Nærum elskuna og sveltum óttann..

Ótti er andstæða elsku.

Hvers vegna heldur fólk fram hlutum sem það í raun trúir ekki? Er það kannski vegna þess að það misskilur trúna og óttast Guð í stað þess að treysta? Í stað Guðs elskunnar eða kærleikans verður Guð óttans allsráðandi? 

Hvert er birtingarform þessa átrúnaður óttans? 

Það er hræðsla við að hafa sjálfstæðar skoðanir og  treysta á eigið innsæi,  hvað er rétt og hvað er rangt. Þetta á bæði við í trú og pólitík. 

Fólk leyfir óttanum að setja eigin skynsemi hömlur og trúir ekki á  eigin kraft.  Það leyfir öðru fólki að ráða og þessir ráðandi leiðtogar eru e.t.v. þeir sem stjórna með ótta. 

Af hverju óttast fólk t.d. samkynhneigða (homophobia) ?  Er það vegna þess að áður þekkt heimsmynd þeirra riðlast? Er það vegna þess að það er hrætt við að missa einhver réttindi sem tilheyrði þeim einum í hendur fleirum (eins og hjónabandið t.d.).  Óttast  það kannski eigin kynhneigð? 

Manneskja sem telur sig trúaða á Jesú Krist ætti ekki að óttast svona mikið, hvorki homma né sjálfa sig og treysta þess meira. 

Það er mikið talað um óttann í forsögu kristninnar, fyrir fæðingu Jesú. En hver er svo kjarni kristinnar trúar.

Hverju svaraði Kristur um hið æðsta boðorð í lögmálinu? Sagði hann:

 „Óttast skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.’ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ‘Þú skalt óttast náunga þinn eins og sjálfan þig."

Nei auðvitað stendur ekki óttast heldur:

 „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.  Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ‘Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig." Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Mt 22.37-40)

Af hverju segir svo Jesús að þetta tvennt sé líkt?  Að elska Guð og að elska náunga sinn eins og sjálfan sig?  

Getur það verið að í raun sé það sami hlutur, fyrir trúaða manneskju, að elska Guð  og að elska sjálfa sig? 

Til að elska náungann þarf því líka elska náungann eins og sjálfan sig,  ekki meira eða minna. Það þýðir m.a. að við eigum að elska okkur nógu mikið til að treysta okkur sjálfum. 

Ég hef þörf fyrir Guð til að vera með mér í þessari jöfnu elskunnar, sumir hafa ekki þörf fyrir Guð og ég virði það auðvitað, það er kannski hámark traustsins á Guð að þurfa ekki á Guði að halda?  - þó það hljómi þversagnarkennt.   Það sem skiptir aðalmáli er að geta komið fram af heilindum og láta ekki stjórnast af ótta heldur af elsku.

Virðum fjölbreytileika mannlífsins og gleðjumst yfir því að í veröldinni eru ekki bara einlitir sokkar.

Verum ekki að halda á lofti því neikvæða og ljóta sem stendur í hinu forna riti Biblíunni, en flöggum því gjarnan sem þaðan má gott taka.  Einn uppáhalds spjallvinur telur það komast fyrir á einu A - 4 blaði,  líklegast verða það nú  fleiri síður, annars skiptir magnið ekki aðalmáli þar, heldur gæðin.  Kjarninn er á hreinu - það er Elska. 

Hættum að fita óttann en nærum elskuna til sjálfra okkar og náungans = Make LOVE not WAR. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Að óttast Guð er að bera virðingu fyrir honum, ekki vera eitthvað hræddur. Guð er kærleikur. Hjónaband er karl og kona. Það að elska aðra er ekki það sama og samþykja allt sem þeir gera. Fyrir mér eru samkynhneigðir bara einstaklingar og sem slíka elskar maður þá. Mér finnst það ekki rétt að flokka þessi grey í einhvern sér þjóðflokk.

En ég er allgjörlega sammála þér að maður eigi að lifa í Kærleika og læra elska sjálfan sig og treysta sjálfum sér svo maður geti endurspeglað það til annara. Annars takk fyrir góða færslu :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert yndisleg frænka mín, við eigum ekki að halda á lofti hinu neikvæða í okkur sjálfum því það kemur bara þaðan, hvort sem það er okkar forpokun eða áhrif frá öðrum, mistúlkun á einhverju sem við lesum, eða okkur er sagt að lesa.

Á minni löngu ævi var ég oft vör við fordóma ef maður talaði um sína trú á guð og hvernig maður sæi hina ýmsu hluti, það hafði áhrif í mörg ár talaði ég ekki um mínar skoðanir.

Í dag segi ég þær hispurslaust, en virði annarra skoðanir einnig, en virði ekki meiðandi ummæli.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 10:00

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Í mínum huga er hjónaband ekki karl og kona. Hjónaband er band ástar og trúfesti sem bindur tvo aðila saman, sem deila þessu tvennu saman. Án ástarinnar, trúfestinnar og virðingarinnar er ekkert til sem heitir hjónaband. Ef að þessar tilfinningar eru til á milli tveggja einstaklinga óháð kyni og kynhneigð, þá er til eitthvað sem heitir hjónaband.  Það eru tilfinningarnar sem ríkja á milli fólks sem helga hjónabandið, ekki kyn þess. Á sama hátt eru það vondar tilfinningar sem vanhelga hjónabandið eins og þegar ofbeldi á sér stað innan hjónabandsins. Þetta tvennt er alltaf bundið órofa böndum!

Síðan er það ömurleg afstaða að kalla samkynhneigða "grey". Það er slæmur ávani að tala niður til fólks á þennan hátt, samkynhneigðir eru manneskjur með reisn sem lífa því lífi sem þau hafa valið og er rétt fyrir þau. Þau eru nákvæmlega eins og þau eru, eins og segir í frábærum texta einum !

kveðja til þín Jóhanna og takk fyrir góðan pistil !

Sunna Dóra Möller, 29.11.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigvarði finnst ekki rétt... "að flokka þessi grey í einhvern sérþjóðflokk"... Af hverju grey ???

Góður, fallegur og sannur pistill hjá þér Jóhanna mín

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 16:45

6 identicon

Að lifa í guðsótta og góðum siðum þótti nauðsynlegt hér áður fyrr, af hverju að óttast guðdóminn er hann ekki kærleiksríkur og umburðarlyndur,eigum við að þurfa að óttast hið góða og elskuna sem er nauðsynleg í mannlegum samskiptum.Skiptir þá máli hvort elskan er sýnd karli eða konu.Það er gallinn við þessa strangtrúuðu biblíurýnendur að þeir sjá alltaf guð í himinhæðum með refsivöndinn í öðru horninu og skrattann í vítiseldum í hinu horninu,síðan túlka þeir allt eftir sínu höfði rambandi á milli hornanna.Þeir ættu að skoða hverju þeir halda fram hverju sinni og muna eftir kærleikanum í eigin huga. 

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 17:41

7 identicon

Í hvert skiptið sem þið horfið í spegil þá sjáið þið það sem þið kallið guð, þið sjáið eigin forgengileika.. þið varpið þessu öllu yfir á lygasögur um guði, tilbúin manngerð snuð, hughreystandi lygar sem eru alls ekki hughreystandi.

Ég minni líka á að allir einræðisherrar sögunnar skipa fólki að elska sig, þeir sem elska þá ekki munu verða teknir úr umferð.

Mér er algerlega fyrirmunað að sjá nokkuð í þessum guði ykkar sem getur talist kærleikur.. ég get bara séð mjög slæman einræðisherra... og hann Jesú karlinn... hann var að hóta ykkur, hann var ekki að boða kærleika.
Þetta er "yfirnáttúrulegt" "Stokkhólms" heilkenni sem er að hrjá ykkur krakkar...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:52

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála Millu, Jónínu, Sunnu og Sigurgeiri og þakka Ásdísi hjartað.

