6.12.2009 | 10:30
Morgunsjónvarp fyrir enok ... "Gay Education"
Á bloggi sem ég setti hér inn á undan fékk ég spurningar frá manni sem kallar sig enok (með litlu- ei) ég veit ekki aldur á þessari persónu, en henni er umhugað að ég "sjái ljósið" að samkynhneigð sé EKKI eðlislæg. Þeir sem nenna geta skoðað samskiptin hérna, en mig langar að setja hér inn smá fræðslu fyrir enok þar sem hann áttar sig vonandi á því hvar ljósið skín.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.2%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.2%
Oft 19.5%
Fer alltaf ein/n 19.2%
694 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 339727
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta myndband hef ég fyrir löngu séð, og er það nokkuð vel gert og kemur samkynhneigðum vel .
Hins vegar má "svara" því með þessu hér :
http://www.ankerberg.com/Articles/_PDFArchives/streams-of-life/SL2W0803.pdf
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 10:44
Frábært !
Jónína Dúadóttir, 6.12.2009 kl. 10:44
Takk fyrir það Jónina mín !
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 10:56
Enok hvers konar Doktor er þessi Doctor Ankerberg? Er hann læknir? Mér sýnast heimildaskrá hans býsna gömul, svona á vísindalegan mælikvarða. Og skákar Doctor Ankerberg öllum þeim vísindalegu stofnunum sem nefndar eru í myndbandinu?
Hér er listinn:
© Ankerberg Theological Research Institute
See “Twins Born Gay?,” Family Research Report, January-February 1992 and other materials
from the Family Research Institute.
2 In Richard A. Cohen, Perpetuating Homosexual Myths (Seattle, WA: Public Education Committee,
1992 rev.), pp. 18-19.
© Ankerberg Theological Research Institute Page 3
3 Dr. Simon LeVay, taped Interview for “The John Ankerberg Show.”
4 William Masters, V. E. Johnson, R. C. Kolodny, Human Sexuality (Boston: Little, Brown and Company,
1984), pp. 319-320.
5 In Judd Manner, ed., Homosexual Behavior: A Modern Reappraisal (New York: Basic Books,
1980), pp. 9,66.
6 John Money, Perspectives in Human Sexuality (New York: Behavioral Publications, 1974), p. 67.
7 John DeCecco, ed., Journal of Homosexuality, quoted in USA Today, 1 March 1989, p. 4d.
8 Cited by W. B. Pomeroy, Dr. Kinsey and the Institute for Sex Research (New York: Harper & Row,
1972), p. 147.
9 van den Aardweg, pp. 30-31.
10 William Byne, M.D., Ph.D., and Bruce Parsons, M.D., Ph.D., Archives of General Psychiatry,
March 1993.
11 See “Born That ‘Way,” Family Research Report Special Report 1991.
12 A. P. Bell, M. S. Weinberg, and S. K. Hammersmith, Sexual Preference Statistical Appendix
(Bloomington, IN: Indiana University Press, 1981), p. 261.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 10:56
Skiftir nokkru hvaða heimildir ég vitna í ?
Ef þær henta þér ekki, verða þær alltaf einhverra hluta vegna algjörlega ónothæfar .
Nenni ekki að ræða frekar við fólk sem lætur alltaf svona kjánalega .
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 11:07
Sæl Jóhanna, takk fyrir myndbandið.
Enok er sannkristinn og var eitt sinn duglegur á blogginu og skrifaði mikið um trúmál. Hann var í guðfræðideildinni eins og þú en fór til Ítalíu og er víst nýkominn heim frá Róm.
Sigurður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 12:03
Það er nú oft svo að þeir sem hata HOMMA mest, eru vísastir til að vera í þeim hópi sjálfir! Ef þú getur ekki elskað náunga þinn eins og sjálfan þig, án þess að rugla því saman við kynlíf þá ertu illa staddur. Ást og umhyggja á ekkert með kynhneigð að gera, en hins vegar er ekkert sem bannar gagnkvæm samneyti þegar það á við með gagnkvæmum vilja, hvers kyns sem viðkomandi eru.
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 13:23
enok
Klassíkst svar. Þú færð tvö stig á ofsatrúar-skalanum!
Þú ert að halda fram minnihlutaskoðun: að samkynhneigð sé ekki meðfædd, heldur val. Þú bendir á heimild, og þegar bent er á að hún sé freker gömul segir þú:
He he, það er sem sagt að "láta kjánalega" að efast lítið eitt um heimild þína um þessa minnihlutaskoðun sem mjög mjög fáir læknar skrifa upp á.
Þessi Ankerberg er með svokallaða Guðfræðilega rannsóknarstofnun (Ankerberg Theological Research Institute). Er það nú hlutlausasti aðilinn sem fjallar um samkynhneigð sem þú finnur, karl sem er yfirlýstur ofsatrúarmaður?
Svo er þessi blessaði maður ekki með snefil af menntun í læknisfræði, erfðafræði, líffræði, eða nokkurri raungrein yfir höfuð, hann er með Ministry-doktrosgráðu:
Þetta er bara prestur sem safnar í sarpinn bulli sem hentar hans málstað. Og það þykir enok fín heimild og skammast í viðmælendum ef þeir benda á að heimildin er gömul, hvað þá afskaplega hlutdræg, sem var ekki búið að koma fram.
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 14:06
Enok í vísindaheiminum gerast hlutir svo hratt, að um leið og ein bók er komin út þá er búið að finna út nýtt og meira. Þess vegna sagði ég að heimildirnar væru gamlar og Kristinn er jafnframt búinn að koma með ágætis svar varðandi þetta, takk Kristinn.
Enok, ég veit þú varst að grínast með að þakka Jónínu, en hún er ekki sammála þér og er því í myrkrinu með mér, eflaust, að þínu mati.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 14:43
Sæll Kristinn . Mundi það einhverju breyta afstöðu þinni, eða Jóhönnu þó að ég vitnaði 983 virta og menntaða menn ? Eru þið ekki eins og liðið sem hélt áfram að segja fólki að jörðin væri flöt, löngu eftir að sannað væri að hún væri það ekki ? Það sýnist mér nú bara .
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 14:43
Sigurður takk fyrir innlegg, ég myndi setja sannkristinn í gæsalappir hvað enok varðar, annars er það ekki mitt að dæma
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 14:44
Jón Svavarsson, sammála.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 14:45
Jæja þá er ég búin að skoða videóið sem er með þessu bloggi og finnst bara athyglisvert
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 15:26
Svo er nú áhugavert að velta fyrir sér hvað vakir fyrir svona hómófóbum með því að kalla samkynhneigð sjúkdóm eða val. Því samkynhneigð er augljóslega ekki nokkuð sem menn taka upp á til gamans, því hommar voru og eru ofsóttir og drepnir víða um heim.
Það mætti því ætla að meintir umburðarlyndis-expertarnir sem kenna sig við kristni myndu sýna þessu máli vissan skilning, ekki síst í ljósi þess að þeir eru oft að rifja upp ofsóknir á hendur sjálfum sér (kristnum og frumkirkjunni).
En sé maður búinn að skella sér í valkvæða bókstafstrú, þá verður þetta náttúrulega að vera val til að guð sé ekki bölvuð skepna, sem hann má náttúrulega helst ekki vera.
Þá kemur hinsvegar upp augljós þversögn. Í ljósi þess að öll bókstafstrú er byggð að á valkvæðri lesningu á biblíunni - menn túlka alltaf burt þá hluti sem þeir geta ekki staðið í - þá spyr maður sig af hverju þeir túlka ekki þessa hluti burt eins og margt annað? Nú af því þeir eru hómófóbar! Og af hverju er það? Nú, af því þeir eru líklega meðvitaðir um svona hvatir sjálfir (eins og flestir, ef ekki allir) og skammast sín.
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 15:35
Kæri enok, vísindamenn ransaka hitt og þetta og mynda sér skoðanir með alskyns fullyrðingum, eins og þetta með hnöttin sem menn; fyrirgefðu VÍSINDAMENN héldu fram að væri flöt, þar til þeir komust að annari skoðun, fyrirgefðu fullyrðingu og svo hafa menn komið með alskyns kenningar og boðskap, sumt sem hreinlega eru staðreyndir og annað sem eru bara góðar ágiskanir og hugmyndir en hafa oftast ekkert eitt fram yfir annað, því á öllum málum eru tvær hliðar og stundum fleiri. Þar spilar umburðarlyndið inní og kærleikur okkar í garð hvers annars.
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 15:40
Skoðaið videoið. Hef ekki séð það áður og finnst það gott.
Það er nú oft svo að þeir sem hata HOMMA mest, eru vísastir til að vera í þeim hópi sjálfir! Ef þú getur ekki elskað náunga þinn eins og sjálfan þig, án þess að rugla því saman við kynlíf þá ertu illa staddur. Ást og umhyggja á ekkert með kynhneigð að gera, en hins vegar er ekkert sem bannar gagnkvæm samneyti þegar það á við með gagnkvæmum vilja, hvers kyns sem viðkomandi eru.
Ákvað að setja bara copy paste frá Jóni. Svo sammála er ég honum
Hafðu það gott
Anna Guðný , 6.12.2009 kl. 18:08
þessi rannsókn er vísindaleg og læknisfræðileg varðandi um aldur samkynhneigðra oflr...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 19:56
Rannsókn eins og þessi t.d ?
http://www.catholiceducation.org/articles/homosexuality/ho0075.html
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 20:01
jú ætli það ekki,
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 20:32
Aumingja Jóhanna að þurfa að kalla sig trúaða í sama nafni og þið Siðgvarður og enok.
Þið finni auðvitað í hjarta ykkar til með hinum fordæmda homma sem tekur eigið líf af vanliðan yfir að geta ekki verið eins og honum líður vegna fordóma í nafni trúarbragða, en finnið ekki nógu mikið til finnast þið vera fantar og skepnur.
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 21:02
Þið finni auðvitað í hjarta ykkar til með hinum fordæmda homma sem tekur eigið líf af vanliðan yfir að geta ekki verið eins og honum líður vegna fordóma í nafni trúarbragða, en finnið ekki nógu mikið til finnast þið vera fantar og skepnur.
Okkur þykir bullandi vænt um homma . Þess vegna erum við að benda þeim á að snúa sér . Er ekki verra fyrir þá að halda áfram hommaveginn, meðan hætturnar eru eins og hér má sjá : http://www.catholiceducation.org/articles/homosexuality/ho0075.html
Þeir sem ráðleggja þeim að halda sér í sama farinu, eru jafnvel verri fantar og skepnur ef eitthvað er !
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:22
enok og Sigvarður, ég legg það ekki í vana minn að kalla menn heimska, en nú brýtur nauðsyn lög. Ég þarf ekki að rökstyðja það, þið gerið það sjálfir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 22:09
æj,æj ..
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:17
Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég sem hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Þótt ég hefði spádómsgáfu, vissi alla leyndaradóma
og ætti alla þekking
en hefði ég ekki kærleika þá væri ég ekki neitt
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður,
öfundar ekki,
breiðir yfir allt,
trúir öllu,
vonar og umber allt.
Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég sem hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Þótt ég hefði spádómsgáfu, vissi alla leyndaradóma
og ætti alla þekking
en hefði ég ekki kærleika þá væri ég ekki neitt
(1.Kor 13.1-13)
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 22:59
En það sem ég skil ekki við ykkur er að þið eruð að reyna breyta orði Guðs til að það sé í samræmi við ykkar skoðanir. Síðan þegar ég og Enok stöndum með Orði Guðs, þá kallið þið okkur heimska. Gerið iðrun himnaríki er í nánd og munið það að Náð Guðs er ekki til að samþykja syndir okkar, heldur er hún betri leið til að losna frá henni.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 23:34
Sæll Sigvarður, ég skal skrifa nánari útskýringar á þessari yfirlýsingu minni. Annars er hægt að lesa útskýringar t.d. í bloggi eins og byggt á sandi, sem ég skrifaði hér tveimur bloggum á undan.
Mér finnst það bara að gleymast að hafa kærleikann að leiðarljósi þegar verið er að tala um meðbræður og systur á forsendum kynhneigðar þeirra - og þá líður þeim illa. Það er varla kærleiksríkt verk.
Sköpun Guðs er sístæð og trúðu mér hann skapaði okkur til að skapa, enda þýðir það að vera sköpuð í Guðs mynd að við getum líka skapað. Við sköpum alls konar list, tónlist, myndlist og leiklist, við sköpum orð og fleira - allt að sjálfsögðu með vináttu Guðs.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 07:56
http://www.youtube.com/watch?v=RzKkVbesWU0
Ég er samkynhneigður og mér líður þannig að að mér sé ráðist, líður illa yfir orðum manna eins og Sigvarðar. Sigvarður þú hlýtur að vera á móti guðlasti en ertu ekki á móti mannlasti? Ímyndar þú þér að Guð vilji að þú stundir það?
Hlustaðu á rök kærleikans eins og Jóhanna er að benda á, þau eru sterkari en öll önnur rök.
Kærleikur (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 09:34
Ég hef nú fjarlægt mest meiðandi ummæli og mannlast Sigvarðar og enoks.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 10:27
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 12:29
Takk fyrir þetta myndband Jóhanna. Og takk fyrir að sýna okkur hinum að trúað fólk geti verið umburðarlynt og kærleiksríkt. Það virðast svo mörgum trúuðum vanta alveg þá góðu kosti. Þeir eru eins og farísearnir í musterinu. Guði sé lof fyrir að ég er ekki eins og aðrir menn... og svo framvegis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 13:59
umburðarlyndi er ekki það sama og samþykja. En ég er hættur að taka þátt í öllum umræðum sem snúa að þessu málefni, því mig langar ekki að vera rekin af blogginu. Það var samt alldrei ætlunin að særa neinn, ef svo er þá biðst ég afsökunar á því.
Sigvarður (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:15
Gott myndband... ég tek nú undir með Jóni Svavars að maður hefur nú fengið hýrt bros og klapp á öhh ... öxlina... þá hefur maður hreinlega brosað sínu gagnkynhneigða brosi á móti og sagt sorry ég er hinsegin... og allir sáttir :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:23
Jæja Jóhanna,
Þarna fékkstu heldur betur heimsóknir. Við trúleysingjarnir erum alger ljúfmenni við hliðina á þessum köllum. Ég held svei mér þá að þeim sé fúlasta alvara. Hélt að þetta væri e.t.v. bara grín.
Mig langar að henda hérna inn dálítilli persónulegri reynslu. Þannig er að þegar ég kynntist konunni minni og þar með öllum hennar systkinum þá kynntist ég bróður hennar sem þá var á að giska 10 ára. Það fór ekki fram hjá neinum að það var eitthvað kvenlegt við hann og hafði alltaf verið. Mamma hans talaði um það við lækni þegar hann var þriggja ára eða svo hvort það gæti verið að hann væri samkynhneigður. Hann kom svo út úr skápnum seint á unglingsárunum eftir að hafa reynt að eiga við stelpur nokkur skipti. Þetta var mikil ákvörðun fyrir hann, en allir ástvinir hans brugðust auðvitað við með því að segja, "já, ég veit það Binni minn".
Ég veit vel að reynsla manns af einu persónulegu tilfelli telst ekki vera nein vísindi, en við sem þekktum Binna vitum vel að hann var fæddur svona, og það er alveg á hreinu að þetta var ekki eitthvert kæruleysislegt val sem hægt er að snúa við, bara sí svona. Hann tók eigið líf fyrir nokkrum árum.
Ég hef algera andstyggð á framkomu eins og Enok og Sigvarður sýna af sér hér og sjálfsagt víða annarsstaðar. Það væri óskandi að svona fólk héldi sér til hlés með skoðanir sínar. Það myndi auðvelda samkynhneigðum að takast á við tilveruna.
Theódór Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 16:51
Ég hef á tilfiningu að einasta takmark Sigvarðar í lífinu er að komast í hímnaríkið ("hímnaríkið er í nánd" eins og hann skrifar). Luther hafði óbeitt á svona hugsunarháttur. Fólk sem líka segja að Jesús er búinn að finna sig (ég, um mig, frá mér, ég, ég, ég...) Og ég er viss um að Luther meinti að svona fólk fóru beint til helvitís. Og svo hugsa ég til DoctorE. Þó hann var/er oftast á auto-pilot þegar kom að trú, þá hafði hann þó "nef" fyrir fólk eins og Sigvarður. Og sjá að hér var oft um hrein egoísma að ræða.
Æj, Jóhanna. Gat ekki stillt mig.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:22
Takk fyrir það Ásthildur mín, ég held að það sé bara til fullt af ágætis fólki "þrátt fyrir" að vera trúað
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 00:21
Þakka fyrir einlæga og persónulega frásögn Theódór, vona að þetta stjaki aðeins við hjörtum þeirra sem eru enn að skýla sér á bak við bókstafinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 00:27
Sigvarður, Orð Guðs er fyrir kristnum mönnum fyrst og fremst Jesús Kristur, en ekki blek í bók. Það þarf að hafa réttar forsendur til að lesa þessa bók og þessar forsendur heita "Kærleikur og elska" .. Ég hef enga trú á því að þú viljir ekki vera góður, en þú hefur fengið slæma kennslu eða kennara og ert ekki upplýstur. Hommafælni þín, sem er eflaust til komin vegna þessa sem ég hef nefnt hér að ofan skemmir fyrir þér og mæli ég með því að nú lítir þú í eigin barm, biðjir sjálfan þig, Guð og alla samkynhneigða meðbræður og fjölskyldur þeirra afsökunar í huga þínum.
Friður og ljós.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 00:37
Jakob, við eigum það öll til í að detta í egóið við og við, enda svo svakalega mannleg. Vonandi vakna allir til vitundar um hvað orð þeirra geta verið særandi.
Það er víst fullt af herbergjum í himnaríki, ætli fólk sitji nokkuð og lesi ljóta ritningartexta þar og noti til að níða náunga sinn? Treysti því að þar sé nú bara allt "jolly" allir vinir og séu ekkert að bögga hvern annan eða skipta sér af því hver sefur hjá hverjum og láti Guð um uppeldið.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 00:42
Jæja, hefurðu meiri samúð með dónunum í Vantrú eða hvað?
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 09:06
Þessi bókstafstrú getur ruglað menn í ríminu, þeir bókstafstrúuðu sjá oft ekki nema brot af sjóndeildarhringnum þó hann sé í raun 360 gráður.Einhvern tímann fyrir löngu síðan sá ég í riti (man ekki hvar) að þeir karlmenn sem væru afar kvenlegir í sér og hneigðust til samkynhneigðar,væru búnir að vera kvenmenn í mörgum jarðlífum á undan núverandi lífi og kæmu þess vegna með svo sterk kveneinkenni inní núverandi jarðlíf og ættu þar með erfitt að laga sig að lífi karlmanns. Þetta væri þá gagnstætt hjá lesbíum. Gæti það verið skýring á þeim tilfinningalegu erfiðleikum sem þessir einstaklingar þurfa að kljást við. Þetta er pæling.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 10:18
Takk fyrir þigg innlegg Sigurgeir, þetta er nýtt sjónarhorn í umræðunni
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.