Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..

Það er ansi hátt hlutfall þjóðarinnar sem stendur með Báru.  Ekki komst nema brot a þjóðinni til að standa með Báru í dag,  - svona í holdi,  en hinir sem komu ekki eða komust ekki voru með í anda og þakka þeim sem mættu og sýndu stuðning. - 
Það væri ógnvænlegt að standa ein gegn þessu veldi sem þeir virðast stýra, fjórmenningarnir. 

Áfram Bára og við öll.   

 


mbl.is „Þjóðin er að springa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei, þjóðin er hvorki að springa eða meirihluti hennar þakklátur Báru eða þeim sem fáu sem mættu henni til holdlegs stuðnings. 
Þannig að þakka þú bara fyrir þig.
 
Meiri hluti þjóðarinnar hefur frekar áhyggjur af ástandinu í JEMEN en skringilegu innræti pattaralegs öryrkja með spangir á tönnunum nýkomnum úr utanlandsreisu. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2018 kl. 20:04

2 identicon

Afhverju ættum við að standa með Báru?  Eigum við að standa með henni útaf því að hún er öryrki eða útaf því að hún er samkynhneigð eða útaf einhverju öðru?Varla útaf því að hún taki upp einkasamtöl manna með ólöglegum hætti. Viljum við búa í samfélagi þar það er talið eðlilegt að allir njósni og hleri alla?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.12.2018 kl. 21:14

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Útvarp á upptökum Báru hafa meitt og sært þá einstaklinga sem um var rætt og fjölskyldur og vini þeirra. Mun þetta fólk eiga gleðileg jól?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.12.2018 kl. 05:38

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Heimir,  þegar menn tala hátt og digurbarkalega á bar um náunga sinn - þá er alltaf möguleiki á að það berist til eyrna þeirra sem um er rætt. -  Ætti lexían ekki að vera til þeirra sem níða skóinn af náunganum,  frekar en sendiboðans sem afhjúpar? -   

Ég skil alveg þá tilhenygingu að vilja ekki að sannleikurinn komi upp á yfirborðið - þ.e.a.s. hvernig menn tala.   En það er sagt að sannleikuinn frelsi en fyrst geti hann verið sársaukafullur. -    Þetta er örugglega vont fyrir þau sem talað var um,  en það er EKKI Báru að kenna.  Eða eins og sagt er  "Don´t shoot the messenger" .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2018 kl. 06:41

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Stefán örn,  Bára sýndi hugrekki með því að koma fram í eigin persónu vitandi það að að henni yrði sótt fyrir það. -  Ég tel að í þessu tilfelli, þar sem Bára tók upp tal manna sem eiga að vera fyrirmyndir í samfélaginu.  

Ég stend með Báru fyrir það að sýna hugrekki sem manneskja og fyrir að afhjúpa menn sem eru að sýnast vera annað en þeir eru.   Heilindi eru grunngildi samfélagsins og ef við ætlum að byggja samfélag með óheilindum (sem koma frá svona fólki)   mun það fljótlega riða til falls. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2018 kl. 06:47

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigrún,   mér veitti ekki af æðruleysisbæninni áður en ég svaraði þér.

Þú skrifar:  

"Meiri hluti þjóðarinnar hefur frekar áhyggjur af ástandinu í JEMEN en skringilegu innræti pattaralegs öryrkja með spangir á tönnunum nýkomnum úr utanlandsreisu. "

Auðvitað höfum við áhyggjur af ástandinu í JEMEN, og eflaust ýmsu öðu, án þess að ég ætli að fara að bera þetta saman eins og þú.  -  Það er samt gott að líta í sinn eigin heimagarð líka,  áður en við förum að bjarga heiminum. -  
Ljótleiki og mannyrirlitning hefur opinberast hjá ráðamönnum og það er ekki hægt að gera lítið úr því og benda í allar aðrar áttir, eins og Sigmundur Davíð gerir.   Þín orð um Báru dæma sig sjálf, og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2018 kl. 06:58

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég myndi ekki kæra mig um að vera hljóðritaður í einkasamtali og því útvarpað um allt land og reyndar heimsbyggðina alla.

Ég trúi því ekki Jóhanna að þú verjir svona verknað.

Öll erum við forviða á talsmáta þessara drukknu þingmanna, en ég hef heyrt svona tal og hef barist gegn því. Það er engum manni hollt að heyra hvernig menn rakka náungann niður. Konurnar sem urðu fyrir barðinu á ruddunum eiga um sárt að binda. Talaði Lilja ekki um ofbeldismenn? Hún taldi sig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu þeirra. Umdeilt fólk hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar kvartað undan orðrómi sem þeim berst til eyrna. Ég hef margoft þagað til að hlífa fólki við illmælgi sem ég hef heyrt. Vona að þú gerir það líka Jóhanna :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.12.2018 kl. 07:03

8 identicon

Hvernig getur þú ákveðið fulltrúa fyrir hönd þjóðarinnar?

Þetta er bull og þetta pakk er ekki minn fulltrúi, né þjóðarinnar.

þorbergur (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 07:07

9 identicon

Kolbrún, heldur þú virkilega að Bára og nýju bestu vinir hennar séu drifin áfram af kærleika og fórnfýsi í þessu máli? - Þá skal ég biðja fyrir þér líka. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 08:17

10 identicon

Semsagt, við eigum að gefa afslátt af lögunum af því að einhver sýndi hugrekki. Eða eigum við að gefa afslátt af því að okkur mislíkar þeir sem urðu fyrir hlerunum. Hvernig eigum við að meta þetta í næstu málum? Hugsanlega að setja fót siðanefnd háskólamanna sem meta hvort nægjanlegt hugrekki hafi verið sýnt eða hvort að þeir sem njósnað hefur verið um séu nógu geðfelldir.

Ps. Það er ekki að varpa málunum á dreif að benda á staðreyndir. Það er trúlega engin núlifandi maður orðið fyrir eins miklu sóðalegu skítkasti og Sigmundur Davíð. Það skítkast hefur farið fram í samræðum manna á milli á kaffistofum og börum, Það hefur farið fram á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum. Það hefur farið fram í fjölmiðlum og það hefur farið fram á Alþingi. Einhverrja hluta vegna misbauð fólkinu sem nú býsnast í vandlætingu það ekki (góða fólkinu). Kannski vegna þess að það var akkúarat það fólk sem stóð fremst í því skítkasti.  En það er náttúlega ekki sama hver á í hlut. Hræsnin er yfirgengileg.

Ég myndi alltaf frekar vera kallaður kunta heldur en glæpamaður.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 10:04

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að taka ruglið alla leið og þakka einnig þessu fólki sem sá um leiklestur í Borgarleikhúsinu og sérstaklega því hneykslunargjarna fólki sem kom, sá og fagnaði þeim ömulegu orðaleppum, sem þar voru fluttir.

- Fólk er að ganga af göflunum út af fyllerísrausi karla í miðaldarkrísu.

- Fólk getur ekki haldið vatni yfir þessun viðbjóðslegum orðaleppum.

- Fólk fer á sýningu þar sem þetta er allt lapið upp og flutt með tilþrifum.

- Hvaða fólk er svona sorasugur, að mæta í slíkan gjörning?

- Hverig væri að birta gestalistann?

- Er ekki rétt að þessir einstaklingar séu nafngreindir?

- Er ekki verið að kalla eftir að allt sé gagnsætt í okkar þjóðfélagi?

- Er þetta ekki fólkið, sem uppfullt er af hræsni og tvískynnungi?

- Er þetta ekki fólkið sem enginn vill eiga samneyti við og aðrir hafa rétt á að fá upplýsingar um, til að geta forðast það?

Benedikt V. Warén, 18.12.2018 kl. 13:39

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað áttu við að standa með Báru? Bára braut lög sérstaklega ef hún hefir gert þetta í einhverjum pólitískum tilgangi en það kemur í ljós. Það pakk sem var að styrkja hana er sama lið og öskrar á austurvelli og sama noborder lið og truflar ráðherra þegar verið er að deporta flóttamönnum.

Eigum við þegnarnir að líða svona endalaust. Hér eru anarkistar sem ráða öllu og engin þingmaður þorir að gera réttu hlutina s.s. að stoppa fóstureyðingar en þá eru þeir búnir að dæma sig af alþingi.  

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 14:26

13 identicon

Þú sýnir mikið hugrekki að pósta þessu á moggabloggið :)

En sem betur fer eru moggabloggararnir sem mest hafa sig frammi ekki þjóðin.

Meirihluti þjóðarinnar stendur með Báru hvað sem moggabloggarar halda fram...

Snorri (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 14:39

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jóhanna. Ég var ekki búinn að lesa kommentin áður en ég skrifaði og hélt að ég einn væri leiðinlegur í garð Báru og sé núna að mér hefir verið óhægt að taka sterkara til orða en segi hún er ''péþétik'' Ég vil búa í landi sem ég get fært barnabörnum mínum en ekki flóttamanna börnum og ég er ekki rasisti. Ég er búinn að búa og vinna í flestum þessara lands sem þessir flóttamenn koma frá og ekkert þeirra býður kristnum velkomna. Ísrael er eina landið sem vit er í. Þetta fólk ætta að fá sér vinnu en líklega voru ekki margir af þessum hóp þínum ef ég má sem vinnur fyrir sínu lifibrauði. 

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 14:40

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

SNORRI Jakk.

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 14:41

16 identicon

Sæl Jóhanna.

Tek undir með Benedikt hér að framan.

Það er óhætt að fullyrða að þjóðin er að springa
eftir svörum við þeim spurningum sem þar eru bornar fram
og sjálfur er Benedikt verðugur fulltrúi þjóðarinnar
í málflutningi sínum og því eðlilegt að vinda bráðan bug
að því að allt verði þetta upplýst hið snarasta í anda gegnsæis og upplýsingar.

Við getum þó orðið sammála um það, er það ekki?

Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 14:53

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir athugasemdir öll, -  þetta er heitt málefni.  Ég vonast til að komast til að svara ykkur fyrr en síðar,  en þarf að forgangsraða svolítið vegna anna.  

Ég tel að nú séu nýir tímar þar sem hatursorðræða er ekki liðin.   

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2018 kl. 18:49

18 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jóhanna þú þarft ekki að svara og þetta eru ekki hatursumræður þetta eru umræður um einn lögbrjótinn í þessu þjóðfélagi. Það geta ekki allir elskað alla því síst konur menn en eru þær þá hatursfullar út í mennina.

Þessir umræddu þingmenn koma þessari konu ekkert við þetta eru tvö aðskilin mál. Lögfræðingar mega ekki einusinni taka upp nema með leifi hvað þá að útvarpa upptökum. Bára fær ekki dóm en það kemur í ljós Cartellið hennar.  

Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 19:51

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valdimar - orðræða sexmenninganna á Klaustri var hatursorðræða. Ég er ekki að tala um umræðuna hér á blogginu :-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2018 kl. 20:56

20 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gaypride-fólk er ekki í náðinni hjá mér

þannig að það fólk eru ekki mínir fulltrúar.

Það er þá þekki þar með sagt að ég haldi neitt sérstaklega

með því óheppilega orðbragði sem að þar var látið falla.

Jón Þórhallsson, 18.12.2018 kl. 22:48

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jóhanna Magnúsdóttir, eru þá kjafta kerlingar stolt þjóðarinnar?

Hrólfur Þ Hraundal, 19.12.2018 kl. 10:28

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er gáttuð hvað fólk getur verið blint fyrir "fareseum",en lærir þó um fláttskap þeirra í Biblíunni,en sjá ekki hvað þau eru að gera landinu sem við elskum. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2018 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband