1.11.2009 | 21:20
HIÐ VEIKARA KYN? ...
Í rökræðu um mynd konunnar sem má sjá nánar á bloggi Hjalta Rúnars m.a. um "hið veika ker" í Biblíunni ... fékk ég þessa athugasemd frá Jóni Vali Jenssyni:
"Eru konur ekki kallaðar "veikara kynið" í talsmáta Íslendinga, jafnvel enn?"
jafnframt:
"Þarna kl. 19.24 lýsirðu því yfir, að einhver "jafnréttisáætlun" sé æðri Guðs orði, eða er sú ekki meiningin hjá þér? Lúther er máske að snúa sér við í gröfinni þessa stundina einhvers staðar suðrí Þýzkalandi.
Víst er enn talað um "veikara kynið" og "fegra kynið", Jóhanna! Sem betur fer hafa hvorki stjórnmálarétttrúnaðarfræðingar né feminískir guðfræðingar né öfgafullir, fylgisvana femifasistar ennþá fengið vald yfir talsmáta landsmanna. "
Hvað segið þið um það? Ef svarið er já, er það réttlætanlegt að kalla okkur konur veikara kynið?
Ég þarf víst varla að upplýsa hvað ég er ósammála þessari aðgreiningu. Vissulega eru konur oft ekki eins sterkar líkamlega, en það kemur hvergi fram í þessari mynd að það sé líkamlegt. Einnig notum við það ekki í daglegu tali að vera veikar, þó við getum ekki lyft jafn þungum lóðum og karl á næsta bekk í líkamsræktarstöðinni. Hvað er átt við með veikara þarna? Veikur getur verið; daufur, sjúkur, brothættur.
Ég er ekkert veikari = daufari, sjúkari eða brothættari en karl, .. en ef ég er með flensu þá er ég líklegast veikari en einhver sem er ekki með flensu, en það er ekki vegna þess að ég er kona.
Karlar eru sterkari á sumum sviðum og konur öðrum og á sumum sviðum jafnsterk. því er ég algjörlega á móti því að alhæfa um annað kynið sem almennt veikara hinu og tel það lið í jafnréttisbaráttu (og í þágu beggja kynja) að útrýma því úr orðræðunni að konur séu hið veikara kyn.
Mér finnst svona aðgreining á veiku og sterku vera til að sundra en ekki sameina og við höfum alveg nóg af sundrung í heiminum.
Karlar eru sterkir og konur eru sterkar og hananú!
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 4.11.2009 kl. 20:13 | Facebook
Athugasemdir
Biblían er með verðmiða á þér sem þræl Jóhanna.. ~50% af verðgildi karla..
Þetta er uppáhaldsbókin þín.. þú segir einnig að þú sért á móti ofbeldi og kúgun.. biblían er full af ofbeldi og kúgun.. þjóðarmorð, heimsmorð..
Svona er nú hræsnin í trúfólkinu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 21:38
DoctorE, æi ertu kominn úr kaffiboðinu hjá frænku ;-/
Biblían er ein af mínum uppáhaldsbókum, en eins og Jón kvartar undan þá segi ég að jafnréttislög þjóðkirkjunnar, sem eru byggð á landslögum um jafnrétti karla og kvenna séu rétthærri en kennivald Biblíunnar, svo hættu þessu nú bara.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 21:48
Það er eitt sem fellur aldrei úr gildi, hvort sem það er skráð í Biblíuna eða annars staðar og það er KÆRLEIKURINN ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 21:49
"betri helmingurinn" og "fagra kynið"
Hvað ertu að kvarta, það vantar alveg svona eitthvað fyrir karla. En líkamsstyrkurinn er staðreynd, við erum sterkara kynið í þeim skilningi og þið veikra. Er eitthvað að því?
Þennan mismun nota konur mikið á djamminu og leyfa sér ótrúlegustu framkomu við karlmenn, í krafti þess að þeir megi ekki svara fyrir sig því þeir hafa svo mikla líkamlega yfirburði. Hef séð stelpur slá og kýla menn í andlitið á pöbbum, skvetta á þá og niðurlægja. Þeir verða bara að hypja sig, því um leið og þeir svara fyrir sig eru þeir orðnir ofbeldismenn.
Þetta er tvíeggja sverð. Ég held að það þurfti ekkert að spá í notkunina á "veikara kyninu". Nema konur ætli að fara að sætta sig við að vera kýldar á móti þegar þær missa sig í skapinu. Þá getum við kannski lagt þessu orðalagi.
Kristinn Theódórsson, 1.11.2009 kl. 22:04
Í fyrsta lagi er "betri helmingurinn" notað af körlum og konum um maka sína, hvers kyns þeir eru. Það virkar sem sagt í báðar áttir, eða það er mín reynsla.
Líkamsstyrkurinn er staðreynd, í flestum tilfellum, en ég tel samt sem áður að "veikara kynið" sé ekki rétt svona generalt, vegna þess að það mætti þá alveg eins kalla kalla "veikara kynið" út af öðrum ástæðum. Þeir eru t.d. veikari fyrir þegar kemur að því að vera veikir hehe.. og í dag má segja að ballansinn sé svolítið að færast yfir á það að þeir séu að verða andlega veiklundaðri, eins og fram kemur í aukinni sjálfsmorðstíðni ungra manna.
Ég vildi ekki fara að telja upp einhverja veikleika karlmanna til að sanna mál mitt og læt hér staðar numið í þeirri deild. En ég skef ekkert af því að mér finnst það veikja stöðu kvenna að vera kallaðar "veikari" og auðvitað eiga þær ekkert að nota það sér til framdráttar til að beita karlmenn ofbeldi, hvers konar þvæla er það nú eiginlega.
Ofbeldi kvenna á körlum verður að taka alvarlega.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt orðanotkunina "fagra kynið" ..
Vertu svo stilltur
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:22
"Þennan mismun nota konur mikið á djamminu og leyfa sér ótrúlegustu framkomu við karlmenn, í krafti þess að þeir megi ekki svara fyrir sig því þeir hafa svo mikla líkamlega yfirburði. Hef séð stelpur slá og kýla menn í andlitið á pöbbum, skvetta á þá og niðurlægja. Þeir verða bara að hypja sig, því um leið og þeir svara fyrir sig eru þeir orðnir ofbeldismenn."
Hvers konar staði sækir þú eiginlega?? ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:24
Auðvitað nefni ég þetta jóhanna.. það er jú elskulegasti og réttlátasti guddi í heiminum sem á að hafa skrifað bókina þína...
Ég get aldrei skilið það þegar ég sé fólk í hóp með væmnisbros á vör vera að syngja lofsöngva um þennan guð... ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu.. að syngja lofsöngva um fígúru sem er með ferilskrá Gudda.. það er kannski eins og guðinn standi yfir ykkur tilbúinn að henda ykkur í loga helvítis ef þið lofið hann ekki með þessum söngvum og væmnisbrosum... í alvöru, þetta er alveg fáránlegt :)
Ég horfi á konur sem algera jafningja karla, bara þær eru meira aðlaðandi fyrir mig.. sumar ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:35
1) Guð skrifaði ekki Biblíuna
2) Það eru margar guðsmyndir í Biblíunni
3) Fólkið með væmnisbros á vör er kannski bara svona væmið af því að því líður vel með kærleiksguðinn sinn að forsendu, alveg ódrukkið - og ekki að lemja karla eins og Kristinn á bar niðrí bæ.
4) Ég trúi ekki á Guð sem ætlar væntanlega að henda mér í loga ef ég er ekki góð, og ég er örugglega búin að brjóta slatta af boðorðum hvort sem er - og það er engin ótti í mér gagnvart Guði bara elska. Ég þarf engin laun fyrir "góða" hegðun önnur en þau að fólkinu líði betur sem ég hjálpa þá er ég glöð.
5) Ég er glöð að þú ert jafnréttissinni.
6) DoctorE: Hafnfirðingur, reykingamaður, jafnréttissinni, gagnkynhneigður, ekki skráður í þjóðkirkju né annan trúarsöfnuð. Nú vantar bara Agötu Christie
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:55
Aldeilis fjör hjá þér eins og venjulega þegar þú ferð út í þessar umræður.
Sé líka að þú ert komin í leynilögguhlutverkið og líst vel á það. Kannski ég fari að nenna að lesa það sem hann skrifar og við svo komist að því hver hann er.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 23:14
Gaman að sjá þig Anna Guðný, fyrsta konan til að kommenta. DoctorE er held ég, bara pinku skotinn í mér, því að hann kemur yfirleitt þar sem ég er. Hefur örugglega ekkert með trúmál að gera!
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:27
Veistu, hann hefur meira að segja séð ástæðu til að skrifa hjá mér einu sinni. Man ekki um hvað. Varla verið um trúmál því ég hef aldrei treyst mér út í rökræður.
Ég viðurkenni að ég hrökk aðeins við þega ég las skrifin hans Kristins og er alveg sammála þér. Hverskonar staði fer hann eiginlega á?
Hafðu það gott
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 23:50
Kostulegt að 1. kor 13 skuli alltaf koma upp þegar talað er um misrétti og svínarí í biblíunni. Eins og að það trompi allt annað. Þetta eru ekki orð Krists, heldur Páls. Svo eru áhöld um hversu original sá texti er, t.d. vegna þess að hann virðist í öðrum stíl en allt hjá Páli og sprettur upp eins og skrattinn úr sauðaleggnum í samhenginu.
Ekki þar fyrir að þetta sé fínasti texti, eins og t.d. sagan um bersyndugu konuna, þar sem Jesús sjálfur á í hlut, en því miður er sú saga skálduð inn nálægt þúsund árum síðar. Hér er rætt um viðhorf Biblíunnar til kvenna og þá staðreynd að þær voru nefndar í hópi húsdýra. Jafnvel í boðorðunum sjálfum. Páll segir að þær eigi að þegja og vera undirgefnar, Orðskviðirnir hafa einnig mörg ófeminísk orðtæki.
Af hverju siglir þú alltaf út úr umræðum um þversagnarkennda og vonda hluti í bókinni, með því að benda í aðra átt?
Boðskapur bókarinnar er raunar svo þversagnakenndur að hann kannselerar bókinni út, því ef ekki er að marka hið slæma í henni, þá er að sama skapi ekki hægt að segja að hið skárra sé marktækara.
Nú er spurningin. Getur fólk trúað á "góðan" guð án þessarar bókar? Ég held að fólk ætti að hugleiða það. Sérsaklega í ljósi þess sem Hjalti Bendir á í umræddri grein. Þ.e. að prestar kynoka sér við að hafa eftir allan textann og eru farnir að strika út úr ritningagreinum til að dauðhreinsa ræður sínar. Þær ofbjóða nefnilega nútíma siðgæði og samfélagsmynd.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 01:08
Óttalegt bull er þetta Jóhanna. Karlar eru almennt miklu sterkari en 99% kvenna og þú vilt fara að bera það saman við einhverja mínístatisktík um sjálfsmorstíðni og veikindadaga. Ofan á það eru karlar síðan mun meira áberandi í allri umræðu, ákveðnari í pólitískum málum og það þarf að skikka konur í stjórnunarstöður til að fá þær til að taka þátt.
Veikara kynið á þó bara einfaldlega við vegna augljóss styrksmunarins.
Ég get alveg skilið að orðnotkunin fari í taugarnar á einhverjum og kannski þarf að reyna að draga úr henni, en þetta er engu að síður eins og að biðja fólk að hætta aðgreina stór hús frá litlum með því að kalla litlu húsin lítil.
Þetta gerist allstaðar þegar drykkjan er orðin mikil. Þegar konur hætt að slá menn utanundir og hegða sér eins og ég veit ekki hvað, í krafti þess að vera veikara kyni, skal ég hætta a kalla þær veikara kynið -sem ég geri reyndar aldrei, en það er önnur saga.
Kristinn Theódórsson, 2.11.2009 kl. 07:34
Ef fólk trúir ekki að Guddi hafi skrifað biblíu.. þá er fólk ekki kristið END OF STORY.
Séra Baldur trúir heldur ekki biblíunni, hann var með amk 1,1 milljón á mánuði.. .samt segir biblían að alvöru 100% eigi að vera án peninga, alveg skítblankir... guð mun fóððra þá eins og fuglana...
Já kannski Baldur ætti að halda sig á tjörninni í strigapoka
:P
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 08:01
Hvað þurfa margir að borga skatta svo Baldur sé í góðum fíling með ímyndaða vini sínum
http://www.dv.is/frettir/2009/11/2/biskupsstofa-skodar-akstursgreidslur/
Fyrst voru það útrásarvíkingar.. nú eru það útrásarjesúlingar.. eða reyndar eru útrásarjesúlingarnir búnir að vera miklu lengur.
Hvað ætla íslendingar að láta troða á sér lengi... nú er að vera síðast séns að skrá sig úr þjóðkirkju... annars borgið þið undir þessa kufla aftur á næsta ári.
Do something
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 08:41
Úr fréttinni sem gervidoktorinn hafnfirzki vitnaði til (og takk fyrir það!):
„„Við komum til með að skoða þetta betur,“ segir Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri hjá Biskupsstofu, um akstursgreiðslur tveggja sókna til séra Baldurs Rafns Sigurðssonar. DV greindi frá því í síðustu viku að Ytri-Njarðvíkursókn greiðir séra Baldri Rafni 883 þúsund krónur en Innri-Njarðvíkursókn borgar 248 þúsund krónur. Samtals nema greiðslurnar því 1.131 þúsund krónum á ári.
Allir prestar Þjóðkirkjunnar fá mánaðarlega greidda aksturspeninga með föstum launum sínum. Þessar greiðslur sóknanna tveggja til séra Baldurs Rafns koma því ofan á þær greiðslur. Það er hins vegar ekki hlutverk sókna að borga prestum fyrir akstur."
Það er greinilegt, að fara þarf í saumana á reikningshaldi Þjóðkirkjusafnaða, segjum t.d. að Biskupsstofa geri það með Ríkisendurskoðun í stikkprufum (óvæntum razzíum) í 10% tilfella á ári, því að mammonstrúarmenn hafa a.m.k. einhvers staðar komið sér vel fyrir í prestsembættum, sýnist mér og eflaust mörgum.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, að þessir menn álíti engin lög Guðs yfir sér, heldur leyfist þeim allt sem fer ekki beinlínis út fyrir reglugerðir Þjóðkirkjunnar! – þ.m.t. jafnréttislög hennar, fr. Jóhanna!
Svo má ekki þjarma að Biblíunni vegna orða Símonar Péturs um konurnar sem "veikari ker" (já, Pétur var það, ekki Páll). Tilgangur hans er ekki að setja fram dogmatíska kenningu um yfirburði eiginmannsins yfir eiginkonuna, heldur hvetur hann kvænta menn til nærgætni í þessum texta: "Og þér eiginmenn, búið með skynsemi saman við konur yðar sem veikari ker og veitið þeim virðingu, því að þær munu erfa með yður náðina og lífið. Þá hindrast bænir yðar ekki" (I. Pét. 3.7). "Sem veikari ker" = eins og veikari ker, þ.e. eins og þær væru veikari ker.
Þannig hafa þýðingarnar verið (þessi var frá 1981), en sú nýja, 2007, umorðar þetta í fyrri setningunni: "Eins skuluð þið, eiginmenn, sýna eiginkonum ykkar nærgætni sem hinum veikari og virða þær mikils því að þær munu erfa með ykkur náðina og lífið."
Með lokaorðunum: "Þá hindrast bænir yðar ekki", er Pétur raunar að setja körlunum stólinn fyrir dyrnar, ef þeir koma ekki fram við konur sínar af skynsemi og virðingu, hafandi jafnan í huga, að þær eru viðkvæmar.
Annars á Kristinn Theódórsson miklar þakkir skildar fyrir hreinskilni sína á þessari síðu.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 10:24
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði, við Jón Valur erum í sama lið í umræðu. Allt getur nú gerst
High five Jón Valur!
Kristinn Theódórsson, 2.11.2009 kl. 10:59
Það má ekki detta í þann pitt, að taka Rafbyssu-Jón of alvarlega. Hans skrif eru mestmegnis bull og þvæla.
Í janúar, þegar mótmælin stóðu sem hæðst, var hann að skrifa að lögreglan ætti að vopnast rafbyssum. Núna segir hann að eingöngu hafa viljað að rafbyssurnar væru notaðar gegn ofbeldismönnum en ekki mótmælendum.
Í janúar skrifaði hann, að það væri stjórnarskrárbrot að trufla Alþingi. Síðan stóð hann í allt sumar við þinghúsið og hrópaði inn um glugga. Sumir segjast hafa séð hann rífa upp glugga þinghússins til að hrópa inn. Nú er það ekki stjórnarskrárbrot.
Nýjasta hjá Rafbyssu-Jóni, er að kvarta undan guðlasti hjá bloggurum. Maðurinn sem vill beita rafbyssum á fólk er svo viðkvæmur sjálfur að þola ekki smá grín.
Hvernig er það? Er ekki guðlast að beita rafbyssum á fólk. Býr ekki guð í hverjum og einum.
Er ekki Rafbyssu-Jón mesti guðlastarinn.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:15
Lygalaupurinn Sveinn Rósinkrans Pálsson hinn ungi, tæknifræðingur í Grafarvogi, er nú mættur á svæðið, maður sem hefur ítrekað rangtúlkað skrif mín um rafbyssur, eins og ég hafi hvatt til þess að þær væru notaðar gegn mótmælendum vetrarins, þegar staðreyndin var aftur á móti sú, að ég var að tala um að athuga þyrfti með að nota þær í grófustu tilfellum árása á lögregluna, eins og þegar kastað var gangstéttarhellu í höfuð eins lögrgluþjóns sem þeim afleiðingum að hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús, og aðrir særðir líka. Ég sé ekki nokkra minnstu ástæðu til að taka aftur þau orð mín, en þau fjölluðu alls ekki um mótmælendur almennt né rétt þeirra til að mótmæla. (Þar fyrir utan lít ég á það sem smán þjóðar og þings, að önnur eins útreið Alþingis og blasir við á bls. 11 í Fréttablaðinu í dag (í auglýsingu frá DV) skyldi eiga sér hér stað, og er ég þó ekki að tala um beitingu rafbyssna í því sambandi. En það er enginn heilagur réttur né virðing á bak við slíka framkomu við þjóðþing okkar.)
Nú lýgur Sveinn því til í viðbót, að ég hafi rifið upp einhvern glugga Alþingis, sem ég hef aldrei gert og m.a.s. til myndband sem sýnir umrædd, friðsamleg mótmæli mín og að þetta er rógur af Sveins hálfu.
Hvað þarf hann að vera að sletta sér fram í þessa umræðu hér?
En um rafbyssur var það síðast í fréttum, í gær eða fyrradag, að almenna lögreglan var með einhverjar kröfur í þá átt, að hún fái að vopnast þeim eins og víkingasveitin og óeirðalögreglan (ég held ég fari rétt með; en þetta felur þá í sér, að rafbyssur séu þegar komnar hingað). Þetta gengur miklu lengra en mín ábending í vetur.
Hitt er annað mál, að þessi vinstri stjórn, sem hér er við völd, hefur sennilega stuðlað meira að upptöku slíkra tækja hjá lögreglunni með hrikalegri fækkun í starfsmannahaldi lögreglunnar, því að það er sú fækkun, samfara auknum glæpum og aukinni áhættu lögreglumanna, sem veldur þessum óskum þeirra.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 11:42
Þið verðið að athuga að JVJ veit allt miklu betur en allir aðrir.. hann er búinn að lesa biblíu skrilljón sinnum og veit því alveg hvað guðlegt réttlæti er... sem og að hann er á sérdíl vegna mikillar kunnáttu í biblíusögum :)
Hann telur td að það að menn hafi látið lífið fyrir biblíu að þvi sé biblían sönn... svo fordæmir hann múslíma sem láta lífið fyrir kóran :)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:43
Nei, ég fordæmi öfgamúslima sem fremja fjöldamorð á saklausu fólki og aumka fáfræði þeirra, að ímynda sér, að þeir fái himnaríkisvist fyrir tiltækið, sjá hér: Glæsileg trúarbilun eða hitt þó heldur ...
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 11:54
Er það ekki undarleg viðkvæmni hjá manni, sem krefst þess að rafbyssur séu notaðar á fólk, að þola sjálfur ekki smá grín?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:09
Jóhanna mín, konan er sterkara kynið, það er einfaldlega ráðstöfun náttúrunnar, konan er sköpuð til að ganga með börnin og fæða þau. Þetta gildir um öll kvendýr. Þar af leiðandi þurfa þær að þola meira áreiti um lengri tíma. En konan er yfirleitt þrausteigari, þolir meira álag og sársauka til lengri tíma. Það er brandari sem segir að ef karlar ættu að fæða börnin, myndi bara fæðast eitt barn í hverri fjölskyldu.
Þetta er einfaldlega ráðstöfun náttúrunnar meðan það er konan sem þarf að ganga með og fæða börnin. Ef vísindamenn finna aðra leið má vel vera að þetta breytist.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 12:14
Sveinn ungi, ég krefst þess EKKI, að rafbyssur séu notaðar á saklausa mótmælendur, heldur á glæpamenn sem stofna lífi starfsmanna ríkisins í voða. SKILURÐU MÆLT MÁL?
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 12:34
Og raunar hef ég ekki krafizt þessa, heldur talið athugandi að lögreglan fái að nota rafbyssur í slíkum tilvikum.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 12:35
Kaþólska kirkjan hefur drepið ótal manns.. hún er enn að td í Afríku.. með eyðni og galdraofsóknum.
Kaþólska kirkjan er líka stærsti barnaníðingshringur heimsins... JVJ segir ekkert um það ... hvenær hefur hann fordæmt kirkjuna sína.. never
Konur og karlar.. við höfum öll mismundandi styrk.. í hinum ýmsu málum, fer algerlega eftir persónu ekki kyni
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:39
Þeir eru enn þá með það að konur mega ekki vera prestar.
Það á að setja svona forneskju trúarbrögðum þau skilyrði, að annað hvort leyfi þeir konum að vera prestar eða að hætta starfsemi hér á landi. Bara burt með þá, ef þeir geta ekki komið inn í nútímann.
Einnig þurfa kaþólskir prestar að hafa leyfi til að giftast. Núverandi fyrirkomulag hjá þeim, dregur að alls konar furðufugla í prestsstarfið.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:52
Reyndar var páfi að bjóða prestum úr öðrum kirkjum að koma yfir í kaþólsku kirkjuna.. hann bauð þeim að kalla sig boss... sem og að þeir mættu halda áfram að vera giftir.
Kristni er jú á hraðri niðurleið í hinum siðmenntaða heimi.. það sjá allir að þetta er púra rugl
Colbert tekur þetta af algerri snilld, drepfyndið alveg
http://doctore0.wordpress.com/2009/10/29/colbert-holy-water-under-the-bridge/
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:02
Þeir eru að fá til sín presta frá öðrum kirkjum, en þeirra eigin prestar mega ekki vera með konum.
Einn prestur hér á landi, tók upp samband við nunnu. Ekkert var eðlilegra, en þau þurftu að pukrast með þetta í áratugi og presturinn var tekinn úr embætti. Þau voru látin búa við skömm út af þessu.
Hefði ekki verið betra að leyfa þeim að vera í sambandi og leyfa þeim jafnframt að sinna þeim störfum sem þau höfðu köllun til?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:11
yfir 80% presta kaþólsku kirkjunnar eru taldir vera í leynilegum ástarsamböndum... 1 af hverjum 20 prestum hennar er barnaníðingur...
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:16
Hér er allt að verða vitlaust!!!!.. Get því miður ekki lesið, né komið með athugasemdir fyrr en í kvöld, þar sem ég er í vinnunni ;-)
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 13:17
Af hverju biðstu ekki afsökunar á lygum þínum, Sveinn Rósinkrans Pálsson?
Ekki bætirðu úr skák fyrir þér með því að gerast bandamaður gervidoktors.
Og hvaða prest og hvaða nunnu ræðir þú um hér, einhvern tímann lengst aftur í öldum? Eitt er víst, að þetta hefur ekki gerzt í sögu kaþólsku kirkjunnar, eftir að hún hóf aftur starfsemi hér árið 1857.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 13:33
Og gervidoktorinn fer með lygmál sem fyrri daginn, treystið engu af orðum hans, góðir lesendur, ekki heldur þeim sem hann "styður" með myndböndum öfgafullra samherja sinna erlendis; m.a. eru þessar hlutfallstölur hans um barnaníðinga rakin ofurlygi.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 13:37
Hvaða lygi ertu að tala um Rafbyssu-Jón?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:46
Nei JVJ þetta eru ekki lygar hjá mér... þú getur flett þessu sjálfur upp á netinu.. þú kannt á netið, erð það ekki?
Ég hef enga ástæðu til að ljúga.. JVJ hefur fulla ástæðu til þess.
Ok tökum úr biblíunni hans JVJ.. Hey Guddi hvar get ég fengið þræla?
Sorry nennti ekki að finna þetta á íslensku
Leviticus 25:
Your male and female slaves are to come from the nations around you; from them you may buy slaves. You may also buy some of the temporary residents living among you and members of their clans born in your country, and they will become your property. You can will them to your children as inherited property and can make them slaves for life, but you must not rule over your fellow Israelites ruthlessly.
Að lemja og lúskra á þrælum
(Exodus 21:20-21 NAB) When a man strikes his male or female slave with a rod so hard that the slave dies under his hand, he shall be punished. If, however, the slave survives for a day or two, he is not to be punished, since the slave is his own property.
Takið eftir að Sússi samþykkti þetta allt saman.. hann sagði að GT væri í fullu gildi, þar mætti engu breyta.DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 13:51
Hér hefur Jóhanna Pandóra opnað boxið sitt ógætilega og hleypt út öllum árum heims.
Svona eru nú trúarbrögðin. Kærleikurinn flæðir, hvar sem þau ber á góma. Klikkar ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 14:40
Ertu nokkuð í alvöru LÆS, Sveinn Rósinkrans Pálsson?
Jón Steinar, það er ekki allir að tala hér af því að þeir séu trúaðir.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 14:52
Rafbyssu-Jón: þú getur ekki hrakið neitt af því sem stendur hér fyrir ofan (11:15).
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 14:56
Ef allir hér væru trúaðir... þá værum við að horfa á + og svo glimmermyndir af jesú og englum ásamt lofgjörð um fjöldamorðingjann ógurlega sem elskar alla í spað :)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 15:42
Sveinn Rósinkrans Pálsson, rógburður þinn kl. 11.15 hér ofar er nú þegar afsannaður, bæði innleggjum mínum hér, sem þú lætur sem þú sért blindur gagnvart, og ekki síður í svörum mínum á þinni eigin síðu og annarri, þar sem þú hélzt uppi sama rógnum. Er ekki allt í lagi með þig? Farðu nú og snúðu þér að einhverju öðru, eða ertu að verja það, að menn kasti gangstéttarhellum í lögreguþjóna, án þess að þeir fái að verjast því?
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 15:49
Hvernig nennirðu þessu stagli nafni mnn?
Annars þjónar þú vafalaust þínu hlutverki hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 16:29
Mér sýnist nú á öllu að karlmenn séu hið veikara kyn þegar kemur að virðingu og kurteisi.
Moral (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 17:14
Mér finnst þetta nú frekar mikið virðingarleysi af þér, Moral, að segja svona. Sýndu nú kurteysi og biddu okkur brotnu sjálfin fyrirgefningar.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 18:34
NOH!...ég held ég verði að skrifa mína niðurstöðu af þessum athugasemdum í nýju bloggi! .. Næ, alls ekki að skipta mér af öllu sem er sagt hér. Spurning um að loka Pandóruboxinu?
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 18:37
Annars; ætla að skrifa eitthvað jákvæðara í næsta bloggi. Ásthildur Cesil trompar umræðuna með sínu innleggi. Jón Valur og Kristinn lentu í sama liði og það er nú ágætt ef ólíkt fólk upplifir samhug.
Jón Steinar, þú ert krútt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 19:43
Jóhanna mín, ertu ennþá að skoða naflann á þér?
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 20:08
Þú veist Jóhanna að JVJ er prófessional ofurkrissi.. jafnvel Sússi sjálfur myndi ekki verða nægilega klár í kristni... sennilegt væri að ef Sússi "kæmi aftur" að þá væri það einmitt JVJ og kó sem myndu vilja krossfesta hann :)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 20:16
Ha ha! Þarna sérðu Jón Valur. Ég er krútt! Þú hefur ekki verið svona glöggur að sjá það í gegnum tíðina.
Einhver kveðlingur gengur svona:
Að skoða minn nafla mér enginn bannar.
Hann er minn og eingngu þar,
finn ég við kveljandi spurn minni svar,
um það hvort ég er ég eða einhver annar.Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 20:19
Það væri hægt að yrkja miklu krúttlegri naflavísu en þessa.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 20:23
Jón Valur, já, já, ég er í stöðugri naflaskoðun, ég held að þér veitti ekki af að kíkja hvort það er ló í þínum nafla!
Mikið er ég ánægð að umræðan er komin í krúttgírinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 20:33
Jón Steinar er hægt að lesa eins og opna bók, meira að segja ástarsögu Þessi hrjúfi á yfirborðinu en ljúfur þegar búið er að pússa, en kannski með grófum sandpappír. Óslípaður demantur!
Jón Valur er líka ljúfur, en of harður á "lögmálinu" og íhaldssemin og ástin á kenningunum er búin að setjast á hann sem tannsteinn á tennur, sem þarf að hreinsa í burtu. Spurning hvort að tannþráðurinn þarf ekki að vera "coated" með víðsýni og umburðalyndi, horfa út fyrir eigin ramma. Kíkja í spegil - og naflann "ofcourse" ..
DoctorE er með þráhyggju fyrir Biblíunni, þarf að "tjúna sig niður" enginn er eins elskulegur og þegar hann dettur úr "Sússatalinu" og fer að tala um eitthvað annað en "fjöldamorðingja" .. og ég held að fólk myndi hlusta betur, ef að framsetningin á "boðskap" hans væri faglegri.
= allir eru í raun yndislegir þegar litið er á hinn innri mann, en það er bara voða gaman að rökræða svolítið og reyna með því að grafa upp sannleikann.
Obb, obb, obb; Jón Steinar, nú er ég eflaust enn á ný sek um tilfinningaklám.
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 20:50
p.s. Jón Steinar ....
Takk innilega fyrir kveðlinginn þinn sem minnir á eitt af mínum uppáhaldslögum:
"Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað.... hvað verður um mig ef það sem ég er er bölvað og bannað" ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 20:55
Nú ertu alveg við það að fara yfir í pornógrafíuna, en ég fyrirgef þér af því að þú ert að tala til mín.
Ef þú gramsar í gömlu bloggunum mínum, þá vafalaust að ég er óttalegt smér hið innra. Í raun er það líka grunnurinn að óbeit minni í garð skipulagðra trúarbragða og hræsni. Ég vil bara að fólk sé hreinskiptið, segi satt og virði andrými hvers annars í þessu efni, sem öðrum.
Ekki ganga út frá því vísu að ég verði eitthvað mildari við skajallið, þegar kemur að þeim málum aftur.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 21:13
...þá sérðu vafalaust...átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 21:14
Ef kenningin er heilnæm, Jóhanna, er þá ekki allt í lagi að elska hana?
Ef hún miðlar til okkar sannleika Krists, er þá ekki bezt að meðtaka hana?
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 21:42
Heilnæm? Matt: 10:34-39 t.d.?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 22:10
Já, þetta er mjög heilnæmur texti, Jón Steinar, þú bara nærð honum ekki. Þarna vantar einmitt upp á, að þú náir semítískum málskilningi.
Jón Valur Jensson, 2.11.2009 kl. 22:31
Við verðum þá að drífa í að uppfræða fólk um þennan skilning. Það er óþolandi að hafa allan þennan misskilning í gangi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 22:52
Annars var þetta nú allt mælt á Arameísku og síðar askráð á Grísku. Skilningurinn hefur þá væntanlega ekki komið fyrr en menn snöruðu þessu á Hebresku.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2009 kl. 22:54
Því miður er margt fólk haldið forneskjulegum hugmyndum og mannvonsku. Þetta kemur vel fram í viðhorfum þeirra til kvenna.
Að mínu mati, á að setja trúarhreyfingum þær skorður, að jafnrétti sé virt innan trúarinnar. Ef hreyfingin getur ekki viðurkennt jafnrétti, á ríkið að loka fyrir allan stuðning í gegn um skattkerfið.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:11
Það skemmtilega er að kristnir verða aldrei reiðar en þegar ég vitna beint í biblíu :)
Ekki skrifaði ég þessa hörnumg
DoctorE (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 23:27
Jón Steinar, arameíska var semítískt tungumál og er víst enn til, og "semítismarnir" í hebreskri (Gamlatestamentis-) hugsun hafa átt greiða leið þangað. En, já, það þurfa margir að setjast á skólabekk, það er augljóst!
Jón Valur Jensson, 3.11.2009 kl. 00:42
Ég er ekki að segja að arameíska sé annað en semetískt mál. Ég er að segja að þetta er fyrst skráð úr munnlegri geymd á grísku, ef að líkum lætur og þaðan í hebresku t.d. Þú heldur mig vitlausari en ég er, en það er máske bara óskhyggja þín sem ræður því.
Ég er annars nokkuð sannfærður um að þetta er skáldskapur og að við getum jafnvel sleppt þessu með munnlegu geymdina. Obbinn af efni guðspjallanna er spunnið upp úr ritningaköflum og tilvitnunum í gamla testamentið eins og þú veist. Þið viljið meina að það sé vitnisburður um forspárgildi guðsorðsins, en það er að sjalfu sér spurningin um hænuna og eggið eina ferðina enn. Öll skynsemi segir að þetta sé prjónað upp úr þessum tilvitnunum, enda gefur kristur íterekað ástæður til þess, þar sem hann hagræðir ferðum og gjörðum eftir ritningunni, t.d. á pálmasunnudaginn, þótt áhöld séu um hvað hann vildi þar. Var hann á asna eða múl eða á hvoru tveggja í einu.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 02:25
Svo má ekki gleyma að það virðist sem Páll hafi ekki haft hugmynd um efni guðspjallanna í bréfum sínum, hvað þá aðrir bréfahöfundar, enda líklegt að hann hafi skrifað þau áður en guðspjöllin verða til. Annars eru ekki víst um bréfin heldur. Menn þora ekki að fullyrða um fleiri en sjö, sem hans höfundarverk.
Svo er vert að nefna aftur að ekkert bendir til að Nasaret hafi verið til. Sennilega sami skáldskapur og krossbrotin og kyrtillinn (í Trier m.a.) hennar Helenu Constantínusarmóður. Nú eða forhúðir krists í kaþólskum kikjum.
Þetta er hinsvegar óþolandi guðfræði í þínum augum, er það ekki. Það hlýtur að vera leiðinlegt að þurfa að berja niður þessar vindmyllur signt og heilagt með sljórri lensu. Sérstaklega þegar þeim fjölgar við hvert vindhögg.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 02:34
Hér er fjör
Jónína Dúadóttir, 3.11.2009 kl. 07:57
Endapunkturinn er að hér er fólk sem segist ætla að byggja líf sitt á geðsjúkri þvælu úr manni og mönnum sem sáu ofsjónir.
Ef þið mynduð taka Eika á Ómaga.. úps Omega, Gunnar Á krossinum ásamt einhverjum áhangendum þeirra... myndi einhver taka orð þeirra trúanleg með að Eiki gengi á vatni, Gunnar fóðraði fullt af fólki á einni pizzusneið.. síðan hafi Eiki verið krossfestur og Gunnar segði frá því að Eiki hefði svifið upp til master of the universe.. að allir sem trúa þessu og dýrka Eika og master of the universe fái eilíft líf í súperlúxus.
Get a brain segi ég nú bara
DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 09:21
Hér er aldeilis fjörið, og flott umræðuefni kæra Jóhanna. Ég ætla að fjalla um þetta sama efni til þess að varpa ljósi á þetta mikilvæga mál. Ég hef alltaf verið trúarlegur feministi og verður þú Jóhanna ánægð þegar ég birti þá grein. Ég er einmitt að lesa "Konur og Kristur" eftir Sveinbjörn heitinn, og byggi ég talsvert uppúr hans málflutningi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.11.2009 kl. 16:22
Það er nú lítið flott við guðlastið þarna fyrir ofan okkur, Haukur.
Jón Steinar, ég hef verið fjarri, en hér fórstu með firrur, svo sem þær, að "obbinn af efni guðspjallanna [sé] spunni[nn] upp úr ritningaköflum og tilvitnunum í gamla testamentið." Þetta er einfaldlega rangt, þó að vísanir og beinar tilvitnanir séu margar. Enn er ég upptekinn við verkefni og læt þetta svar því nægja, en kristnir menn vari sig á þvi að taka mark á þér!
Jón Valur Jensson, 3.11.2009 kl. 17:10
Ég átti nú við umræðuefnið sjálft, ekki athugasemdirnar, og erum við sammála þar Jón minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.11.2009 kl. 17:20
Love you to Jón Valur.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 18:05
Guðsteinn og JVJ eru sammála um að 2 + 2 = 666... og telja sig fá extra líf fyrir að reikna vitlaust.
Spurning hvernig Guðsteinn getur fundið afsökun fyrir að vera meðlimur í feðraveldistrúarbrögðum
DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:22
Dokksi minn, ég er löngu hættur að taka mark á þér þar sem kemur varla neitt vitrænt af þinni hálfu lengur, nema endalausa sama tuggann alltaf hreint. Í Guðs bænum farðu að setja nýja plötu á fóninn.
Jóhanna - gaman væri að fá álit þitt af þessari grein.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.11.2009 kl. 18:40
Getur maður sem trúir biblíu dæmt um hvað er vitrænt og hvað ekki...
Aðra plötu á fónin, við erum að ræða trúmál.. á ég þá að fara að tala um bílaviðgerðir....
DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:42
Ég er gjörsamlega búin að missa þráðinn og stjórn hérna, gat á tímabili breytt þessu í krúttsamræður... but while the Cats away the Mice start to play!
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.11.2009 kl. 20:57
Mér finnst bara sorglegt að Guðsteinn ætli að ganga sömu vegleysu og JVj... sitja svo sem gamalmenni og gala eins og vitleysingur úti á götu... núna er 2009, trúarbrögð á hröðu undanhaldi, JVJ eins og einn af síðustu risaeðlunum (Sorry risaeðlur).. hvað þá eftir 20-30 ár þegar Guðsteinn verður enn að verja ævintýrið sitt.. sóað lífinu í geðsjúka menn frá fornöld.. og jafnvel tapað vináttu við börn sín þegar þau vaxa úr grasi.. bara vegna þess að þau munu ekki vilja fara sömu vegleysu.
Kannski eitthvað svona http://www.youtube.com/watch?v=WJOpGqkPnkw
DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:18
Sönn trúarbrögð eiga auðvitað að miðla sannleika. Ég sé ekki betur en DoctorE hafi mestan áhuga á sannleikanum, en ekki blekkingum. Menn eins og hann eru því afskaplega mikilvægir við að sýna fram á, að ótrúlega margt í trúarbrögðunum stenst enga skoðun í dag, enda hefur vísindum fleygt fram, þannig að það er eðlilegt að menn hafi ekki vitað betur á þessum tíma. Einnig hefur siðferði tekið miklum breytingum. Þjóðkirkjan er komin á harða flótta undan biblíunni sjálfri, með því að breyta þýðingum og sleppa úr textum.
Ýmsir menn, sem uppfullir eru af fordómum og gerviþekkingu, hafa hertekið trúarbrögðin og beita þeim fyrir sig til að kúga fólk og blekkja. Þannig menn vinna þjóðfélaginu öllu og sannri trú tjón frekar en gagn.
DoctorE á hrós skilið fyrir að nenna að þrúkka við trúarþverhausa, sem nóg er af á blogginu.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 22:44
Ég hef mikinn áhuga á sannleikanum sem og að fólk sé ekki að láta hafa sig að féþúfu og fíflum, ég hef einnig mikinn áhuga á mannréttindum, fátt hefur rústað mannréttindum eins mikið og trúarbrögð.
Auðvitað vilja kristnir ekki heyra sannleikann með að þeir eru bara eins og hin dýrin, enginn boss í geimnum sem elskar þá ef þeir elska hann og kirkjuna fyrst, ekkert extra líf.
Það er erfitt að gera sjálfselskum græðgipúkum grein fyrir þessu... þó tel ég að allir sem hafa eitthvað smá í hausnum á sér geri sér fyllilega grein fyrir því að þeir eru að lifa í sjálfsblekkingu... bara að viðurkenna þetta.. lesa biblíu, kynna sér tilurð hennar, fara útfyrir dogmahópinn... þá gera menn sér algerlega grein fyrir því að ekkert styður þessar sögur biblíu ásamt því að guðinn er bara eins og hver annar villimannakóngur fortíðar.
Við vitum vel að kóngar og aðrir ráðamenn fortíðar og líka nútíðar eru oft tiltalið sem guðir.
Að vera heiðarleg(ur) við sjálfa(n) sig er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:52
Ég heyri nú oftar menn tala um konuna sína sem betri helminginn eða yfirvaldið frekar en veikara kynið. Hvað ertu að kvarta.
Óli (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 13:15
Drellir, eru ekki bara allir geðveikir eða vitleysingar í kringum þig?
Menn eru farnir að taka eftir þessu óskaorðbragði þínu, t.d. hjá honum Kristni Theódórssyni, og þar fekkstu líka ákúrur fyrir vikið.
Takk fyrir svarið til mín, Guðsteinn Haukur.
Jón Valur Jensson, 4.11.2009 kl. 14:55
Ég segi bara sannleikann.. honum verður hver sárreiðastur....
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:10
Þú meinar allir þessir vitleysingar og geðsjúklingar?!
Jón Valur Jensson, 4.11.2009 kl. 15:19
Hvað myndir þú segja um manneskju sem trúir á galdrakarl.. vegna þess að það stendur í gamalli bók.. engar sannanir, ekki neitt nema þessi bók sem heldur fram hlutum sem bersýnilega geta ekki gerst í raunveruleikanum...?
Ég gæti trúað því að kannski ~1% af íslendingum trúi þessum sögum í alvörunni... enn aðrir eru haldnir þeirri fyrru að trúa á trúarbrögð, sem kemur til vegna forritunar frá barnæsku
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:56
Þér finnst skemmtilegt, klaufinn þinn að kalla Jesúm galdrakarl, en kraftaverk hans voru líknarverk, hann gaf blindum sýn og lömuðum mátt, og ekki versnar það, að hann gaf Lazarusi og dóttur Jaírusar líf. Svo standa lítilsigldir háðfuglar hjá og gera lítið úr gæzku gjafarans. Þú átt bágt, gervidoktor.
Ef þú hefur talað sannleikann hér, þá er ég 14 feta langur flugdreki.
Jón Valur Jensson, 4.11.2009 kl. 16:45
Hvað hefur þú fyrir þér í því að hann hafi gert eitthvað... faktískt bendir allt til þess að Sússi hafi aldrei verið til... þú ert með eina bók sem enginn veit hver skrifaði.. bók sem vitnar í eitthvað fólk sem enginn veit nein deili á... DO'H
Hér er annar Sússi sem hefur reist 21 mann frá dauðum.. og áhangendur hans sverja að það sé satt, þessi er alveg jafn trúverðugur og aðrir álíka sem hafa verið til í gegnum aldirnar
http://www.youtube.com/watch?v=hJt71ebwh-w
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:31
nei sko sko.. þjóðkirkja íslands hatar lessur...
http://www.thelocal.se/23074/20091104/
DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:41
Tileinkað DoctorE
Sebastian Sondenheim (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.