12.4.2017 | 08:19
Hvar er umhyggja yfirvalda og ríkisstjórnar?
IKEA, Bláa lónið og nú Skinney Þinganes, - ég er ekki búin að heyra af fleirum. Þessi fyrirtæki eru auðvitað að hugsa um hag sinn starfsmanna, eða þeir sem þar ráða. En auðvitað þurfa fyrirtæki líka að hugsa um eiginn hag, og allir góðir stjórnendur vita að ef að starfsfólk er óöruggt á einhverju sviði, t.d. kvíðir því að vera húsnæðislaust, eða hreinlega ER húsnæðislaust, þá er starfsmaðurinn ekki eins góður, nu eða þá að hann leitar þangað sem húsnæði er að finna.
Lykilorðið nefndi ég hér að ofan en það er orðið UMHYGGJA. Hvað ef landið væri eitt stórt fyrirtæki. Hvað ef að þeim sem stjórna og forgangsraða fjármunum þætti vænt um fólkið í landinu. Myndi ekki vera forgangsraðað þannig að fólk hefði í sig og á? - Væri ekki forgangsraðað þannig að fólk hefði öruggt þak yfir höfuðið? Væri ekki forgangasraðað þannig að það væri aukið fjármagn til heilbrigðis- og menntamála? -
Ég auglýsi eftir umhyggju yfirvalda!
Það getur verið mjög tvíbent að vera háður vinnuveitanda sínum, - hvað ef fólk vill hætta t.d. hjá IKEA? Lendir upp á kant við yfirmann vegna skoðanaágreinings og er jafnvel sagt upp? - Hvar stendur fólk þá? - Fær það að halda íbúðinni? Varla.
Í gamla daga voru "húsbændur og hjú" - Stórbændur og svo minni býli - voru það ekki kallaðar hjáleigur? - Vald ákveðinna aðila er aukið. Vald þeirra sem eiga fyrirtæki og þeir næstum "eiga" líf fólksins og þannig rýrnar frelsi einstaklingsins.
Þetta er allt af sama meiði - þessi stefna að hrekja fólk í fang annars fólks. Sumum er fært vald og aðrir eru af-valdaðir.
Valdið er hjá fólkinu sem stýrir t.d. góðgerðarsamtökum eins og fjölskylduhjálp, einkarekinni heilbrigðisþjónustu og nú hjá eigendum fyrirtækja sem byggja íbúðir fyrir fólkið. Jú, örugglega af umhyggju, en fyrirtæki eru gerð - ekki sem hjálparstofnanir heldur til þess að græða.
Það er bara eitthvað rangt við þetta - þetta eykur ójöfnuð og við hljótum öll að vilja jöfnuð. Ef við viljum að hver einstaklingur geti borið höfuðið hátt þá á hann ekki að þurfa að standa í röð og bíða eftir að honum sé réttur plastpoki með mat, hann á ekki að þurfa að segja "Já HERRA" eins og þræll við vinnuveitanda sinn í ótta við að missa húsnæði ef hann stendur sig ekki í vinnu, og hann á ekki að þurfa að eiga þykka bankabók til að fá læknisþjónustu.
Hvað segir Guðni forseti? Hvað segir sagan?
Byggir undir starfsmenn á Höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhanna. Ég hjartanlega sammála þér.
Það er heimsþrælastefna NWO að brjóta niður verkalýðsfélög, svo enginn sé að þvælast fyrir þrælahöldurum heimsveldisbankaglæpona og risa heimsfyrirtækjunum.
Það er ömurlegt að fylgjast með sjálfsánægðum, virtum og embættianna stöðuháum karlmönnum og einstaka konum, ryðja öllum verkafólks réttindabaráttumálum síðustu alda úr vegi.
Það er allt rangt við þetta.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2017 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.