Rósemd og friður, með sól í hjarta og sinni ..

Nú er kominn tími til að temja (blogg)öldur, takast á við nýjan tíma og ný tengsl. Við göngum inn í daginn, væntanlega og vonandi með sól í sáttu hjarta þó að dimmur sé dagurinn. Verkefnin eru ærin, að sinna fjölskyldu, vinum og starfi. Ekki síst sjálfum sér, því að til þess að við getum sinnt öðru og öðrum þurfum við auðvitað að vera meðvituð fyrst og fremst um okkur sjálf. 

Það er mikilvægt að laða að sér hið góða, rækta það, vökva og vernda.

Grátt og úfið hafið439965007_f3fac16b53

stundum

þegar það var kyrrt


sólin skein


reri hún

litlum báti

inn í geislana

lagðist á bakið

og var ein með

sínum gula vini

sem sáldraði á hana

freknum


Ingunn Snædal          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Jóhanna.

 Góð færsla og umhugsunarsöm ,fyrir okkur hin, líka.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 07:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

A+

Jónína Dúadóttir, 9.11.2009 kl. 08:08

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Jóhanna.

 Þín fallegu orð,eru í tíma töluð.

Ein fræg,setning biblíunnar.Losa þú bjálkann úr auga þínu,áður en reynir að losa flísina úr auga annars. Á oft við nú um stundir.

Gangi þér allt í haginn og eigu góðar stundir með sjálfum þér.

Ingvi Rúnar Einarsson, 9.11.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér færðu.... Ingvi Iúnar fær flísatöng.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 10:53

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegust mín, takk fyrir mig, og svo satt er það sem þú segir, en við höfum nú verið að sinna okkur og okkar eins og við best getum og höfum vit til.
Það er allavega mín skoðun.
Ljós og gleði sendi ég þér og bara öllum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2009 kl. 11:07

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jónína ++

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:33

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Þórarinn minn, fyrir orðin þín 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:34

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gangi þér sömuleiðis allt í haginn Ingvi Rúnar.  Skelli hér einu  á þig líka

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Milla með kærleika án landamæra

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:35

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Og síðast en ekki síst,  Jón Steinar þriggja knúsari.

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:37

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2009 kl. 22:40

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.11.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband