5.12.2009 | 07:09
Friðarguðspjall Essena
Hann Ólafur í Hvarfi benti mér á þetta guðspjall, Friðarguðspjall Essena, sem hefur ekki farið hátt.
Mér fannst svo gaman/merkilegt hvað þessi hugmyndafræði passaði við það sem ég hef haft á tilfinningunni og talað um. Nýlega sagði ég frá því á bloggi Kristins Theódórssonar að ég hefði upplifað Guð í vindinum í Vesturbænum, reyndar að mér fyndist það að trúa á Guð vera svolítið eins og að trúa á sjálfan sig en með hjálp og vináttu Guðs.
Ég leyfði mér að þýða smá bút úr Friðarguðspjalli Essena (svo þetta er lausleg þýðing):
"Og Jesús svaraði: "Leitið eigi lögmálsins í ritningum yðar, því að lögmálið er lífið, en ritningin er dauður hlutur. Sannlega segi ég yður, Móses fékk ekki lögmál sitt skriflega frá Guði, heldur í gegnum hið lifandi orð. Lögmálið er hið lifandi orð Guðs til lifandi spámanna fyrir lifandi menn. Í allt líf er lögmálið ritað. Þú finnur það í grasinu, í trjánum, í ánni, í fjallinu, í fuglum himins, í fiskum sjávarins; en leitið aðallega að því í ykkur sjálfum. Því sannanlega segi ég yður, að allir lifandi hlutir eru nær Guði en ritningin sem er líflaus.
Guð gerði lífið þannig og alla lifandi hluti, að þeir mættu með eilífu orði kenna manninum hið sanna orð hins sanna Guðs. Guð skrifaði ekki lögin á blaðsíður bóka, heldur í hjörtu yðar og anda yðar. Þau eru í andardrætti þínum, blóði þínu, beinum þínum; í holdi þínu, maga, augum þínum, eyrum þínum og í hverju smáatriði líkama þíns.
En þú lokar augum þínum, svo þú sjáir ekki, og þú lokar eyrum þínum svo þú heyrir ekki. Sannlega segi ég yður, að ritningarnar eru mannanna verk, en lífið og allir gestgjafar þess eru sköpun Guðs okkar. Hvers vegna hlustar þú ekki á orð Guðs sem eru skrifuð í sköpun hans? Og hvers vegna tileinkar þú þér ritningarnar sem eru handverk manna?"
Mig langaði bara að deila þessu með áhugafólki um lífið og tilveruna, trúmál sem ekki trúmál - þeirra sem vilja lesa .. Það má segja svo margt meira, en ef að bloggin eru of löng nenna fæstir að lesa, svo meira síðar.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 07:52
Takk,
Annars komst ég að því að Kristinn Theodórsson er algjörlega vanhæfur til rökræðna. Hann fullyrðir, síðan kemur heilmikil lýsingarorðafroða, þegar því er lokið ræðst hann að viðmælandanum með óhróðri og blekkingum.
Að slíkur aðili skuli framkvæma slíkt blaður í nafni vísinda er með ólíkindum.
Einnig er það svo að fjölmargir trúaðir einstaklingar hafa lítið kynnt sér nýjustu rannsóknir, en fjölmargir einstaklingar eru í fullu starfi við að rannsaka boðskap ritningarinnar. Niðurstaða þeirra rannsókna er óyggjandi staðfesting á því sem fram kemur í ritningunni.
Hins vegar hefur fólk val um það hve mikið fólk rannsakar, það er hægt að nálgast þetta eftir hentugleika hvers og eins.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 08:11
Ágætis pæling hjá þér Jóhanna.
Íslendingar eru heiðnari en þá grunar sbr."Trúðu á tvennt í heimi, guð í alheimsgeymi og guð í sjálfum þér" Þessar guðshugmyndir um guð allstaðar og guð í hverjum manni, ég tala nú ekki um guð í vindinum, er ekki sementískar en þær eru ekki endilega verri þess vegna.
Sjálfur finn ég fyrir skyldleika við fugla, fíla, fiska og jafnvel flugur. Öll erum við guðir, menn og önnur dýr af sama meiði og gróður, mold, steinar, loft og vatn. Maður finnur þetta sjaldan betur en einmitt þegar maður tekur storminn í fangið.
Sigurður Þórðarson, 5.12.2009 kl. 08:19
Mér finnst áherslur Jóhönnu á kærleiks- fyrirgefningar- og umburðalyndisboðskap Krists vera mjög geðugar. En þessar áherslur njóta því miður ekki hylli í allstaðar í hinum kristna heimi þar sem menn leggja meiri rækt við Biblíuna. Þannig er stuðningur við dauðarefsingar og ofsóknir gegn samkynhneigðum hvergi algengari en einmitt á Biblíubeltinu.
Sigurður Þórðarson, 5.12.2009 kl. 08:35
Ég get fallist á boðskapinn í þessu
Jónína Dúadóttir, 5.12.2009 kl. 09:20
Takk fyrir mig!
Ía Jóhannsdóttir, 5.12.2009 kl. 09:28
Sæl Jóhanna.
Það má segja um þessi guðspjöll sem fram hafa komið
á seinustu árum að þau gera svo sem engum neitt,
eru trúlegast ekki annað en snyrtileg fölsun sem
má hafa gaman af stutta stund.
Hitt er lakara ef menn trúa þessari vitleysu.
Í þessu sambandi er rétt að benda á bráðskemmtilegan
pistil í þættinum Vítt og breitt í RUV frá því í gær,
föstudag 4. desember en þar er fjallað um
Furður söfnunaráráttunnar - helgir dómar
Húsari. (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 10:16
Takk fyrir innlitið Þorsteinn Valur
Takk sömuleiðis Erlingur Þorsteinsson, mig minnir að dóttir mín hafi einhvern tíma sett fram stærðfræðidæmi á bloggið sem hún var að vandræðast með og þú hafir komið henni til hjálpar. Þú leiðréttir mig ef það er rangt.
Varðandi umfjöllun þína um Kristin, þá hefur það þróast þannig að við getum talað saman í friði og spekt, hann hefur þó stundum pirrast á mér og ég sé alveg þessa "púka" hlið á honum, enda er hann ófeiminn við að birta reglulega eineltisblogg um hinn og þennan. Ég á fastlega von á honum hingað í "eldhúsið" til að svara fyrir sig, en hann er eflaust að sinna börnunum sínum þessa stundina - nú eða sofandi.
Hvaðan hugmyndafræði kemur og hversu gömul hún er skiptir mig persónulega ekki miklu máli. Ég lifi svo mikið í andanum, að stundum er ég næstum ekki þessa heims, þó vissulega þurfi ég að halda mér niðri við störf mín, en meira segja þar hjálpar andinn, þar sem stór hluti starfsins er einmitt að gefa af mér og leiðbeina fólki til að glíma við lífið og tilveruna. Blása í það kjark og þor, og efla sjálfstraust.
Ég finn að ég er komin aðeins út fyrir efnið, og þó. Ég er alltaf að skilja það betur og betur að manneskjan ber ábyrgð á sjálfri sér fyrst og fremst, eins og fram kemur í pistli mínum á undan þessum - og getur ekki hengt ábyrgðina á forna texta, en hún getur stuðst við þá, eins og hún styðst við Guð sinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 10:55
Góðan dag Siggi! Já, þú hefur upplifað þetta með storminn í fangið. Í rauninni má finna marga texta í Biblíunni - gömlu góðu - sem styðja náttúruhugmyndir um Guð. Guð sem klettur, og textinn í sálmi 121 er með þeim fallegri: Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp, hjálp mín kemur frá Drottni. Það er s.s. Guð í fjöllunum.
Sálmur 23, sem flestir þekkja - þar sem Drottinn leiðir fólk að vötnum og grænum Grundum, það er engin tilviljun að mínu mati. Vötnin og grösin eru nærandi og gefandi og náttúran öll.
Við erum, held ég sammála um þetta með kærleikann, og eins og ég hef tekið fram áður, þá verður texti ekki lifandi nema að fólk blási lífi í hann. Við getum látið texta sem fjalla um kynlíf fólks af sama kyni liggja dauða, en það eru sumir sem KJÓSA að blása lífi í þá og yfir því grátum við.
Ég er búin að skrifa svooo mikið gegn þessu, tala svoooo mikið gegn þessu og þurfa að leiðrétta þessa hugsun hjá ungu fólki. Ég fékk t.d. spurninguna frá nemanda "hvers vegna hatar Guð homma" og þá þurfti ég að fara í gegnum alla rulluna um það að það er ekki hendi Guðs sem skrifar Biblíuna o.s.frv.
Við þurfum öll að berjast gegn þessu, þetta er sorglegt og ofbeldi gagnvart náunga okkar að viðurkenna hann ekki eins og hann er, alveg eins og að við myndum ekki viðurkenna fólk sem væri með útstæð eyru eða freknur og segja því að það sé syndugra en við, segja því að það þurfi að leita sér lækninga og frelsast, þá verði allt í lagi fyrir það.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 11:03
Ía og Jónína love you guys
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 11:05
Húsari, takk fyrir innlitið og þína athugasemd og ábendinguna um þáttinn. Ótrúlega gaman að hlusta á góða þætti á RUV stundum.
Þú segir:
"Það má segja um þessi guðspjöll sem fram hafa komið
á seinustu árum að þau gera svo sem engum neitt" ..
Ég held persónulega að orð á blaði ættu ekki að gera neinum neitt, en hvað þá með Biblíuna? Gerir hún einhverjum eitthvað? Erum það ekki við mannfólkið sem gerum einhverjum eitthvað? Við sem blásum lífi annað hvort í góða texta og þá gerum við sem betur fer fullt gott, auðvitað án textanna líka.
En það sem verra er, er það sem ég talaði um við Sigga hér að ofan, þegar lífi er blásið í vondan texta, siðferðisboðskap sem er talað inn í ákveðið félagslegt rými sem er ekki til í dag.
Ég veit í raun of litið um bakgrunn þessa handrits, en þetta skrifaði Ólafur til mín í athugasemd og ég leyfi mér að flytja hana hér inn.
"Sæl Jóhanna,
það er gaman frá því að segja að þessi Móðurbæn kemur úr gömlu handriti sem var upphaflega á arameísku, svokallað kryptískt guðspjall, sem þú veist allt um guðfræðingurinn ;)... ég fékk þetta handrit frá líbanskri konu fyrir um 20 árum og heillaðist af því að þar voru tvær bænir, bæði faðir vor og móðir vor.
Þetta varð til þess að ég þýddi handritið og gaf út undir heitinu "friðarboðskapur Jesú Krists" en í dag eru þessi handrit gefin út sem "friðarboðskapur essena" þetta var um 1990.
Helsta útbreiðsla bænarinnar er á ábyrgð hljómsveitarinnar Sigur-Rós, en þeir lásu bókina þegar þeir voru í hljóðveri hjá mér í Hvarfi og voru að gera sína fyrstu plötu VON... þeir heilluðust af móðurbæninni og hún varð textinn af laginu "Hún Jörð"... kannski að kirkjan væri öðruvísi ef að kvennvirðing hefði ríkt frá upphafi. En bænin er svona ef einhver er forvitinn:
Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
Og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
eins og hann er í þér.
Eins og þú
sendir hvern dag þína engla,
sendu þá einnig til oss.
Fyrirgefið oss vorar syndir,
eins og vér bætum fyrir
allar vorar syndir gagnvart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
Heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.
Amen "
Ólafur hélt auðvitað að ég vissi allt um þetta, en játa að ég þekkti þetta ekki, enda útskrifuð í febrúar 2003 og hef ekkert verið að lesa á þessum nótum síðan, aðeins bara rétt að kíkja - og tala sjálf, vissulega um guðfræði. Ég tel nefnilega að við eigum ekkert að hætta að skrifa guðfræði, út frá okkur - uppskriftabækurnar eiga ekkert að hætta að koma út. Svolítið lúið að elda alltaf út frá Helgu Sigurðar.
Ég fer kannski álíka í taugarnar á "rétttrúuðum" og nafna mín Vigdís fer í taugarnar í sumum kokkum, en ég held að maturinn hennar sé bara góður og fari bara býsna vel í liðið og sé þokkalega girnilegur.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 11:25
Sæl Jóhanna,
takk fyrir þennan góða pistil sem færir mig persónulega 20 ár aftur í tímann um það leiti sem bókin kom út... þá var hart tekist á, guðfræðiprófessorar, prestar, sértrúarmenn og jafnvel prestur kaþólsku kirkjunnar tjáðu sig um þetta rit í mörgum blaðagreinum á þeim tíma. Ég fékk heimssókn frá kaþólska prestinum sem var í Stykkishólmi á þeim tíma, séra Habet ef ég man rétt og fékk hann lánað hjá mér fleiri handrit sem ég hafði að geyma þá.
Sitt sýndist hverjum en umræðan var góð... helst að bókstafsmenn væru með upphrópanir um fölsun, en það er alþekkt að til eru mýmörg fornhandrit á guðspekilegum nótum sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir.
Edmond Bordeux Szekely, sem þýddi handritin úr arameísku var þekktur fræðimaður en hér er smá úrdráttur á ensku um hann:
Various biographies have said that Szekely took his Ph.D. at the University of Parisor at the Pasteur Institute, as well as other degrees at Viennaand LeipzigUniversities.[1]He also held professorships of Philosophy and Experimental Psychology at the Babeş-Bolyai Universityin Kolozsvár-Cluj-Napoca[1]and was conversant with Sanskrit, Aramaic, Greek and Latin, as well as several modern languages. His books were published in English, Romanian, Esperanto, German, French, Hungarian, and Spanish (*2).
Hvað sem allri fræðimennsku líður skiptir bókstafurinn ekki máli, sannleikurinn vitnar um sig sjálfur :)
Bókin sem ég þýddi með aðstoð Ingimars Ingimarssonar þýðanda sem nú er látinn, er ekki fáanleg lengur, ég á nokkur eintök og vil ég endilega senda þér eitt ef þú vilt. oli@hvarf.com
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 11:56
Takk kærlega Ólafur, þigg það með þökkum og gleði, gleði, gleði.
" Hvað sem allri fræðimennsku líður skiptir bókstafurinn ekki máli, sannleikurinn vitnar um sig sjálfur :) "
NKL
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 12:27
Þetta virðist við fyrstu sýn feik, að mínu áliti, þ.e. í þeim skilningi að eg efa stórlega að hann hafi fundið forn handrit sem segja akkúrat þetta. Hann gæti alveg haft einhver forn rit að hluta sem fyrirmynd, minnir soldið á budda.
En boðskapurinn góður í sjálfu sér, sýnist mér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2009 kl. 12:40
Ómar,
ég tók þessa umræðu á sínum tíma og hreinlega nenni því ekki lengur ;)
Ef menn vilja kynna sér þetta þá geta þeir gert það annars skiptir það engu máli.
Romain Rolland nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum koma að þessu líka til að segja eitthvað og væntanlega láta virtir menn í bókmenntaheiminum varla hanka sig á fölsun.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:53
"Virtir menn í bókmenntaheiminum," hafa margsinnis
látið gabbast af fölsunum og reyndar staðið fyrir þeim sjálfir.
Þetta er vandi sem við er að fást á flestum sviðum, þessi
veikleiki, að geta ekki komið hreint til dyranna aukinheldur
að þurfa að skreyta sig stolnum fjöðrum.
Húsari. (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:23
Ólafur, þetta er almennt viðurkennt feik meðal fræðinga.
Það er þó í þessu sem öðru ekki sama feik og feik.
Að um sé aðræða forn skjöl sem hann hafi fundið eða komist yfir á ólíklegustu stöðum er alveg örugglega ekki rétt.
En eins og áður sagði, þá gæti maður alveg trúað að hann hefði forn rit að hluta sem fyrirmynd en samt sem áður innsírað svo mikið af honum sjálfum að beisilí erum við að tala um höfundarverk umrædds aðila hérna. Er bara þannnig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2009 kl. 13:47
Sæl,
Það er sennilegt að ég hafi aðstoðað dóttur þína í Stærðfræði, enda hef ég kennt hana í c.a. 15 ár.
Alheimurinn er eitt Stærðfræðifurðuverk, hvort sem litið er til gang himintungla, eða farið yfir í smæsta hluta sköpunarverksins svo sem blóm.
Fyrir mér og fleiri slíkum aðilum er ljóst að Guð er Stærðfræðingur.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:50
Jú jú, maður getur aldrei fullyrt um svona hluti, en það breytir því ekki að gríðarlegt magn af skjölum og handritum er til.. ætli skjalasafn kaþólsku kirkjunnar megi ekki mæla í kílómetrum ef öll klaustur og allt er tekið með í reikninginn... þar gætu leynst fróðleg rit inn á milli.
Ég lít alls ekki á að gömul handrit skipti biblíuna nokkru máli eins og sumir vilja halda, hún er eins og hún var framsett og þar við situr.
En það er enginn ástæða að efast um þýðingar fræðimanna og fordæma eitthvað falsað... ef slíkt kæmi í ljós, sem hefur ekki gert, þá er það upplýsing.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 13:55
Einu sinni leitaðist hommi við að fá mig til lags við sig . En í hjarta mínu fann ég að það var eitthvað óeðlilegt á ferðinni . Yfir 80 % karlmanna virðast fá svipaða tilfinningu í hjarta sitt og ég, við svona kringumstæður . Hvaða ályktun gætum við dregið af þessu ?
enok (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 14:13
enok:
Við getum bara dregið þá ályktun að
a) þú sért gagnkynhneigður og því finnist þér óeðlilegt að karlmaður leiti á þig
b) þú sért samkynhneigður en viðkomandi einstaklingur hafi ekki höfðað til þín
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 14:53
svo má bæta við:
Samkynhneigðum körlum finnst örugglega ekkert eðlilegt að konur reyni við sig
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 14:56
Jóhanna hin spakmælda... enn nýtt viðnefni
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:03
eða kannski rétt að segja spakmælta með t... ohh íslenskan ;)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:08
Ólafur afslappaði í sólbaði, mátt kalla mig hvað sem er á meðan það er svona á jákvæðu nótunum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 15:26
Hmm, þegar yfir 80% prósent karlmanna finnst í hjarta sínu óeðlilegt að aðrir karlmenn leiti á þá, er ekki aðra ályktun að draga en þá, að karlmaður er girnist annann mann sé ekki í "norminu"
Svo er fólk að reyna að halda öðru fram . Furðulegt !
enok (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:34
er það málið enok minn? að vera piparkökukall í formi - og allt annað er "rejects" ?
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 15:44
Hmm, já auðvitað . . samkynhneigð finnst líka í dýraríkinu . Þá er málsvörn mín ónýt . SHITT !
enok (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:53
enok, hvað ertu að verja? Þarftu að verja gagnkynhneigð þína?
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 15:57
Ef þú ert svona upptekinn af normi, hvað segir þú um fólk sem er örvhent? Er það normal?
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 16:00
Er ég eitthvað meira upptekin af normi en þú ? Kynhneigð og örvhenta eru langt frá því að vera sambærileg .
enok (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 16:04
Ég átta mig ekki á muninum, getur þú útskýrt hann fyrir mér?
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 16:44
sénsinn að þetta hafi verið orð Jesú og þá allgjörlega í andstöðu við annað sem hann sagði og er ritað í Biblíunni. Það er vitað mál að Móse fékk boðorðin 10 á steintöflum sem voru svo geymdar í sáttmálsörkinni.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 5.12.2009 kl. 21:33
Er gaman að vera fljúgandi geðveikur?
Páll Geir Bjarnason, 6.12.2009 kl. 01:09
Sammála þér Jóhanna.
Sigurður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 01:20
Kudos, Páll Geir.
Einhver varð að spyrja drenginn.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 01:35
Falleg innræða hjá þér vinkona.
Steingrímur Helgason, 6.12.2009 kl. 01:41
Það er nú annars komið fram að þetta er hlægileg fölsun.Sá sem segist hafa fundið það tók því náttúrlega fram að það hafi verið á stað, sem búið var að sprengja í tætlur í stríðinu. Hann sýndi aldreiupprunalegt handrit, en segist hafa lesið þetta uppi á herbergi í Kaþólskum skóla. Hvernig hann lagði þetta á minnið, er svo hulin ráðgáta.
Skemmtilegt dæmi úr textanum, þar sem vandað er um fyrir drykkjumönnum og reykingamönnum.
"Resist day and night the temptations of Satan. Wake not by night, neither sleep by day, lest the angels of God depart from you.
"And take no delight in any drink, nor in any smoke from Satan, waking you by night and making you to sleep by day. For I tell you truly, all the drinks and smokes of Satan are abominations in the eyes of your God.
Honum var ekki ljóst blessuðum hvenær tóbak kom til álfunnar. Það mun hafa verið í byrjun 16. aldar, eins og allir vita.
Bókin er full af svona þvaðri og vitleysu. Mig skal ekki undra að Erlingi Þorsteinssyni finnist þetta merkilegt. Hann trúir öllu, sem í hann er logið.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2009 kl. 01:58
Varðandi yfirlýsingar Erlings um mig og mína getu til rökræðna, þá er það nú einu sinni svo, að okkur Erling greinir á um hvað kalla megi góðar heimildir.
Svo mikið gekk Erlingur fram af mér eitt sinn með því að notast við orð dæmdra glæpamanna sem heimildir um ótrúlega hluti, að ég skrifaði um hann smá eineltis-blogg.
Hvað sem getu minni til eins og annars líður, þá getið þið lesið um það í greininni hverslags dómadags vitleysinga og loddara hann Erlingur kýs að hlusta á og treysta.
Dæmi hver fyrir sig.
Takk samt fyrir að minnast svona víða á mig, Erlingur. Ég er þér greinilega ofarlega í huga. Ég ætti kannski að senda þér jólakort í ár
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 02:42
Það er rétt að ég svari þér Kristinn : endanlega og þessum Jóni Steinari. Þið félagarnir fullyrðið meira en þig getið staðið við. T.d. var Jón Steinar að vitna í algjörlega ómenntaðan aðila, sem var "vísindamaður" og átti að afhjúpa rannsóknarniðurstöður Ron Wyatt. Þegar ég síðan sýndi fram á að viðkomanadi aðili hafði verið afhjúpaður sem bullukollur. Þá var ég "leiðinlegur" að mati Jóns Steinars. Slík rökhyggjuvinnubrögð viðhafa einungis þeir sem vantar stórlega í.
Það hefur enginn sýnt mér fram á neitt í rannsóknarniðurstöðum Ron Wyatt, sem er beinlínis röng.
Ef svo er má senda mér tölvupóst um málið: erlingurt@gmail.com
Exodus 2008 myndin er unnin af fjölmörgum vísindamönnum. Heil ráðstefna var um málið og öllum ljóst að þær niðurstöður Ron Wyatt, sem voru til rannsóknar stóðust fyllilega.
sjá: http://stutturdreki.blog.is/blog/drekablog/entry/980767/
fjölmörg myndbönd sýna þetta ljóslega. Semsé við ítrékaðar rannsóknir var staðfest að niðurstöður Ron Wyatt voru réttar, raunar fundust fleiri dæmi. (Ég hef samt ekki séð myndina, bara úrdrátt úr mynd)
Þetta er auðvitað grundvallaratriði vísinda, það er að endurtaka má samskonar rannsóknir og fá út svipaða eða sömu niðurstöðu.
Hins vegar keypti ég mér disk um efnið, og það ættu fleiri að gera. Mjög trúverðug framsetning og niðurstöður.
Þegar ég benti á þetta atriði fór Kristinn að halda því fram að þessum 20-30 doktorum hafi öllum verið mútað.
Slík framsetning er Kristni til vansa, og fullyrðingar hans um annan aðila að hann sé glæpamaður og svo framvegis. Slíkt er mögulegt, en ekki hef ég séð að það sé rétt.
Einmitt: hafa það sem SANNARA reynist.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 07:44
Jón Steinar,
þú er nú oft ansi fljótur að álykta og heimildavinna þín nær oft ekki lengra en nokkrar sekúndur á google samkvæmt þessu sem þú hendir hér fram.
Hvað er það sem fær þig til að álykta að verið sé að tala um tóbak þegar hass á sér forna sögu í þessum heimshluta og Indlandi.
Þú ert þá sammála bókstaftrúarmönnum, en þeir fullyrða það sama og þú án þess að leita sér heimilda. Þegar ég tók þessa umræðu á sínum tíma átti ég í tali við klerka sem þekktu ritin vel og ekki upphrópaði kaþólski klerkurinn í klaustrinu í stykkishólmi verkin fölsuð.
En það vantaði ekki fáfræðiöskrið í ofsatrúarmönnum.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 08:31
Það þykir mér furðulegt Jóhanna, að þú skulir leggja að jöfnu samkynhneigð og örvhentu . Eins og þú veist ( ? ) þá hafa samkynhneigðir byrjað sem gagnkynhneigðir og farið svo út í samkynhneigð . Hefur það gerst hjá örvhentum aðila, að hann hafi orðið rétthentur seinna á æfinni ?
Það hef ég nú aldrei heyrt um . Svo er nokkur munur á því, hvort einhver hneigð stýri aðgerðum handar eða getnaðarlims . Eða finnst þér ekki ?
P.S gangi þér vel að sjá "ljósið" í þessu máli eins og mér ....
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 08:35
http://americansfortruth.com/
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 08:41
Erlingur segir:
Erlingur, vertu ekki svona ómerkilegur. Ég benti þér aðeins réttilega á, að hægt er að ráða hóp vísindamanna til að koma fram í mynd og tjá sig um eitt og annað, án þess að það sé gefið að þeir samþykki niðurstöðu myndarinnar. Það virtist einmitt bara vera einn aðili af þessum vísindamönnum sem tók undir þessa óskhyggju, og það var ofsatrúaður svíi eg ég man rétt.
Ron Wyatt er einfaldlega hlægilegur loddari eins og kemur fram í eineltisblogginu.
En stelum nú ekki þessu, þræði, Jóhönnu.
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 08:53
enok
Láttu ekki svona, hún leggur þetta ekkert að jöfnu, per se, heldur er að benda á að hvort tveggja eru meðfæddir eiginleikar.
Kristinn Theódórsson, 6.12.2009 kl. 08:55
Góðan dag, ég sé að mýsnar hafa farið að leika sér meðan kötturinn var í burtu.
Mig langar bara að ítreka, að mér finnst gaman að því að einhver - hver sem það var og hvenær - skuli hafa verið með svipaðar hugsanir og ég um guðdóminn og Biblíuna. Og notalegt að það sé talað um Guð sem móður, ekki síður en föður.
Fyrir mér er það ekki stóra málið hvenær þetta var skrifað, en auðvitað þarf að skoða þetta fræðimannlega líka. Mér þykir leiðinlegt samt að hafa þurft að stilla Ólafi upp í varnarstöðu fyrir þetta, með að vekja athygli á því.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:19
"sénsinn að þetta hafi verið orð Jesú og þá allgjörlega í andstöðu við annað sem hann sagði og er ritað í Biblíunni. Það er vitað mál að Móse fékk boðorðin 10 á steintöflum sem voru svo geymdar í sáttmálsörkinni."
Sigvarður, steintöflurnar komu ekki af himnum ofan með boðorðunum 10.
Guð skrifar ekki boðorðin sjálf/ur
Mér finnst þessiofangreindu skrif alveg eins "séns"sem orð Jesú eins og orðin sem eru í Biblíunni. Mér finnst mörg orð í Biblíunni bara alls ekkert "Jesúleg" .. án þess að fara að tína það til hér.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:27
Til Páls Geirs og Jóns Steinars:
Þvoið ykkur nú um munninn og lagfærið matrósarfötin ykkar.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:35
enok
Láttu ekki svona, hún leggur þetta ekkert að jöfnu, per se, heldur er að benda á að hvort tveggja eru meðfæddir eiginleikar.
Samkynhneigð er ekki meðfæddur eiginleiki . Það er bara plat . Á þessari síðu hér :
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 09:36
Takk fyrir innlitiið Steingrímur.
Jón Steinar, ég læt Ólaf um að svara þér varðandi sannleiksgildi og annað, þó að hann sé víst búinn, að eigin sögn - að fara í gegnum þessa umræðu áður og mér þyki leitt að stilla honum svona upp í varnarstöðu.
Kristinn, ég vissi að fyrr eða síðar myndir þú "droppa" inn og svara fyrir þig. Ég ætla ekki að ganga á milli ykkar Erlings, þið vonandi getið talað saman án þess að fara út í (of mikil) leiðindi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:40
Enok segir: "Það þykir mér furðulegt Jóhanna, að þú skulir leggja að jöfnu samkynhneigð og örvhentu . Eins og þú veist ( ? ) þá hafa samkynhneigðir byrjað sem gagnkynhneigðir og farið svo út í samkynhneigð . Hefur það gerst hjá örvhentum aðila, að hann hafi orðið rétthentur seinna á æfinni ?"
enok, Kristinn var búinn að svara þér - að það sem er sameiginlegt með örvhentu og samkynhneigð er að hún er meðfædd, eðlislæg.
Síðan eru það sumir sem eru fæddir bi-sexual eða tvíkynhneigðir og reyndar halda sumir því fram að allir séu tvíkynhneigðir, bara á mismunandi miklu róli.
Reyndar má benda á það í leiðinni að sumir eru jafnvígir á báðar hendur, svo það stemmir nú líka við samanburðinn.
Mæli með að þú horfir á myndina "En kort en lang"
Auðvitað kemur það fyrr fram á æviskeiðinu hvaða hendi fólki er tamara að nota, heldur en kynhneigðin, þar sem kynhvötin kviknar ekki það snemma - en það er hægt að sjá hegðunarmynstur hjá t.d. strákum á leikskólum sem gefur berlega til kynna hvert stefnir hjá þeim. Þeir velja t.d. að leika mun meira með stelpunum og í hefðbundnum stelpuleikjum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:52
http://americansfortruth.com/
Enok ég horði á viðtalið við Meredith, þú ert augljóslega ekki að skilja þetta. Konan var gift þrisvar og á fimm börn, hún hafði ekkert áttað sig á sinni kynhneigð og eflaust eins og margir hafa gert. Nú segist hún loksins hamingjusöm í sambandi, er það ekki aðal málið?
Í dag er fullt af fólki sem bælir kynhneigð sína - vegna trúmála, vegna félagslegs þrýstings og það þorir ekki að horfast í augu við sjálft sig.
Þegar hún sagði syni sínum frá því að hún væri samkynhneigð var svar hans " Ég veit" ... Hann hafði séð það á undan henni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 10:02
Sæl Jóhanna,
ég benti Jóni á að gefa sér ekki að tóbak hafi verið reykt í miðausturlöndum og Indlandi, auðvitað hafa menn reykt hass þar síðan löngu fyrir daga tímatalsins.
Hvað varðar orðstíl í ritinu svipar það nokkuð til fjallræðunnar, og er ekki laust við að þar finnist hið litla sem eftir er af hreinum orðum þessa ágæta fræðarar sem hlýtur að hafa verið uppi, því varla spretta fram trúarhópar og fylgjendur svona bara upp á sportið.
Ég hef heyrt því fleygt að fjallræðan sé í samræmi við lífsgildi og reglur Essena, það sem vekur furðu er að nánast allat heimildir um þá hafa horfið úr biblíunni, þrátt fyrir að þeir voru hinir sönnu gyðingar og fræðiritarar á þeim tíma og eru dauðahafshandritin góð sönnun þess.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 10:17
Ekki vildi ég vinna með flugmanni sem væri að stríða við það í 15 ár, hvort hann væri rétthentur eða ekki .
Hvenær á annars að gefa út bókina : Riðlast á ritningunni, Jóhanna ?
enok (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 10:23
Enok bara fyndinn ... Ég setti inn nýtt blogg fyrir þig - smelltu hér.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.12.2009 kl. 10:46
Sæl Jóhanna, frábær pistill hjá þér. Það er greinilegt að sumir leggja sig fram um að lesa og lesa, rökfræðin í athugasemdunum hér á undan fer stundum í berhögg við sjálfa sig. því eins og kemur fram í inngangi þínum er það kærleikur og umburðalyndi í brjósti hvers og eins sem skiptir mestu máli. Hvorki ritning í hinni heilögubók né kenningar ofsatrúarmanna geta breytt eini né neinu ef kærleikur er ekki fyrir hendi. Mannvonska, togstreita og yfirgangur þeirra sem best þykjast vita hefur veið ein helsta orsök stærstu styrjalda mannkynssögunar og linnir þeim ekki enn, því þröngsýni og fáfræði þeirra etur þeim út í baráttu sem þeir ráð síðan ekkert við og saklaust fólk, konur og börn láta lífið fyrir heimsku þeirra.
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 13:10
Sæl aftur Jóhanna, það er mér heiður og ánægja að komast í blogvina hóp þinn, kær kveðja Jón
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 13:13
Jahérna. Ég held að flestir heilbrigðir karlmenn myndu taka því sem hrósi að einhver reynir við þá, sama hvort það er karlmaður eða kona. Einu tilfellin sem ég gæti trúað að menn tækju því hugsanlega illa, væri ef karlmaðurinn eða konan sem er að reyna við þig gengur of langt þegar þú hefur gefið í skyn að þú viljir ekki taka þátt. Svo er lítið mál að athuga hvort erfðir hafa áhrif á samkynhneigð, leitum á Google að: monozygotic twins homosexuality. Þá finnur maður fjöldan allan af rannsóknum sem sýna að það eru meira en 50% líkur á því að einstaklingur sé samkynhneigður ef eineggja tvíburabróðir hans er það. Miðað við að eitthvað í kringum 3% eru samkynhneigðir er augljóslega fylgni milli erfða og samkynhneigðar.
Zaraþústra, 6.12.2009 kl. 13:46
Mikið rétt Zaraþústra, en ekki veit ég hvort þú sért kven eða karlkyns, en ég á marga vini af báðum kynjum, sumir karl vina minna eru samkynhneigðir og virðum við tilveru rétt hvors annars og getum sínt hvor öðrum væntum þykju án nokkurs kynferðislegs því tengdu. Einn þeirra segir meir að segja að hann þekki ekki eins gagnkynhneygðan eins og mig, nokkrir aðrir hafa verið að stríða mér með því að klípa í mig svona í gamni, en mér þykir alveg jafnt vænt um þá alla fyrir því. Þó þykir mér meir til kvenna koma þó ég þurfi ekki að sofa hjá þeim öllum, ég segi þó oft hve konur séu dásamlegar að hver maður þurfi að eiga amk tíu slíkar! Þæ eru hreint yndislegar!
Jón Svavarsson, 6.12.2009 kl. 14:09
Jóhanna, hvernig flokkar þú það sem þér finnst Jesúlegt? er það ekki Jesúlegt sem passar ekki við skoðanir þínar? Það er ekki hægt að flokka það úr sem manni hentar. Annað hvort tekur maður afstöðu með Guði allveg 100% eða ekki, þótt það samræmist ekki skoðunum okkar. Í fyrsta lagi að þá er Guð ekki að fara breyta orðum sínum til að þóknast okkur. Hugarfarsbreytingin þarf að eiga sér stað hjá okkur. Ég vil líka minna þig á að við erum sköpunin en ekki skaparar og því getum við ekki þóst vita betur en sá sem skapaði okkur.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 18:58
Alveg er það undarlegt hvað álit okkar á kynhneigðum mannskepnunar og hvað sé rétt og rangt í því, blandast oft inn í umræður um guð hinna Abrahamísku trúarbragða?
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 20:00
Gott að vita að Guð hefur stuðningsmaður í Sigvaldi. Kannski hefur hann þörf á því. Það hjómar nánast eins og Guð sé fotboltalið þegar Sigvaldur talar um 100% afstöðu. En auðvitað tekur maður ekki afstöður með Guð 100% eða ekki. Maður tekur afstöðu til biblíunnar og það sem hún segir um Guð. Og það er nú bara eitthvað allt annað. En ég veit að Sigvaldur skilur það ekki.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:34
Jakob ertu lesblindur? Ég heiti Sigvarður en ekki Sigvaldur
Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.12.2009 kl. 04:50
Enok,
Það er óeðlilegt að vera hommi, en það er eðlilegt að viss hluti mannkynsins séu hommar (eða lesbíur). Nú veit ég að einhver gæti hlaupið upp til handa og fóta og farið að æsa sig yfir því að ég skuli orða þetta svona, en ég er bara að nota orðið óeðlilegur í þeirri merkingu, að það sem er algengast er eðlilegt, en það sem sjaldgæft er óeðlilegt. Maður myndi t.d. ekki segja að hvítur hrafn sé eðlilegur. Annars er þetta vandmeðfarið orð og ætti að notast með varúð.
Ég held að flestum karlmönnum sé alveg sama þó að hommi reyni við þá. Það eina sem maður þarf að gera er að afþakka kurteislega og jafnvel benda viðkomandi á að maður sé gagnkynhneigður. Ég held að það sem er að plaga þig sé það að þú sért ekki alveg viss um kynhneigð þína. Þess vegna ógnar það þér að hommi reyni við þig. Þetta er mjög algengt. Þeir sem ganga lengst í aðagnúast út í homma og ganga jafnvel svo langt að vinna þeim mein, eru oft laumuhommar sjálfir. Þér liði ábyggilega betur ef þú kæmir bara út úr skápnum.
Hvað varðar flugmanninn sem væri að stríða við það í 15 ár hvort hann er rétt- eða ranghentur. Ætli hann væri ekki bara orðinn nokkurnvegin jafnvígur á báðar? Gerir það hann ekki bara að betri flugmanni? Móðurbróðir minn var örvhentur og afa mínum þótti það ekki ná nokkurri átt og þvingaði hann til að nota hægri hendina. Það gerði hann einmitt nokkurnvegin jafnvígan á báðar.
Theódór Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 08:51
Sigvarður,
Er Guð ekki alltaf að breyta orðum sínum til að þóknast okkur? Núna er t.d. nýbúið að endurþýða íslensku Biblíuna og breyta einu og öðru til að koma til móts tíðarandann. Hve oft heldurðu að þetta hafi ekki verið gert hingað og þangað um heiminn í gegn um aldirnar?
Þér til upplýsingar, þá er Jakob ekki Íslendingur heldur Dani að mér skilst, en það skýrir málfar hans. Í því samhengi finnst mér hann bara standa sig nokkuð vel.
Theódór Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 09:20
Takk fyrir þetta. Ég komst að því seint og um síðir að sennilega væri ég kristinn, í upphaflegum skilningi þessa orðs. Essenar eru vafalaust nær sannleikanum en nútíma kirkjudeildir.
Kári Harðarson, 7.12.2009 kl. 13:11
Ég var aðeins að kíkja yfir þetta og hallast að því að Sigvarður sé bara að bulla í okkur sér til gamans. Það getur ekki verið að hann sé svona klikkaður. Eða hvað? Á ég núna að borða sápu Jóhanna?
Theódór Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 13:43
Sæll Theódór, sendu mér netfangið þitt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 13:47
á johanna.magnusdottir@gmail.com
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 13:47
Sigvarður
Og ef ég nú var lesblindur? Gæti söfnin þín þá hjálp mér?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.