Sigvarður, pældu aðeins betur í þessu sem ég skrifaði varðandi samkynhneigð og því t.d. sem Sunna skrifaði.

DoctorE,  þó þér sé  persónulega fyrirmunað að sjá kærleikann í Guði, eru mjög margir sem sjá hann. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 20:26

9 identicon

Ég veit að það er til fólk sem dásamar Hitler líka... og eflaust myndu miklu fleiri gera það ef það teldi að hann gæti skaffað extra líf..í lúxus.

Spillingin fer með besta fólk á neðsta plan...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:33

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þú verðir að skilgreina þetta óljósa hugtak "Guð" áður en þú eignar því kærleik.  Væntanlega ert þú með einhverja eimaða prívatútgáfu af þessu, en ég get sagt þér með vissu að sá Guð sem þú talar um er ekki í Biblíunni og þaðan af síður í Kóraninum.

Þú ert farinn að hljóma ansi þráhyggjulega, þegar þú snýrð alltaf að sömu niðurstöðunni sama hversu oft þér er sýnt að hun er röng.

Nú skuldar þú okkur blogg, sem skilgreinir fyrir okkur hvað þetta hugtak er í þínum augum. Annars er ekki hægt að ræða þetta á vitrænum nótum.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 22:02

11 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

grey er af því að þeir spila sig svo mikið sem fórnarlömb. En ég er bara ekki sammála með hjónabandið. Ég tek afstöðu með Orði Guðs og skilgreyning Guðs á hjónabandi er karl og kona.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 22:04

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svoma til að vera nákvæmari, þá lít ég á að það sé hægt að kenna kærleiks á tvenna vegu. Það er að kenna hans innra með sér í garð einhvers, án þess að hann sé nálægur og skynji hann af látæði og svo aftur með því að sýna hann í verki. Annað tal um kærleik eru hreinar loftbólur.

Tilvitnanir í bronzaldartextann eru að sama skapi orðin tóm, auk þess sem auðvelt er að finna þversagnir við það í bókinni.

Í því samhengi vil ég spyrja þig, hvernig skynjar þú kærleik Guðs eða hvernig er þér sýndur hann í verki?  Þ.e. kæleikur, sem ekki er sýndur af samferðarmönnum.

Þú ættir að geta gert þetta fyrst þú ert svo staðföst á þessari tilvist guðsins.  Þetta eitt ætti í raun og veru að vera tækifæri fyrir þig til að sanna hana.

Hafðu í huga að þetta þyrfti að vera ansi sértækt og benda eindregið til hins yfirnáttúrlega, ef þú ætlar að gefa því kreditið.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 22:45

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætlaði að bæta því við að mér fyndist þessi ASigvarður vera borderline þroskaheft megafífl, en kann ekki við að vera dónalegur, svo ég sleppi því.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2009 kl. 22:47

14 identicon

Sigvarður þú tekur ekki afstöðu með neinu orði guðs.. þú tekur afstöðu með sjálfum þér og græðginni sem er að drepa þig, þú ert svo gráðugur í eilífðarlúxusinn að þú ert tilbúinn að traðka á mannréttindum fólks..

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:48

15 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jón Steinar og DoctorE grow up. Mikið er það gott að vera hataður fyrir trú sína, enda er það í samræmi við orð frelsans, hann sagði að maður yrði hataður hans vegna.

Orðskviðirnir segja: Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta manns gagnvart öðrum.

Eins og þú ert , þannig heldurðu að aðrir séu. Guð blessi ykkur ;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2009 kl. 23:37

16 identicon

Typical setningar:

Og hvað sagði Jesú hérna.. hann sagði að við fáum eilíft líf... húrra húrra magic is real, death is unreal.
Og hvað gerði Guddi þarna: hann drap, hann drap svona marga: Húrra húrra flott hjá honum og við fáum eilíft líf... guddi er góður.. hellelúja

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:37

17 identicon

Kristnir í USA að koma á dauðarefsingum í Úganda fyrir það eitt að vera samkynhneigður...
http://www.pensitoreview.com/2009/11/25/the-family-c-street-group-tied-to-uganda-death-penalty-for-gays/

það gengur ekki upp hjá ykkur að brosa og skrifa væmnar setningar um einhvern kærleika og miskunn.. annað hvort eruð þið partur af lausninni eða partur af vandamálinu.. að vera skráður í trúarsöfnuði er að vera partur af vandamálinu.. sem og að plögga pörtum af boðskapnum og dissa allt ógeðið sem er í honum

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 23:45

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sigvarður á nærbolnum. Ég sagði nú þarna að ég myndi ekki segja það ssem mér finnst um þig, eftir að hafa raunar fylgst meðvitfirringu þinni talsvert lengi. Þú staðfestir hinsvegar enn og aftur tilfinningu mína með að spúa út biblíutextum, enda áttu ekkert sjálfstætt hyggjuvit að því er virðist.

Samkvæmt tilvitnun þinni hinsvegar, þá ert þú líklega sama greyið og í fórnarlambaleiknum og þú telur samkynhneigða vera.  Hvað er vandamálið með þig?

Þér finnst í lagi að blása hér fordómum þínum og hómófóbíu yfir fólk og felur þig á bak við fabúlur biblíunnar í lágkúru þinni og hugleysi. Leggur minnihlutahóp í einelti, sem þið hafið ofsótt í gegnum aldirnar og finnst það bara allt í hinu fína af því að skruddan þín segir það.

Af hverju gengur þú bara ekki alla leið í biblíusiðferðinu þínu og ferð að útdeila dauðarefsingum, hata þína nánustu og þar fram eftir götunum. Viltu ekki útskúfa fólki sem býr í óvígðri sambúð líka?  Listinn er langur. Heltu nú öllum gornum yfir okkur og sýnduokkur virkilega hvaða mann þú hefur að geyma í skjóli hræsninnar.

Þú segir þig ofsóttann vegna trúar þinnar. Þar hefur þú aldeilis endaskipti á rökum tilverunnar, því ástæða andófs gegn ykkur eru ofsóknir ykkar í garð minnihlutahópa í nafni trúar. Ekki bara fyrirlitning á hommum og lessum heldur á öðrum trúarbrögðum og jafnvel trúbrotum, sem kenna sig við kristni.

Þú telur þig hafa höndlað hinn eina og sanna sannleika. Allir aðrir eru réttlátlega dæmdir til helvítisvistar á meðan þú telur þig eiga VIP sæti handan grafar og dauða.  Það allt út af bók, sem margsýnt hefur verið fram á að er skáldskapur og stjórntæki á andlega veikburða eins og þig.

Ef þú vilt fá frið með ruglið í þér þá hafðu vit á að halda því fyrir sjálfan þig og hætta að bera sjálfsréttlætingu þína á torgþér til misskilinnar upphefðar og öðrum til armæðu. Í stuttu máli sagt. Hafðu vit á að þegja. Það kærir sig enginn um að vita hvað er að hrærast í þínum ruglaða kolli.

Svo undrastu að mér finnist þú fífl?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 00:05

19 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jón Steinar þú ert rosa harður á bakvið skjáin en mér þætti gaman að sjá þig þora tala svona face to face. Það skiptir mig engu máli hvert þitt álit á mér er og hvað þú segir, það hefur engin áhrif á mig, eina sem ég geri þegar ég les það sem þú skrifar er að ég brosi og finn til meðaumkunar til þín. Guð blessi þig vinur og opni augun þín. Jesús elskar þig ...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.11.2009 kl. 10:16

20 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sigvarður er líklega að koma niður af meðferð. Menn eru oft svona kolgeggjaðir öfgamenn á meðan þeir jafna sig á Bakkusi og vinum hans.

Sigvarður, þetta verður allt í lagi, ekki gráta.

Kristinn Theódórsson, 30.11.2009 kl. 10:38

21 identicon

Nei eru þetta ekki ógnir sem Sigvarður er að bera á borð fyrir okkur hérna.. .mér sýnist hann vera að gefa í skyn að hann myndi ráðast á Prakkarann.

Já ég hugsa að Sigvarður sé búinn að brenna á sér heilann lengi vel með einhverjum eiturefnum... nú er svo komið að hann telur að master of the universe og hann séu best buddies.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:54

22 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það getur verið heilmikið jákvætt og gott að frelsast til trúar og geta lifað fordómalaust með sinni trú. Það getur verið dýrmætt þegar trúin veitir þér frelsi til að lifa og starfa og skila þínu til samfélagsins, eiga góð samskipti við þína nánustu og við náungann. Það er sannarlega frelsi að lifa sátt við sitt og geta skilið þannig við þegar kallið kemur. Nú vil ég ekki taka neina afstöðu til þess hvort Sigvarður umræddur hafi á einhverju stigi mála frelsast til trúar frá einhverju sem hefur hneppt hann í ánauð af einhverju tagi. Til þess að geta gert það myndi ég þurfa að vita meira. Það er auðvelt að stíga fram með Biblíuna og finna rök með flestu slæmu og einnig mörgu góðu. Við getum fært rök með þrælahaldi, kúgun kvenna og barna, hreinum yfirráðum hvítra miðaldra gagnkynhneigðra karlmanna og mörgu, mörgu fleiru. Við getum einnig fundið rök með flestu andstæðu, frelsi kvenna og barna, frelsun þræla og því að hvítir gagnkynhneigðir karlmenn bulli stanslaust um sín meintu yfirráð og margt fleira mætti týna hér til. Ætli það sé ekki þess vegna sem hér er verið að karpa út í það endalausa um hina helgu bók sem hefur svo margt fram að færa um svo marga hluti. Við gagnrýnum þau sem trúa beint á bókstafinn um leið og þau eru gagnrýnd sem vilja skoða hlutina nánar, leita samhengis, fara bak við textann og finna umhverfið sem hann er skrifaður inn, með þá þann tilgang að leita svara. Þetta fólk er að mati margra ekki eins trúað, þau eru að velja hið góða og horfast ekki í augu við allt hið vonda sem Biblían boðar, þá er miklu eðlilegra að vera bókstafstrúar, þó að bókstafstrúin velji og hafni eins og enginn sé morgundagurinn...þetta er allt eflaust gagnrýni og ámælisvert eins og svo margt annað í hinni veröld.

En það er engum til sóma að níða annað fólk, hvort sem níðið kemur frá trúuðum, trúlausum eða einhverjum öðrum. Sigvarður hefur greinilega tamið sér í krafti sinnar frelsunar að tala niður til þeirra sem eru ekki á hans plani, þau eru grey og síðan klikkir hann út með vel þekktu ofbeldi og segir: Jesús elskar þig.....aðrir koma fram og kalla hann fífl á móti! Það má ætla að hér telji fólk að þetta sé umræðunni til framdráttar á einhvern ankannalegan hátt, á meðan sumir hreinlega gefast upp og hugsa að sum orð dæmi sig sjálf og séu um leið ekki svara verð! Sitt sýnist þó hverjum!

 Pax!

Sunna Dóra Möller, 30.11.2009 kl. 12:50

23 identicon

Sunna Dóra blessunin komin í Christian Appologist gírinn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:05

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Sunna;

"En það er engum til sóma að níða annað fólk, hvort sem níðið kemur frá trúuðum, trúlausum eða einhverjum öðrum."

Tek undir þetta!

Strákar verið prúðir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 13:13

25 identicon

Ég er búinn að vera prúðmennskan uppmáluð... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:30

26 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

DoctorE og Kristinn, ég er ekki að koma niður af neyslu, ég er búin að vera edrú í tæp 10 ár þótt ég sé ekki gamall. Og ég er ekki með neinar ógnir í garð neins. Ég er að benda á að sumir eru einungis hugrakkir á bakvið skjáinn, og eru skíthræddir í raunverulegum mannlegum samskiptum. Ég ræðst ekki á fólk og beiti ekki ofbeldi. Það má vera að þið séuð þannig ... en ég nenni ekki að svara ykkur meira, enda er eina markmiðið ykkar að fara inn á síður hjá trúuðu fólki og rífa kjaft.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.11.2009 kl. 13:33

27 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er orðin svo ryðguð í kristinni trúvörn DrE að ég efast um að ég hætti mér út á mjög svo hála ísa hér í umræðunni. Er orðin værukær prestsmaddamma í sveit norður í landi, þar sem allt er barasta í kyrrð og ró og ég bara baka og fer með hundinn í göngutúra þess á milli ! Hver veit nema að þegar ég fer að lesa á ný eitthvað í þessum fræðum að mér vaxi ásmegin .... vegir Guðs eru órannsakanlegir eins og allir vita !

Sunna Dóra Möller, 30.11.2009 kl. 14:12

28 Smámynd: Kristinn Theódórsson

[..] ég er búin að vera edrú í tæp 10 ár þótt ég sé ekki gamall.

Grunaði ekki Gvend. Fáir verða eins skemmdur í ofsatrúnni og þeir sem skipta flöskunni út fyrir Jesú.

Það er gott að hata - gæti það fólk sungið við lagið hans Bubba, en samt kallað það elsku að benda á homma og kalla þá "grey",

Skilyrt siðgæði, það læra menn þegar þeir lesa biblíuna í gegnum vodkaflöskubotninn.

Þetta bráðnar af þér á tíu árum til, Sigvarður, þú ert bara seinþroska. Það á við um marga og er ekkert stórfurðulegt. Ég er t.d. dálítið seinþroska. Þú getur nartað á því ef þig vantar eitthvað nýtt til að hatast út í.

Kristinn Theódórsson, 30.11.2009 kl. 14:25

29 identicon

Sæl kæra systir, nú verð ég að vera ósammála þér, því miður.  Ást og hatur eru andstæður, ekki ást og ótti.  Ég get ekki elskað og hatað sama einstaklinginn á sama tíma án þess að ég bíði tjón á sálinni allavega.  Hins vegar elska ég og óttast minn Guð.  Ég óttast ekkert meira en að horfa frá honum og að mæta honum óverðugur, án þess að kannast við syndir mínar.  En þar sem Guð er kærleikur er dómur hans mildur!  Ég óttast ekkert meir en að gera eitthvað á hlut þeirra sem ég elska. 

Brynjolfur Magnusson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:47

30 Smámynd: Kristinn Theódórsson

E. Tolle færir ágæt rök fyrir því að hatur og illska spretti af óttanum. Þess vegna sé óttinn andstæða ástarinnar (hamingjunnar) en ekki hatrið.

Kristinn Theódórsson, 30.11.2009 kl. 19:55

31 identicon

Það er alveg ljóst að líf Brynjólfs hér að ofan er gegnumsýrt og skemmt vegna guðs biblíu... hann er í ímynduðum fangabúðum óttans, óttast mjög svo að ímyndaði fangavörðurinn muni buffa hann svo um munar.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 21:49

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"En það er engum til sóma að níða annað fólk, hvort sem níðið kemur frá trúuðum, trúlausum eða einhverjum öðrum."

Endurtekið að gefnu tilefni.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 22:29

33 identicon

Passaðu þig bara á að Rósa súperofurkrissi komi ekki og taki vögguvísu á þetta

Alveg magnað .. einhver krissi kominn í þrot þá dembast yfir fólk vögguvísur og væmnikviður :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband