Fallin ...

Ég er bara fallin fyrir einhverri flensu. Ekki veit ég hvort að ég er með H1N1 en er búin að vera á flensubrún lengi. Byrjaði að fá í hálsinn í Danmörku og hósta, síðan búin að bryðja verkjatöflur til að vera í vinnunni mánudag og þriðjudag, en svo gafst ég upp í morgun og reyndar svaf alveg eftir hádegið og er nývöknuð. Þetta er frekar óheppileg tímasetning því að ég var s.s. að koma úr viku fríi og leiðinlegt að mæta ekki til vinnu. Get þó unnið slatta að heiman og svarað tölvupósti, fátt er svo með öllu illt ... 

Ég á ekki eftir að hafa mikla þolinmæði í að vera heima, og eins og mér þykir gaman að skrifa og lesa, er ég með svo mikinn hausverk að t.d. birtan af tölvuskjánum fer í augun á mér. Djúpar rökræður við bæði trúaða og trúlausa bloggvini mína á ég erfitt með stunda af sömu ástæðu, þ.e.a.s. höfuðverkur batnar ekki við djúphugsun.  Kristinn Theódórsson stakk upp á lestri þessarrar pdf bókar,  en ég komst á bls. 6 og var þá komin með klofinn heila. 

Það er kannski rétt að taka það fram að ég er heldur ekki með Gunnari í Krossinum.  Reyndar ekki með fullt af öðrum mönnum heldur, en það virðist vera "in" að afneita Gunnari. Tounge  Gamanaðessu.

Óska öllum systrum og bræðrum í flensu góðs bata og hugsum fallega til fólksins á gjörgæslunni og sendum þeim engla úr öllum áttum.

Fann einn sem ég væri alveg til að fá sendan: 

angelus9crop

 


mbl.is 6 á gjörgæslu með H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er einmitt á svona brún, lasin en þó ekki nógu lasin. Hausinn voða tæpur og þoli illa ljós...búin að vera svona síðan um helgina.

Knús og bestu batnikveðjur

Ragnheiður , 21.10.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi er æði ! Ég er ekki heldur með Gunnari í Krossinum... gef samt ekkert fleira upp á þeim vettvangi

Æi já fjandans flensan...farðu virkilega vel með þig

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Farðu vel með þig í flensunni, hún er hundleiðinleg, nú er ég á 10 degi og ekki orðin góð ennþá.  Báráttukveðja yfir heiðina

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2009 kl. 23:13

4 identicon

Best er að fara vel um sig, borða hollt og fá D-vítamin.  D vítamín er mjög öflugt gegn mörgum sjúkdómum. Ónæmiskerfi líkamans er mjög öflugt ef það er hugsað vel um það.

Svo langar mér að benda á galla bóluefnisins sem inniheldur vafasöm efni eins og thimerosal (49% kvikasilfur).

http://www.youtube.com/watch?v=xsYZJHR7Gws

Dr. mercola er mjög fróður um þessi efni:

http://www.youtube.com/watch?v=m1PvTL4ikEw

Karl Jóhann (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Megi flensan fara um þig ljúflega.

Theódór Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur öllum innilega fyrir góðar kveðjur. Í bjartsýni minni var ég að vona að liggja einn dag undir sæng myndi redda mér fyrir horn, en það virðist ekkert lát á.

Takk fyrir ráðin Karl Jóhann. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 05:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi batnar þér sem fyrst þessi flensa Johanna mín.  En hvað ég skil þig vel að vera ekki sátt við að leggjast í flensu einmitt þegar þú ert að koma úr fríi.  Mundu bara að þú getur ekkert að þessu gert.  Og með því að vera róleg heima smitar þú ekki aðra í kring um þig elskuleg mín.  Gefðu þér því þann tíma sem þú þarft í boði Landlæknis.  Knús á þig og láttu þér batna sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 10:26

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér hlý orð Ásthildur mín, og að gefa þér tíma til að líta hingað yfir. Veit þú hefur nóg á þinni könnu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 22.10.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband