"Hvað segir fólk?" - "Hvað segir þú?" ..

Ég lærði einu sinni skemmtilega æfingu, þar sem fólk er látið loka augunum.  Ímynda sér síðan að það gangi inn á íþróttaleikvang, eða stórt svæði. - Taka upp plötu sem á stendur: "Ég er yndisleg manneskja og á allt gott skilið"  - í kringum okkur eigum við að ímynda okkur að nánustu ættingjar og vinir séu komnir og fleira fólk, jafnt lifandi sem liðið.  Svo tökum við eftir svipnum á þessu fólki. - 

Niðurstaðan? 

Stundum sá þátttakandi einhvern með efasemdar-eða hæðnissvip.  Stundum sást gleði í andlitum fólks sem fylgist með - og alls konar.  En það sem prófið átti að sýna var í raun sjálfs-álitið,  eða hvernig þátttakandi leit á sig eða þessa yfirlýsingu, hvort hún væri sönn eða út í hött.  -  

Það sem fólk segir er nefnilega ekki satt - og svipirnir eru ekki sannir heldur - NEMA AÐ VIÐ TRÚUM ÞVÍ.  Það erum nefnilega VIÐ sem ákveðum hvort það er satt eða ekki. 

Ef við erum viðkvæm fyrir öðru fólki, og erum alltaf að pæla hvað það segir eða hvað það hugsar, þá tökum við það oft mjög nærri okkur og gerum þeirra álit að okkar. Eða lesum e.t.v. okkar eigin álit á okkur úr augum hinna eða svipbrigðum. Það er ekki víst að við séum endilega voða fær að lesa og erum þá að misskilja. - 

 

Munum það að það sem fólk segir, eða álit fólks á okkur skiptir mun minna máli en eigið álit. Enginn er eins harður dómari í okkar málum og við sjálf. 

Ef við eigum sjálfs-vinsemd og sjálfs-trú,  þá hættum við að vera svona upptekin af hugmyndafræði annarra um okkur, eða að vera í hausnum á öðru fólki. - 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband