Af hverju blogga ég?

Alveg frá því ég var unglingur hef ég verið að skrifa greinar.  Ég hef haft mikla þörf fyrir að koma mínum skoðunum á framfæri. Fyrsta greinin mín birtist í skólablaðinu ROPI í Fellaskóla, en þá var ég 13 ára. Það var grein sem hét "Umgengni" en þá ofbauð minni eitthvað umgengni sumra skólafélaganna. Smile

Seinna skrifaði ég svona grein og grein í Moggann og var einu sinni beðin um að skrifa á Tikinni, og auðvitað fékk ég svo mikla útrás þegar ég fór að læra að skrifa hugvekjur og prédikanir. 

Bloggið var mér því kærkominn vettvangur, byrjaði á blog.central.is og færði mig svo yfir á blog.is 

Reyndar byrjaði ég með aðra síðu, undir nafninu Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir, því ég var ekkert voða spennt fyrir því að t.d. nemendur væru að lesa það sem ég var að skrifa. 

En ég alltaf viljað koma til dyranna eins og ég er klædd og mun halda því áfram og skrifa ekkert hér sem ég þarf að skammast mín fyrir. 

Kosturinn við bloggið er að það er samræða, ég kasta fram mínum hugmyndum eða skoðunum og fæ svo endurgjöf eða "feedback" á það sem ég er að ræða. Það hlýtur um leið að kenna mér. 

Það sem ég á erfitt með að skilja eru bloggarar sem setja fram blogg og leyfa engar athugasemdir. Leggja meira að segja fram spurningar, sem þá líklegast hver og einn á að svara heima hjá sér í hljóði. Mér persónulega er oft mál að svara þessu fólki, sem stundum kemur fram með rangfærslur, eða að mig langar bara að segja þeim að ég sé hjartanlega sammála. 

Ég skora á alla athugasemdalausa bloggara að opna nú fyrir flæðið, þ.e.a.s. vilji þeir hlusta á einhverja aðra en sjálfa sig. 

Að sjálfsögðu er hundleiðinlegt að fá yfir sig dónaskap og leiðindi, og finnst mér að fólk eigi ekki að hika við að loka á slíkt. 

Tilgangur bloggsins, í mínum huga er að heyra sem flestar raddir, upplýsa og vera upplýst.

Já, já, láta ljós sitt skína, en jafnframt bæta á það með ljósi frá öðrum. 

Mér finnst mjög þægilegt viðmótið hér á blogginu á Mbl.is og ákvað að láta Davíð Oddsson ekkert fæla mig héðan. Vera mín hér er hvorki yfirlýsing með eða á móti honum. 

 

Hér eru nokkrar gamlar Moggagreinar, roðna nú svolítið yfir þessu, við þykjumst alltaf hafa þroskast svo mikið ;-) 

Orlofshús og hundahald, 1997

Sígarettan í sóttkví, 1999. 

Skytterí og skítkast, 2000

Verðum við einhvern tímann stór?, 2002

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú mátt alveg roðna... en þá bara af stolti sko, þetta eru fínar greinar hjá þér

Jónína Dúadóttir, 22.10.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert mjög góður penni. Ég les skrifin þín reglulega þau eru vel ígrunduð, vönduð og oft gefandi. Ég vona að þú haldir áfram að skrifa sem lengst. ;)

Marta B Helgadóttir, 22.10.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ánægð með þig  og þú mátt vera stolt af sjálfri þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2009 kl. 15:18

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur fyrir hverri og einni, Jónína, Marta og Ásdís, allt eðalkonur í mínum huga.

Kem hér inn á bloggið úr móki og er kannski extra hjartnæm, en orð ykkar skipta mig miklu, en búin með eftirmiðdagsblundinn (eins og litlu börnin)  spekúlerandi hvort að konan eigi að fara á læknavakt eða hvað.  En líklegast þarf bara að hrista svona af sér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 15:47

5 identicon

Takk, Jóhanna mín, fyrir boð um bloggvináttu á þessu hérna bloggi þínu.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 18:30

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

oh, þetta minnti mig nú bara örlítið á mig þegar ég byrjaði að senda í blöðin greinar og var ritstjóri eins blaðs, sem kom bara út einu sinni....

Við eigum nú bara slatta sameiginlegt þrátt fyrir aldursmuninn, og já líka það að vera fremst á blog.is, endalaust gaman að sjá þig þar !

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.10.2009 kl. 19:23

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásdís sömuleiðis.

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 19:31

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég vissi það alltaf Róslín að við ættum ýmislegt sameiginlegt, enda hef ég sagt þér að þú minntir svolítið á mig þegar ég var unglingur. 

Við þurfum svolítið að vera duglegar við kvensurnar að koma okkur á framfæri, og láta í okkur heyra - og auðvitað karlarnir líka. 

Knús

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fínar greinar í látleysi sínu. Svona hugsað upphátt.  Varðandi þá síðustu, þá sá ég einhverntíma í einhverju blaði, börn í leikskóla spurð að því hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór. Þarna voru pungeygðir og tanngisnir snillingar, klepraðir í sandi og hor spurðir og svörin voru flest eftir pöntun: Hjúkrunarkona, slökkviliðsmaður, lögga etc.  Börn vita oftst hvernig á að afgreiða svona vitleysisspurningar. Bara gefa þau svör, sem þau reikna með að spyrjandinn vilji.

Einn pjakkurinn var þó ekki alveg á þeim nótunum og horfði beint í myndavélina og virtist raunar hálf móðgaður.  Hans svar var: "Ég er eitthvað núna."

Það má leggja í miklar heimspekilegar vangaveltur út frá þessu djúpa svari. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2009 kl. 20:21

10 identicon

Þau blogg sem ekki leyfa athugasemdir, ritskoða athugasemdir... þau blogg eru ómerkilegustu blogg sem til eru.

Keep talking...

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:05

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemd, JónSteinar. Yndislegt svar hjá litla gaurnum, hann var í raun að segja það sama sem spekingarnir eru að skrifa um, spekingar sem skrifa bækur um máttinn í núinu o.s.frv. Börnin eru oft bestu kennararnir. 

DoctorE, kannski er þetta fólk bara svo viðkvæmt að það treystir sér ekki til að heyra álit annarra, en það lærir þá heldur ekki mikið á því. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 21:39

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, við glötum kannski einhverju af þessari sja´lfsvitund með tímanum. Segjum: I think, there for I am...I think.

Ætli við getum ekki sagt að þarna sé munurinn á dogmatískri hugsun gagnrýnni hugsun í hnotskurn.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2009 kl. 02:50

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín ég er sammála þér með að það er gott að heyra allar raddir.  Jákór gerir ekkert nema blinda mann.  Það eru einmitt gagnrýnisraddirnar sem þroska, auðvitað þurfa þær að vera málefnalegar og rökstuddar.  Og ég er sammála því að við verðum að fá þetta Feedback til að umræðan geti þroskast.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 10:28

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér hálf brá þegar ég las yfir greinina. Hélt ég hefði skrifað hana, enda verið að skrifa frá barnsaldri og var líka í Fellaskóla. :)

Hrannar Baldursson, 23.10.2009 kl. 12:29

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmmmm... spurning Jón Steinar!

Knús á þig Ásthildur sömuleiðis. 

Hrannar, þetta er eflaust eitthvað Fellaskóla"syndrome" hehe..

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 18:03

16 identicon

Hey ég var líka í Fellaskóla :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 00:13

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Allt brjálað gengi! ;-) .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.10.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband