlaði og fyrir utan hvað þú ert skemmtilegur penni þá er ótrúlega gott að sjá að þú ert alveg jafn víðsýn og ljúf eins og okkur í skólanum finnst þú vera.
Ég ætla ekki að skrifa undir nafn svo að það sé ekki eins og ég sé að sleikja þig upp en mundu að okkur á efra árinu finnst þú æði og gleðileg jól!
Nemandi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 18:14
Gleðileg jól Steini Briem!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 20:52
Sæll "Nemandi"
Og þakka innilega falleg orð í minn garð. Ég er nú líka kannski bara heppin með nemendur ;-)
Gleðileg jól og sjáumst tvíefld 4. jan!!!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 20:54
Jónína Dúadóttir, 25.12.2009 kl. 21:16
Þekki einn svona.
Hann er ekki farinn, en er á förum.
Þröstur Unnar, 25.12.2009 kl. 21:51
Sæl, Jóhanna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.