8.12.2009 | 19:50
Um daginn og veginn ..
Jæja, ætla ég að færa eina afslappaða færslu um daginn og veginn en ekki að ræða nein "heit" mál. Það er frekar orkukrefjandi líka.
Nú er auðvitað aðventan og bara kósý heima hjá okkur Völu minni, en ég er heppin að eiga svona myndarlega stelpu sem er búin að baka sörur og toppa og rista hnetur og ég veit ekki hvað. Þrátt fyrir hvernig ég er hefur mér verið boðið að tala í tveimur kirkjum á aðventunni. Það er ekkert smá notó að taka frá stund fyrir söng og að rabba um vináttu Guðs og vináttuna við okkur sjálf, hún er ekki síður merkileg og nauðsynleg.
Í morgun var skorinn burt blettur, vonandi ekki eins slæmur og sá sem tekinn var í fyrra sem reyndist vera sortuæxli, en það færist óneitanlega í mann pinku beygur. Skil ekkert í því að enn er verið að auglýsa "skólatilboð í ljós" þegar þykir orðið sannað að ljósalampar eru ekki minna krabbameinsvaldandi en reykingar. Mætti þá ekki alveg eins auglýsa "skólatilboð á sígarettum??" Ég er reyndar búin að senda bréf á Heilbrigðisráðuneytið og benda á þetta (ein alltaf að skipta sér af) En ég er fylgjandi því að fólk taki meiri ábyrgð á eigin heilsu, líka þá í mataræði. Ekki veitir af á tímum niðurskurðar í Heilbrigðiskerfinu.
Jæja, þetta var minn dagur og vegur í dag...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað ertu beðin að tala... og einmitt vegna þess hvernig þú ert
Jónína Dúadóttir, 8.12.2009 kl. 21:05
Æ þú ert yndi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 21:08
Að taka ábyrgð á eigin heilsu, er gott mál, jafn sjálfsagt og að bursta tennurnar. Ég, ásamt vinkonu minni, er að hugleiða útvarpsþátt á Sögu um þetta efni með vinnuheitinu "Líf við árin". Aðventan er góður tími til að leggja drög að þessu.
Sigurður Þórðarson, 8.12.2009 kl. 21:26
Flott hjá ykkur Siggi, taka ábyrgð á eigin heilsu og reyndar ábyrgð á öllu sem maður gerir og segir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:26
Ég væri til í að sjá þig tala svona í kirkju! Myndi lofa stóru tánum mínum að ég myndi koma ef ég ætti leið í bæinn!!
En ég er sammála með ljósabekki, það eru svo rosalegar perur í þessu með endalaust útfjólubláum geislum. Finnst svona óeðlileg brúnka eins og sumir fá eftir nokkra ljósatíma minna mig á gulrætur.. ég hef aldrei farið í ljósabekk! Verð þó brún ef ég er úti í sól og fæ líka rosa sætar freknur líka!
Knús til þín Jóga
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.12.2009 kl. 23:19
Það er nú ekkert smá loforð, Róslín að lofa stóru tánum sínum! Tærnar eru nefnilega merkilegar, ég á nokkrar litlu tær í frænkum og frændum og ömmustrák meira að segja líka! ..
Gott hjá þér að fara ekki í ljósabekki, ekki vissi ég hvað þetta var skaðlegt þegar ég "var ung" (er auðvitað alltaf ung) lá og fór kannski í 20 tíma og svo verður maður bara skinka á þessu!
Þú ert sæt með freknurnar þínar, freknur rúla.
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2009 kl. 07:08
Já mikið hefði ég viljað mæta á svona eina samkundu með þér og hlutsta vinkona. En e.t.v. seinna hver veit.
Ía Jóhannsdóttir, 9.12.2009 kl. 10:16
Æ æ æ ég gleymdi aðalatriðinu. Bestu baráttukveðjur Jóhanna mín. Þetta er örugglega bara lítil meinsemd. Veistu 50 % af allri lækningu fyrir okkur grænu kalla sjúklinga er að vera jákvæður og segja á hverjum morgni mér er ekkert illt, það er ekkert að mér. Þetta eru vaxtaverkir. Stundum erfitt en það gengur samt skal ég segja þér. Núna er ég að fara í nudd vegna þess að ég er farin að finna til hinumegin í handleggnum. Andskotinn sjálfur en þetta er ekkert mál ég vinn í þessu eins og hinu. Með þrjóskunni og herkju. Gangi þér vel.
Ía Jóhannsdóttir, 9.12.2009 kl. 10:19
Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2009 kl. 18:18
Þetta er eitthvað svo ljúft að maður hefur ekkert að segja !
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 19:15
Ía þú hefur 100% rétt fyrir þér!
Takk fyrir Hrönn og takk fyrir Ólafur ....
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2009 kl. 20:03
Sammála Ólafi, enda þarf maður ekkert alltaf að segja eitthvað :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 10.12.2009 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.