Andi ...

 Hefur þú hugleitt hvernig andi verður til? Getur verið að við sköpum sjálf andann?  Og af hverju ekki, þegar við erum sköpuð í mynd Guðs og erum því nokkurs konar framlenging af Guði? Manneskjan er eins og lítil veröld- á meðan Guð er hin stóra, alltumvefjandi.

Við erum litlir Jónar og litlar Gunnur sem sköpum, þegar andinn kemur yfir okkur.  Við tölum um anda á heimilinu, anda á vinnustað o.fl. og svo skapast líka einhvers konar andi á milli fólks, eða er það e.t.v. bara efnafræði?  Ég hef "kynnst" mörgu fólki í gegnum skrif þess á blogginu, og frá sumum finnst mér stafa kaldur andi og öðrum hlýr - en auðvitað mjög hlustlaust frá mörgum. Hvernig er þetta hægt?

Þarf marga til að skapa góðan anda eða dugar að einn sé "í stuði" og geti smitað þessum anda?  Ég þekki svona fólk sem hreinlega skín af góðum anda. Smile  En svo þekki ég líka fólk sem er þannig að þegar það kemur inn í herbergi þá er eins og óveðursský, með fýlusvip meira að segja, hangi yfir hausnum á því.

Við eigum öll okkar daga, suma dásamlega daga þar sem við skínum eins og sól í heiði en suma þar sem við erum með hausinn grafinn inni í óveðursskýinu. Kannski getum við stjórnað því svolítið. Sumir segja að við séum það sem við hugsum og það held ég að sé rétt, ég held það að minnsta kosti þar til og ef ég held eitthvað annað.

Og svo veljum við bara það sem við viljum sjá.

Hálffullt eða hálftómt glas. Fólk horfir líka á veröldina eftir í hvernig ástandi það er. Sá sem er fúll eða niðurdreginn sér auðvitað ekkert nema ljótleika á meðan aðrir sjá fegurðina í hinu smæsta. Ég gekk einu sinni frá Garðabæ til Kópavogs með vinkonu minni sem var orðin veik af krabbameini. Hún kunni að njóta þeirra daga sem henni leið vel og þarna vorum við á hennar góða degi, en eins og leiðin milli Garðabæjar og Kópavogs er tja.. ekkert falleg, eða svo fannst mér þegar ég lagði af stað, fann hún endalausa fegurð á leiðinni. Benti á skýin - "mikið ofboðslega eru skýin falleg í dag" ..  ég held ég hafi sjaldan upplifað eins mikinn lærdóm og á þessum göngutúr okkar .. 

Máttur hugans er mun meiri en við gerum okkur grein fyrir, máttur til að velja.  
Þetta þekkja allir sem hafa lesið eitthvað um viðhorf, viðbrögð og t.d. að taka ábyrgð á sjálfum sér. Við getum nefnilega valið viðbragðið okkar. Eftir því sem við erum í betra jafnvægi eigum við auðveldara með að velja viðbragð. Velja það að stýra okkar eigin lífi en ekki láta aðra koma okkur úr jafnvægi. Vera stýrimenn og konur á eigin huga. Hvort það er blekking eða þekking það er svo annað mál...   

Jæja þetta var bara svona smá hugsað upphátt í lok vinnudags...  langar svo að deila með ykkur smá úr Ljóðaljóðum sem er bók í  Biblíunni; þið ráðið alveg hvort þið lesið þetta sem Guðs orð eða manns, eða kannski bara orð manns með anda, kannski anda Guðs  ..



1 Hversu fagrir eru fætur þínir í ilskónum,
þú höfðingjadóttir!
Ávali mjaðma þinna er eins og hálsmen,
handaverk listasmiðs,
2 skaut þitt kringlótt skál,
er eigi má skorta vínblönduna,
kviður þinn hveitibingur,
kringsettur liljum,
3 brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar,
skóggeitar-tvíburar.
4 Háls þinn er eins og fílabeinsturn,
augu þín sem tjarnir hjá Hesbon,
við hlið Batrabbím,
nef þitt eins og Líbanonsturninn,
sem veit að Damaskus.
5 Höfuðið á þér er eins og Karmel
og höfuðhár þitt sem purpuri,
konungurinn er fjötraður af lokkunum.
6 Hversu fögur ertu og hversu yndisleg ertu,
ástin mín, í yndisnautnunum.
7 Vöxtur þinn líkist pálmavið
og brjóst þín vínberjum.
8 Ég hugsa: Ég verð að fara upp í pálmann,
grípa í greinar hans.
Ó, að brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins
og ilmurinn úr nefi þínu eplum,
9 og gómur þinn góðu víni.

Song-of-Songs2m

Það er velkomið að setja inn væmnar athugasemdir, en aulahúmor,  uppnefningar  og tal um fjöldamorðingja frábið ég mér algjörlega í þetta sinn .. 

Lifum heil .. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna ertu endanlega að snappa vina mín

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk vinur minn, lítill fugl hvíslaði því einmitt að mér að þú yrðir fyrstur til að kommenta hjá vinkonu þinni ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

P.s. ég er annars ekki frá því að þú skínir í dag!

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ó já hann skín í dag þessi elska. Við erum það sem við hugsum og veit ég með mig að ef eitthvað ætlar að kaffæra mig þá hugsa ég til guðs og bið hann að taka frá mér??? og það gerist, allavega líður mér ævilega betur, jafnvel fer kalda fólkið í betri lund.

Ljóðið er gott og myndin er yndisleg.

Ljós og frið í nóttina þína.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk elskulegust, Milla mín sem ert svo örlát á ljósið þitt.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2009 kl. 21:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill hjá þér Jóhanna mín.  Já svo sannarlega getum við bæði drepið niður í kring um okkur eða híft upp móralin allt eftir því hvernig við sjálf erum stemmd.  Og þetta með hálf fullt glas eða hálftóms er gott dæmi.  Ég er alltaf frekar bjartsýn og vil trúa því besta, en ég þekki fólk sem alltaf tekur neðri línuna og sér annað út úr hlutunum en ég.   Ég held að mér líði betur með mitt hálf fulla glas en þeim með sitt hálf tóma.  Takk ljúfan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:44

7 identicon

fj-andi... <---+

Og nei, við erum ekki það sem við hugsum.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 00:02

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Christian Myspace Layouts

Bara að vera gjaldgengur.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 06:16

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur mín, þú ert einmitt ein af þessum fjársjóðum sem ég hef kynnst hér á blogginu, eins og Milla. Endalaust örlæti streymir fram af ykkur, og þið hafið mikið til að gefa.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 07:11

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

DoctorE,  ég vona að allur andi sem þú finnur fyrir sé ekki fj-andi? Ég held ekki, þetta er allt í nösunum á þér.  Lokaðu nú augunum og hallaðu þér aftur, hugsaðu um ilm af vanillu eða rósum, ég held að þá verði ekki fj-andinn laus.. heldur eitthvað allt allt annað ..  

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 07:15

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar !!! ..    ...

DOUZE POINTS ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 07:22

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við getum alveg stjórnað megninu af hugsunum okkar og viðhorfum... við getum valið að vera jákvæð... alveg eins og það er val að vera neikvæð/ur.... Þetta er flottur pistill hjá þér

Jónína Dúadóttir, 5.11.2009 kl. 07:55

13 Smámynd: Arnar

Hefur þú hugleitt hvernig andi verður til? 

Hef meira svona hugleitt hvort andar séu til yfir höfuð.

Getur verið að við sköpum sjálf andann?

Já, er reyndar alveg hand viss um að allir andar séu skapaðir af &#39;okkur sjálfum&#39;, alveg eins og aðrir uppskáldaðir hlutir.

Og kanntu textan við Littlu Gunnu og littla Jón?

Við lítinn vog, í litlum bæ
er lítið hús, lítið hús.
Í leyni inni í lágum vegg
er lítil mús, lítil mús.
Um litlar stofur læðast hæg
og lítil hjón,
því lágvaxin er litla Gunna
og litli Jón.

Þau eiga lágt og lítið borð
og lítinn disk, lítinn disk,
og litla skeið og lítinn hníf
og lítinn fisk, lítinn fisk,
og lítið kaffi, lítið brauð
og lítil grjón,
því lítið borða litla Gunna
og litli Jón.

Þau eiga bæði létt og lítil
leyndarmál, leyndarmál.
Og lífið gaf þeim lítinn heila
og litla sál, litla sál.

Þau miða allt við sitt litla líf
við lítinn bæ
og lágan himinn, litla jörð
og lygnan sæ.

Þau höfðu lengi litla von
um lítil börn, lítil börn,
sem léku sér með lítil skip
við litla tjörn, litla tjörn.
En loksins sveik sú litla von
þau litlu flón
og lítið elskar litla Gunna
hann litla Jón.


                    Höfundur: Davíð Stefánsson 

Feitletrun mín.

Oh, og næstu tvær setningar gefa í skyn að þau séu heimsk, samkvæmt skilgreiningu Hávamála.

Ekki það að ég sé að gefa það í skyn að þú sért með lítinn heila eða sért smásál, bara svo anskoti leiðinlegur að benda þér á að myndlíkingin hjá þér er kannski smá óheppileg. 

Arnar, 5.11.2009 kl. 12:12

14 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæl Jóhanna.

Hér hittir þú marga nagla á höfuðið á snjallan hátt. Ennfremur er greinilegt að andinn hefur verið "yfir þér" þegar þú ritaðir þessar pælingar - og ákvaðst að deila þeim með öðrum. Ég sé í anda fyrir mér hvernig orðin hafa flætt fram í opnum huga þér af velvilja og kærleik eins og eitthvað hvetti þig til skrifta.
Til að vega upp á móti hinu neikvæða sem offramboð er af í umhverfi okkar, efnislegu sem andlegu, þá veitir ekki af jákvæðum orðum eins og þínum.

"Orð eru til alls fyrst", segir gamalt orðtæki. Það lýtur að hinu sýnilega og efnislega þegar kemur að framkvæmd og til að kalla eftir viðbrögðum. Að baki orðum býr hins vegar "frumhreyfillinn", sem er hugsunin að baki orðunum, hið andlega og ósýnilega. Menn deila síðan virðist vera endalaust um það hvort manns eiginn andi sé einn og yfirgefinn í hugskotinu eða geti átt þar samskipti við eitthvað annað (andlegt) á sama sviði, jafnvel eitthvað æðra eiginn anda.
Blasir ekki við að svo er vissulega! Þar kljáumst við, t.d. við mótun viðbragða okkar, við andlegar hliðar þess sem við upplifum í umhverfi okkar, svo sem jákvæð eða neikvæð viðhorf samfylgdarfólks þar sem við förum um og þess sem við skynjum. Þar mótum við pælingar okkar um m.a. "andann" og annað sem við kjósum að tjá okkur um við aðra.
Í hugskoti okkar dvelur og samviska okkar.

Það er athyglivert að pælingar um samviskuna sem hugtak voru að koma fram á fyrstu öld e.Kr. og er talið að rómverskir rithöfundar og heimspekingar hafi þar farið fram úr grískum kennurum sínum. Mér finnst afar athyglivert hvernig rómverski heimspekingurinn Seneca (4 f.Kr. - 65 e.Kr) og samtíðarmaður meints trúboða og bréfritara Páls frá Tarsus útleggur hugmyndir Epikúrusar um að maður ætti að yfirfara samvisku sína á hverju kvöldi varðandi það hvort maður hafi lifað góðan dag sjálfum sér og öðrum og sé sáttur við gjörðir sínar. Seneca viðraði hugmyndir sem eins og "lágu í loftinu" meðal menntamanna um í samtíma hans um miðja fyrstu öld, en það gerði Páll óhjákvæmilega einnig.

Seneca skrifaði m.a. til vinar síns Lucilíusar í Moral Epistles to Lucilius (samkvæmt lauslegri þýðingu hér): "[Einhver] guð er þér nærri, með þér og í þér. Já, ég segi, kæri Lucilíus, að heilagur andi á sér aðsetur í okkur sem vakir yfir gjörðum okkar og leiðbeinir um gott og illt..." (Ep. Mor. IV 41:1-2).
Seneca bætir hér við nokkrum setningum á guðlegum nótum sem við skulum ekki viðra hér að svo stöddu af tilliti til viðkvæmra sálna sem gæti þótt það of ögrandi þótt skaðlaust sé og athyglivert þar sem það er frá hendi "heiðins" manns (Sbr. The Theology of Paul&#39;s Letter to The Romans, e. Klaus Haacker, 2003, s. 130. Cambridge University Press. UK).

Jóhanna. Skrifaðu endilega meira á þessum nótum þegar andinn blæs þér það í brjóst.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.11.2009 kl. 12:50

15 identicon

Enn einn "guð"fræðingurinn aka biblíusöguspecialistinn ... algerlega búinn að gleyma að Páll var fjöldamorðingi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:34

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 gult spjald DoctorE, manstu ekki að það var beðið um að ekki yrði minnst á fjöldamorðingja í þessari færslu.

Þakka innlegg, Jónínu, Arnars og Kristins Snævars, fæ að kommenta á þau síðar í betra tómi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 15:55

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er þetta með klámfengnari kveðskap, sem ég hef lesið lengi Jóhanna. Ljóðaljóðin voru lesin svona eins og bls, 52 (eða hvað það var) í heilsufræðinni í gamla daga.  Vísindaútgáfan er ekki nærri ein sensúel. Ekki viss um að þetta sé hollt fyrir unga hormónabolta með hugarflug í meðallagi. Og ég er ekki að tala um tilfinningaklám í þetta skipti.

Engin furða þótt guðspekingurinn hafi farið að froðufella um samviskuna hér að ofan.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 17:15

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jónína "Við getum alveg stjórnað megninu af hugsunum okkar og viðhorfum..."

Ég get þetta í dag - oftast - en ég það fer ofboðslega eftir því ástandi og þeim aðstæðum sem við erum í. Eftir því sem mótvindurinn er meiri er er erfiðara að vera agaður og standa "kyrr" í sínum huga.  Því hef ég dottið í það að taka nærri mér hluti sem ég hefði, svona dag daglega, látið sem vind um eyru þjóta.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 19:14

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú kemur inn á marga áhugaverða hluti Jóhanna. 

Þetta orð "andi" hefur margræða merkingu, sérstaklega í íslensku þar sem það er notað yfir fjölda af mismunandi og harla ólíka hluti.

Þú talar um að Guð sé andi og að hann hafi gefið manninum anda. Þetta er mjög algeng skilgreining trúaðra á Guðdóminum og mannsandanum eða lífsneistanum frá Guði sem er hin óforgengilega sál mannsins.

Þá er stundum talað um hinn heilaga anda sem er birtingarform og tjáning Guðs í heimi manna.

Enginn þessara "anda" er samt skapaður af manninum. Í besta falli væri hægt að tala um að maðurinn geti ræktað anda sinn með góðu líferni, bænum og helgun. Með góðu líferni á ég við að hafa sannleikann að leiðarljósi.

Að vera andlegur í þessum skilningi er því að lifa lífi sínu í samræmi við sannleikann en á slíku líferni er hamingjan einmitt grundvölluð. Hamingjusömu fólki fylgir oftast góð nærvera sem getur skinið í gegnum hvaða miðil sem er, já jafnvel bloggið eins og þú kemur inn á. Það er jákvætt og lífsglatt jafnvel þótt það sé haldið krabbameini eins og saga þín vitnar um.

Þegar "andinn kemur yfir þig" og þú gerir eitthvað af andagift, eins og margir vísindamenn hafa vitnað um, gerist eitthvað mjög leyndardómsfullt í huga þínum. Það er eins og þér sé gefinn um stundarsakir aðgangur að mýmisbrunni (jafnvel vísindalegum). Ég er viss um að þarna er á ferðinni einhver tenging andans (sálarinnar)  við hinn sönnu heimkynni hans, þ.e. andlega heima Guðs, þangað sem við öll munum snúa að lokum jarðlífsins. Þeir heimar eru ótakmarkaðir, ósamsettir og óskiljanlegir okkur á þessu stigi tilverunnar. En þessar "opinberanir" sem fólk fær, vitna samt um tilvisst þeirra.

Þá er í sumum trúarbrögðum talað um illa anda sem sumir hverjir eiga að geta sest að í manninum og jafnvel hlaupið í dýr. Oft er greinilegt að verið er að tala um sjúkdóma sem til forna voru álitnir stafa af illum öndum (púkum) sem höfðu tekið sér bólfestu í mönnum. Í dag vitum við að þetta er hjátrú og slíkir "andar," sem voru afar algengir víst hér áður fyrr, hafa þurft að víkja fyrir aukinni þekkingu á náttúrunni. -

Oft var líka illum öndum kennt um voðaverk unnin af mönnum. Það er erfitt að ímynda sér skaðlegri fáfræði en þá sem tekur af manninum ábyrgð á eigin gjörðum. Andstæða þess að lifa andlegu lífi er að leyfa dýrslegum hvötum sínum að ráða ferðinni. Um leið og dýrslega eðlið fær óáreitt að ráða, hverfur sýn fólks á nauðsyn þess að lifa í sannleika og brátt tekur lyginn öll völd. Hugsaðu þér bara alla blekkingarvefina sem þeir menn sem hafa gert mannkyninu hvað mestan miska, þurftu að spinna, til að ná sínu fram.

Ein og þú segir er líka talað um góðan anda í hýbýlum. Venjulega er sú skynjun tengd góðu (andlegu)  fólki en oft er hún líka kölluð fram með þægilegu andrúmslofti, þ.e. hæfilegu hitastigi, góðri lykt, oft þægilegri tónlist og hreinu umhverfi. En þá ber þess líka að gæta að gott fólk er einkar lagið við að gera umhverfi sitt þægilegt.

Oft talar fólk t.d. um sterka andlega reynslu í kirkjum, jafnvel svo sterka að það finnur hárin rísa á hálsi sér. Þetta er t.d. hægt að framkalla með djúpum óheyranlegum undirtónum í stórum orgelum sem á auðvitað ekkert skylt við "andlega" reynslu. En í bland við virðinguna sem margir bera fyrir íburðinum í kirkjum heimsins, sermóníum sem gerðar eru til að vekja með þér lotningu og tónlist sem mærir það sem þú kannt í raun og veru að elska, verður til það sem fólk kallar andlega reynslu en er að mínu áliti væg sefjun.

Alveg eins og mér finnst skipta miklu máli hverju við trúum, er mikilvægt að reyna að greina á milli þekkingar og blekkingar.

Þakka þér svo áhugaverðan pistil Jóhanna.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.11.2009 kl. 19:31

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Arnar spyr "Hefur þú hugleitt hvernig andi verður til? "  Hvað heldur þú Arnar, svona miðað við bloggið mitt?

Varðandi litlar Gunnur og litla Jóna, þá nota ég Jón og Gunnu sem almenn nöfn yfir konur og menn, - eins og tíðkast í íslenskri málnotkun.

Auðvitað er ekki skrítið að þú tengir við ljóðið um Litlu Gunnu og litla Jón, en það er níðvísa Davíðs Stefánssonar, þar sem hann vildi sjálfur fá Gunnu.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 21:31

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Steinar, ég setti viljandi inn erótískan texta úr Biblíunni, einmitt til að leggja áherslu á margbreytileika bóka hennar.  Þó þetta sé sagt skrifað af Salómon konungi,  þá álíta margir fræðimenn að textinn sé skrifaður af konu þar að auki.

Mér finnst Ljóðaljóðin afskaplega fallegur og myndrænn texti, og mæli með því fyrir elskendur/sambúðarfólk/hjón að lesa þau upp fyrir hvort annað! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 21:37

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir ítarlegt innlegg Svanur.  Mér finnst í raunninni andinn svolítið vanræktur, það er mikið spjallað um Guð og hvað Guð sé, en fáir ræða andann.  Kannski er Guð bara andi - punktur?  Eða ekki punktur ef að andi getur verið bæði góður og illur andi.  Reiknum a.m.k. með að Guð sé góður andi, sem gæðir dauða hluti lífi.

Rétt hjá þér varðandi híbýlin; ef ég á von á gestum, byrja ég auðvitað að gæta að því að hafa allt á sínum stað, þokkalega hreint, setja góðan ilm í loftið með t.d. ilmkertum og svo hafa lýsinguna milda. Falleg tónlist í bakgrunni skaðar ekki.

Ef fólk er að selja húsnæði, skiptir einmitt máli að búa til notalegt andrúmsloft og helst að við séum nýbúin að baka ilmandi köku.  Fólk sem er að kaupa setur sig ósjálfrátt inn í þá mynd sem er fyrir.

Svo er auðvitað ákveðið andrúmsloft sem skapast af skapi fólksins á heimilinu. Oft þarf ekki nema einn í vondu skapi til að skemma andrúmsloftið eða andann því að það hefur smitandi áhrif, og/eða að hinir skynji spennu jafnvel þó að sá fúli segi ekkert því hann gefur þá eflaust boð með líkamstjáningu.  Þetta getur auðvitað virkað í báðar áttir, einhver glaður smitar af sér - en sumir fara að vísu í vont skap ef einhver virkar allt of jolly og fer í taugarnar á heimilisfólki.

Ég verða að viðurkenna að ég vissi ekki að það væru til "óheyrilegir undirtónar í orgelum"..??

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 21:55

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Kristinn Snævar, takk fyrir hlýleg orð í minn garð. 

Varðandi samviskuna; ég tel að við eigum a.m.k. ekki að detta í eitthvað samviskubit. Já samviskan getur bitið fast.  Við verðum að geta fyrirgefið sjálfum okkur þau hliðarspor sem við tökum á lífsleiðinni, oftast óvart, en auðvitað stundum viljandi.  Við verðum fyrst og fremst að læra af mistökum, annars eru þau tilgangslaus.

Það er gaman að pæla í orðinu sam-viska. Sameiginleg viska mannanna?  Erum við stundum að fá samviskubit yfir einhverju sem við þurfum ekkert að fá samviskubit yfir, eða erum við í sumum tilfellum of samviskulaus? ..  Samviskubit og eftirsjá eru svipuð orð.  Í stað þess að sjá eftir þá þarf fólk að sjá fram. 

Þetta er að mestu orðaleikur hér á undan, en svona áframhaldandi pæling.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 22:52

24 identicon

Mennesket er Aand. Men hvad er Aand? Aand er Selvet. Men hvad er Selvet? Selvet er et Forhold, der forholder sig til sig selv, eller er det i Forholdet, at Forholdet forholder sig til sig selv; Selvet er ikke Forholdet, men at Forholdet forholder sig til sig selv. Mennesket er en Synthese af Uendelighed og Endelighed, af det Timelige og det Evige, af Frihed og Nødvendighed, kort en Synthese. En Synthese er et Forhold mellem To. Saaledes betragtet er Mennesket endnu intet Selv.

Með kveðju frá Kaupmannahöfn.

Brynjolfur Magnusson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:16

25 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Jóhanna.

Ég ætlaði nú ekki að ræða sérstaklega um samviskuna út af fyrir sig, heldur að benda á umræðuna um "andann" þarna kringum 60 og að hann hafi ekki verið ný "uppfinning" í þykku bókinni þegar hún var tekin saman undir styrkri ritstjórn, þótt að lýsingarorðinu "heilagur" hafi verið bætt fyrir framan hann þar.

En, úr því að þú nefnir það þá dettur mér í hug varðandi pælingar um orðstofna orðsins sam-viska og það sem orðið merkir hvort að í því felist ekki einmitt sjálf Gullna reglan. Með því að setja áformaðar gjörðir okkar í samhengi við vitund og sjónarhorn annarra sem þær snerta þá eru meiri líkur á að við gerum ekki eitthvað sem kemur öðrum illa - ef við sem sé erum ekki samviskulaus eða stjórnlaus eða hvort tveggja!

Kristinn Snævar Jónsson, 5.11.2009 kl. 23:47

26 Smámynd: Arnar

Jóhanna: Arnar spyr "Hefur þú hugleitt hvernig andi verður til? "  Hvað heldur þú Arnar, svona miðað við bloggið mitt?

Eh, nei.  Ég var bara að vísa í spurninguna þína

Svar mitt var:

Hef meira svona hugleitt hvort andar séu til yfir höfuð.

Arnar, 6.11.2009 kl. 11:18

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Binni bró, það væri nú gott ef þú settir þetta upp á íslensku fyrir okkur, Kirkegaard svolítið tyrfinn ;-)

Kveðja til Köben! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2009 kl. 16:54

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ok, Arnar - skil það núna.  Ágætur siður að nota gæsalappir, ef verið er að vitna í svo kona fatti.  Ég er náttúrulega orðin miðaldra og þá man kona ekki stundinni lengur hvað hún skrifaði í upphafi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2009 kl. 16:56

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Auðvitað er samviskan tengd andanum, ég skil það alveg Kristinn Snævar, það er bara hann Jón Steinar sem var eitthvað að ibba gogg..

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2009 kl. 16:58

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklega er þetta eftir konu í ástarbríma og látið fljóta með í bókinni til að friðþægja einlífa og sjálfkynhneigða presta og munka.

Það eru nefnilega talsvert mikil áhöld um að Salomón hafi verið til. Forleyfafræðin finnur ekki snefil af hinu uppblásna ríki hans og ríkidæmi, hvað þá nafn hans utan bókarinnar.  

Um þá hluti alla og sögulegan áræðanleik, vil ég benda á afar fróðlega og skemmtilega bók, fornleifafræðingadúósins,  Israel Finkelstein og Neil Asher Silberman.  The Bible Unearthed.

Af rannsóknum þeirra má ráða að það standi raunar ekki steinn yfir steini í sögulegu og sgnfræðilegu samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 17:28

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er aldrei að ibba gogg, Jóhanna. Það er allt yfirvegað og ígrundað sem ég segi. Jafnvel þótt ég tali um bjána, Nígeríusvindl og fjöldamorðingja.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 17:35

32 identicon

Er það samviska að dýrka eitthvað sem gerir út á fjöldamorð og ógnir... eða er það sjálfselska með hræðsluívafi.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:33

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta rétt almennt séð,  þ.e andapælingin í byrjun.  Allt hefur sinn "anda"  

Hvernig hann verður til - það er etv flóknara dæmi.

En að hluta til allavega er hann á ábyrgð mannveranna og þ.a.l. sköpum við hann sjálf - að hluta til allavega.

Þetta var Búdda búinn að fatta allt saman fyrir löngu. 

Ef maður hefur neikvæðar hugsanir eða er upptekinn af neikvæðni,  þá túlkar maður allt sem skynjað er á neikvæðan hátt - og öfugt.

Það sem gerist  svo er að neikvæðni elur af sér neikvæðni og jákvæðni fæðir jákvæðni o.s.frv. - þ.e. snjóboltaeffektinn. 

That said, þá er ekki þar með sagt að málið sé bara einfallt.  þ.e. að því leiti að það sé eitthvað easy thing að rækta jákvætt hugarfar og auðvelt að hafna neikvæðni.

Þar liggur kannski galdurinn sko og stóra spurningin, að maður tekur eftir að sumir eiga furðulega létt með jákvæða nálgun á flesta hluti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.11.2009 kl. 00:33

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég sagði í lok færslunnar:"Það er velkomið að setja inn væmnar athugasemdir, en aulahúmor,  uppnefningar  og tal um fjöldamorðingja frábið ég mér algjörlega í þetta sinn ..  "

DoctorE, rautt spjald.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2009 kl. 02:05

35 identicon

Ekkert mál kæra systir, maður notar bara google translate;

Maður er andi. En hvað er andi? Andinn er Self. En hvað er það sjálfur? Sjálf er miðað sem tengist sig sjálft, eða er það staðreynd að sambandið er skyldur til að sjálfu sér, sjálf er ekki sambandið en það samband er tengt sig. Maður er samantekt um óendanleika og finiteness, sem Temporal og eilíft, frelsi og nauðsyn, sem til skamms Synthese. A samruni er samband á milli tveggja. Svo, er maður enn ekki sjálf.
 
hm, kannski ekkert skiljanlegra svona?  Woody Allen las þennan texta og sagði að hann skildi hvorki upp né niður í honum en höfundurinn hlyti að vera hrikalega gáfaður!

Brynjolfur Magnusson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:44

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Brynjólfur, þetta hljómar eins Kaþólskt nefndarálit. Lýsandi fyrir tengsl kirkjunar við fólkið og veruleikann.

Þegar Limbóið var aflagt fyrir stuttu, þá hafði það teki 27 ár að ræða það á kirkjuþingum og nefndum.  Niðurstaðan var þessi:

Our conclusion is that the many factors that we have considered above give serious theological and liturgical grounds for hope that unbaptized infants who die will be saved and enjoy the beatific vision. We emphasize that these are reasons for prayerful hope, rather than grounds for sure knowledge. There is much that simply has not been revealed to us. We live by faith and hope in the God of mercy and love who has been revealed to us in Christ, and the Spirit moves us to pray in constant thankfulness and joy.
What has been revealed to us is that the ordinary way of salvation is by the sacrament of baptism. None of the above considerations should be taken as qualifying the necessity of baptism or justifying delay in administering the sacrament. Rather, as we want to reaffirm in conclusion, they provide strong grounds for hope that God will save infants when we have not been able to do for them what we would have wished to do, namely, to baptize them into the faith and life of the Church.
27 ára rekistefna og niðurstaðan er?  Ekki, en samt en þó ekki. Líklega kannski.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 11:26

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nefni þetta af því að allt tal um hugtök eins og Anda, Samvisku, Trú, Guð etc, getur aldrei orðið annað en vangaveltur. Ef menn ætla að sammælast um túlkun og niðurstöðu, þá verður niðurstaðan allt og ekki neitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 11:30

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir á óborganlega senu úr Shakespere in love:

Philip Henslowe: Mr. Fennyman, allow me to explain about the theatre business. The natural condition is one of insurmountable obstacles on the road to imminent disaster.
Hugh Fennyman: So what do we do?
Philip Henslowe: Nothing. Strangely enough, it all turns out well.
Hugh Fennyman: How?
Philip Henslowe: I don&#39;t know. It&#39;s a mystery. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 11:34

39 identicon

Æ, núna verð ég að skrifa eitthvað skemmtilegt, annars setur systir mín mig í fúla liðið sem mengar allt sem það kemur nálægt. 

 Það er virkilega spennandi að velta fyrir sér stemningu, andanum sem er í manneskunni, fjölskyldunni eða hjá þjóðinni.  Eitthvað sem Íslendingar ættu allir að pæla soldið þessa stundina. 

Tilvitnunin mín hér að ofan í í bók eftir Kierkegaard, Sygdommen til Døden, og var mörgum heimspekingnum og guðfræðingnum innblástur þegar þeir fjölluðu um sjálvið, sjálfsvitundina, td. Sartre.

Kristinn maður elskar náungann, allveg sama hverskonar þeir eru, sérstaklega kjánaprik eins og DoktorE. 

Ef að við erum ekkert annað en efni,  þá myndum við ekki vita að við værum efni og gætum ekki verið að spjalla hér saman,  hversu gáfulegar sem þær umræður annars eru. 

Efnið er allt í lagi, en ástin, kærleikurinn er öllu æðra.

Brynjolfur Magnusson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 19:22

40 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Binni bró,  þú verður aldrei í mínu "fúla liði" ég ætla að hafa orðin þín lokaorð þessarar greinar.

"Efnið er allt í lagi, en ástin, kærleikurinn er öllu æðra."

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband