25.10.2009 | 15:30
Örsaga undir áhrifum ....
Ţađ er sólarlagsbil í Austurlöndum einhvers stađar í fyrndinni.
Fínleg kona međ dökkt mittissítt hár fetar sig varlega inn í hvítkalkađ hús, ţađ er rökkur inni og ţađ tekur konuna örlitla stund ađ venjast birtunni.
Jasmínangan berst ađ vitum hennar og eina lýsingin inni er af hálfbrenndum kertum sem stađsett eru á syllum og borđum víđ og dreif um herbergiđ. Konan hefur međferđis grćnleitt glas međ ilmolíu og nálgast ofur varlega mann sem situr ţungt hugsi á lúnum trébekk í rökkrinu.
Hún finnur ađ andrúmsloftiđ er mettađ af einhverju stórkostlegu, einhverju sem umlykur ţennan mann og eftir ţví sem hún nálgast hann meir verđur tilfinningin sterkari.
Hún krýpur á fyrir framan hann og togar um leiđ marglitađ, slitiđ, pils sitt örlítiđ upp fyrir hnén svo ţađ ţvćlist ekki fyrir henni. Tilfinningarnar bera hana sem snöggvast ofurliđi og hún fellur fram og kyssir fćtur mannsins og sölt tárin taka ađ streyma niđur hvarmana og mynda lćki eftir fótum mannsins sem laugast af tárum hennar.
Hún ţerrar fćtur hans međ síđu hári sínu og nuddar ţćr blíđlega međ ilmolíunni úr grćnu flöskunni. Fćtur ţessa manns höfđu víđa fariđ og eru lúnir eftir miklar göngur.
Mađurinn horfir í augu hennar međ miklu ţakklćti og djúpum skilningi, snertir vanga hennar blíđlega og hún grípur fast í hendi hans og augnablikiđ verđur sem ţúsund ár.
Konan rís síđan hćgt en fimlega á fćtur, kyssir blíđlega á enni mannsins og fer jafn hljóđlega út aftur eins og ţegar hún kom inn.
Athugasemdir
Talandi um ađ persónugera langanir!!
Svona ertu ţá inn viđ beiniđ, Jóhanna; full löngunar til ađ ţóknast einhverri karllćgri ofurveru.
Nei, fyrirgefđu mér ţetta raus. Ţetta er falleg lýsing á ljóđrćnu augnabliki hjá ţér.
Endileg komdu oftar međ örsögur.
Kristinn Theódórsson, 25.10.2009 kl. 15:42
Kristinn, ţetta er svona blanda af áhrifum biblíusögunnar um konuna sem laugađi fćtur Jesú og svo Barböru Cartland ástarsagna. Hef gaman ađ setja saman svolítiđ ýktar rómantískar smásögur, og hef birt áđur á blogginu.
Sjálf tárast ég nú svolítiđ yfir treganum í ţessari, en ekki alveg ađ marka ţvi ég er meira á tilfinningasviđi en skynsemdar, eins og eflaust flestir farnir ađ fatta. Og ég harđneita ađ ţađ sé meira vit ađ hugsa međ heilanum en hjartanu. Ţađ er nú bara ţannig sko! ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 15:54
Jónína Dúadóttir, 25.10.2009 kl. 18:47
Hvađ ef ţetta hefđi veriđ ungur karlmađur? (Jesú fór međ einum slíkum (nöktum) í Getsemane til ađ kenna honum "lífsins rök" eina nćturstund, en ţađ var seinna editerađ út úr Markúsi hehe)
Ţú getur skrifađ, en ég verđ ađ vera blönt og segja ađ mér finnst ţetta vera tilfinningaklám. Sápuópera.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2009 kl. 20:51
Í biblíusögunni snýst ţetta ekki um auđmýkt og lotningu, heldur um hve ofbođslega dýrt smyrsliđ var, sem hún klíndi á hann. Tilgangurinn var vafalaust sá ađ hvetja til stćrri fórnargjafa, enda hefur kaflinn einmitt veriđ notađur í ţeim praktíska tilgangi í kirkjum og samkundum.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2009 kl. 20:56
Jón Steinar ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 21:52
... so you think I am an emotional porno Dog!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 22:04
Sorry...to honest for my own good sometimes....
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 03:25
Getur komiđ sér vel ađ vera porno "dog" ... hehehe.
Kćrleikur í daginn ţinn fallega kona.
www.zordis.com, 26.10.2009 kl. 09:13
Takk Jóhanna.
Ía Jóhannsdóttir, 26.10.2009 kl. 10:51
Gaman ađ sögunni ţinni Jóhanna mín. Hún var spennandi líka, hvađ mun gerast, og hvađ stendur til. Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.10.2009 kl. 10:59
Jón Steinar: "This could be the beginning of a beautiful friendship."
Zannarlega Zordis!
Takk sömuleiđis fyrir "komuna Ía
Hmm.. kannski ég ćtti ađ semja framhald Ásthildur, sápur eiga yfirleitt framhaldslíf!
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.10.2009 kl. 14:25
Hum, Barbara Cartland, og Biblían góđ samsetning, allavega fylltist ég smá spennu, fann meira ađ segja ilmolíulyktina.
Guđrún Emilía Guđnadóttir, 27.10.2009 kl. 08:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.