10.12.2009 | 07:47
Höldum endilega áfram að taka því rólega ... ;-)
Þessi frétt gladdi mig, þó að verslunareigendur eigi auðvitað allt gott skilið. Ég (og eflaust mjög margir) er búin að bíða eftir því í mörg ár að fólk fari að róast í kaupæðinu fyrir jólin.
Þegar Eva Lind dóttir mín var tveggja ára, biðu haugar af pökkum undir jólatrénu eins og alltaf.
Við foreldrarnir vorum mjög spennt að sjá hana opna pakkana sína, og réttum henni einn pakka. Í pakkanum var dúkka sem hún var alsæl með og faðmaði þétt.
Jæja, svo þegar við réttum henni næsta pakka þá bandaði hún frá sér hendinni, hristi höfuðið og sagði "ekki meira" ..
Við fengum hana alls ekki til að opna fleiri pakka þetta kvöld, en hún var alsæl með sína dúkku og þurfti ekki meira.
Það er vissulega gaman að fá gjafir, ekki er ég undanskilin því, en eins og í öllu öðru þarf að stillla því í hóf. Það er erfitt að taka af það sem áður hefur verið, en það erum við sem höfum komið þessu óhófi á og gert þannig kröfur til okkar sjálfra að við þurfum að vinna myrkranna á milli til að eignast hluti og gefa gjafir sem kosta kannski allt of mikið, kosta tíma og stundum blóð svita og tár og jafnvel heilsu.
Stærsta gjöfin sem gefin er, er tími okkar, vinátta og samvera. Börnin vilja spila, syngja fá að heyra sögu, leika, lita og svona má lengi upp telja. Allt þetta kostar litla sem enga peninga.
Fullorðna fólkið þarf líka á tíma, vináttu og samveru að halda. Tími er gulls ígildi.
Þessi hugvekja hér að ofan er ekki síst töluð til sjálfrar mín, finnst ég oft þurfa að minna mig á, en langar að deila þessu með ykkur, það er gott að minna sig á gildin sem skipta máli.
Verum glöð og góð ..
Jólaverslun fer rólega af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er svo sammála þér Jóhanna mín og hef reynt að lifa eftir þessu, gef ekki stórar gjafir en gef allan þann tíma sem þarf, ég þarf hann nefnilega líka ég elska samverustundirnar sem eru margar á mínu heimili því ég er svo lánsöm að hafa englana mína og ljósin sem koma afar oft.
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2009 kl. 08:24
Ía Jóhannsdóttir, 10.12.2009 kl. 08:43
Fæ ég ekki prik fyrir að reyna ?
Jónína Dúadóttir, 10.12.2009 kl. 13:44
Þetta er svo sannarlega einmitt það sem við þurfum á að halda Jóhanna mín, svona pistil. Ég er einmitt að huga að þessu sama. Ætla ekki að kaupa marga pakka. Eyða frekar tímanum með fjölskyldunni minni. Mikið skil ég barnið að vilja bara þennan eina pakka, segir líka heilmikið um hana sem einstakling. Græðgin er víðsfjarri. Betur hefði verið ef útrásarvíkingar hefðu þessa sömu hugsun. Þá værum við öll í góðum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2009 kl. 14:57
Takk stelpur, það er rétt athugað hjá þér Ásthildur, að ekki er nú græðginni fyrir að fara hjá henni Evu minni, það hefur sko ekki breyst!
Jú Jónína, auðvitað færðu prik.
Sé að Ía ætlar að vera stillt sem engill.
Milla, rétt, það er gæfa að fá að hafa börnin í kringum sig.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 20:43
Ég man eitt árið þegar sonur minn var ungur, gerði hann svipað. Hann vildi bara eina gjöf, en samt ekki gjöfina sjálfa heldur kassann utan af gjöfinni. Hann lék sér með kassann í marga daga, og leit ekki við jólagjöfunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2009 kl. 00:22
Er allgjörlega sammála þér:) dýrmætustu gjafirnar eru ekki metnar til fjár. Enda lít ég á jólin sem samverustund með fjölskyldunni og að eyða tíma með þeim eins og þú talar um.
En þetta er sérstakt með dúkkuna og svoldið fallegt. Og minnir mann á að láta sér nægja það sem hefur :)
En ætli kröfurnar um dýar jólagjafir séu ekki farnar að minnka eitthvað núna miðað við ástandið í landinu :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.12.2009 kl. 17:51
Ég get tekið undir það,að oft er jólagjöfin,sem lætur minnst yfir sér,sé sú gjöf,sem barnið heldur mest upp á.Það var spaugilegt í góðærinu,þegar fólk var að kaupa dýrar gjafar,handa ungu barni,sem raun var fyrir barn,sem var 2-3 árum eldri.
Það má segja það,að nú í kreppunni fer fólk að hugsa, að jólin eru hátíð samveru fjölskyldunnar,hátíð sem vekur upp tilfinningar og leiðir huga að þeim verðmætum,sem býr í fólkinu.
Undanfarin ár hafa jólin verið,einhver gjafa,eyðslu og græðgishátíð,enda hefur fólk gleymt tilgang jólanna.Þetta sést best á því að presturinn á Húsavík ætlar að sleppa aftansöng,þar á síðasta ári var engin aðsókn.Mér finnst að hann endurskoði áform sín,þar sem að allt útlit er á því,að fólk sé að vakna til nýtst líf,og vilji hlusta á boðskap jólanna.
Ingvi Rúnar Einarsson, 11.12.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.