Ertu í jafnvægi? ..

Þegar við erum að hjóla þurfum við að halda jafnvægi, - ef við stoppum dettum við væntanlega til hliðar.  Ef við höllum okkur of langt til hægri gerist það líka og líka ef við höllum okkur of langt til vinstri.  (Kannski á þetta við um stjórnmálin líka?) ...

Alla veganna, þá eru tveir meginpunktar sem mig langar að skrifa um.

1. Mikilvægi þess að halda jafnvægi.  

2. Mikilvægi þess að stoppa ekki.  

 

  • Í fyrri punktinum, - mikilvægi þess að halda jafnvægi langar mig að minnast á jafnvægi á milli anda og efnis.  Talað er um að fólk sé fast í þessu efnislega þegar það hugsar bara um að eignast hluti og verða ríkt (af peningum).   Andinn er skilinn eftir og þetta fólk upplifir sig tómt því það sem það skortir er andinn (spirit).  Áfengi er líka kallað "spirit" og við tölum um vínanda.  Sumir fara þá að drekka andann úr flösku, - en auðvitað gengur það ekki, - það er algjörlega falskur andi, sem veitir því miður ekki lífsfyllinguna sem fólkið er að leita eftir. Hann getur deyft, eða virkað tímabundið - en hann er ekki alvöru andi. -   Svo er auðvitað fólkið sem er bara andlegt, eða svo að segja og fúnkerar oft ekkert í þessum heimi, sem er svo sannarlega líka efnislegur. -  Við þurfum jú ákveðið "efni" til að lifa.  Þurfum húsaskjól, mat, o.fl.  -  Þetta efnislega, oft eitthvað sem okkur finnst fallegt, getur haft áhrif á andlega líðan,  svo efnið er alls ekki slæmt.   Efnið og andinn vinna saman, eða eiga að vinna saman á meðan að það er jafnvægi á milli.   Það er þessi gullni meðalvegur, - og hann er þannig að hann er ekkert endilega mjó lína, ekki frekar en það sé bara hægt að hjóla og megi ekki halla til hægri né vinstri.   Vegurinn er þannig að það má alveg fara aðeins til vinstri og aðeins til hægri,  en svo eru hættumörkin.  
    Það má setja dæmið upp sem umgengni við mat.  Ef við sveltum okkur - erum við alveg laus við allt efni, - en deyjum úr hungri.  Ef við borðum of mikið - (oft þegar við erum í raun að leita að lífsfyllingu og er sama dæmið og ég nefndi um flöskuna) - þá getum við farið í lífshættulega þyngd og þróað með okkur sjúkdóma.   Hér gætum við verið að tala um anorexíusjúkling  annars vegar og svo offitusjúkling hins vegar.   
    Við setjum okkur innri markmið og ytri markmið, -  innri markmið eru almenn eins og sátt, hamingja, gleði, o.s.frv. -   Ytri markmið eru prófgráða, góður maki, komast á fjalltopp o.s.frv. -  Þessi markmið vinna saman.  Þ.e.a.s. ef við erum glöð - hefur það áhrif á möguleika okkar að ná árangri, og ef við  náum árangri,  þá hefur það áhrif á möguleika okkar að vera glöð.  :-) ..  Samt tala fræðingarnir um að gleðin komi á undan árangri.  Þetta er svona pínku eins og hvort kom á undan - hænan eða eggið. -    Mikilvægast er að ná bæði innri og ytri árangri.   Það er ekki altaf víst að fólk nái að gleðjast þó það nái að eignast húsið, bílinn, makann, ná prófi o.s.frv. -  eins og dæmin hafa sannað.   Það er heldur ekki á vísan að róa að verða hamingjusöm þó við náum að losa okkur við tuttugu kíló.   Mjótt fólk er ekki alltaf ánægt fólk eða hamingjusamt.   Það þarf að vera jafnvægi. -    Að ná veraldegum árangri, - án þess að ná andlegum - eða innri,  gerir fólk jafnvel bara enn óhamingjusamara.    Það fer að skammast sín fyrir að vera óánægt og því er "nuddað" í það.   "How can you tell me your´e lonely" ..  er sungið, og talað um útigangsfólk á götum Lundúnaborgar.  En stundum er útigangsfólkið bara ekki eins einmana eða óhamingjusamt og milljaraðmæringurinn í villunni sinni.   Stundum myndar nefnilega allt þetta veraldar"stuff"  einangrunarvegg. -  Jafnvægi líkama og anda.   Jafnvægi veraldlegs og andlegs.  Og gagnvirkni! - Það er auðvelt t.d. að finna hvernig getur létt á huganum ef við tökum fataskápinn í gegn, sortérum og hendum. -  Þrífum skápinn og endurröðum. -  Það er í raun eins og við séum að taka til í huganum.  Þegar við erum að henda úr fataskápnum er eins og við séum að sleppa tökunum á einhverju sem er í huga okkar og vð þurfum að sleppa!  

 

  •  Síðari punkturinn var um það að halda áfram.   Við erum orka og við erum vatn.  Vatn flæðir og orkan er eitthvað sem er stöðugt á iði. -   Við erum fólk sem er í þróun og þroska.   Ef við bælum, kæfum eða hindrum,  erum við að stöðva lækinn,  stöðva orkuna. -  Þarf ég nokkuð að segja meira? -  Kannski jú.  Þetta þýðir ekki að við megum ekki setjast niður og hvíla okkur, eða að við eigum að vera stanslaust á hlaupum :-) ..  Nei, þessi hreyfing er ekki síður andleg en líkamleg.  Við eigum á hættu að stoppa þegar að við verðum fyrir áföllum.  Vilja gefast upp, - en í raun er málið að halda áfram.  Við höldum áfram með því að "fara í gegnum tilfinningarnar" - í því liggur hreyfing, "að fara í gegnum". -   Tilhneygin er að staðnæmast, deyfa, afneita o.s.frv. -  og þá erum við enn og aftur komin með dæmið um konuna sem setti broskall yfir bensínmælinn þegar bíllinn var tómur. -  Það er pjúra afneitun.   Broskallar eru ágætir, þar sem við á, - hann er andlegi þátturinn,  en í svona tilfellum þarf framkvæmd.  Ekki bara setja broskall,  nú eða sitja og skammast í sjálfum sér eða öðrum fyrir að hafa klikkað á að setja bensín á bílinn. -  Við staðnæmumst nefnilega í "blaming game" - þ.e.a.s. að fara að leita að sökudólgum - og þá dettum við bara (eins og á hjólinu).  Ef við ætlum að komast áfram,  þurfum við að finna leiðir til þess.  Við þurfum annað hvort að biðja einhvern um að hjálpa okkur, eða að fara að sækja það sjálf.  Það veltur alltaf á okkur sjálfum.  Okkar er ábyrgðin.
  • Þegar við lendum í hindrunum - þá er mikilvægt að gera þær ekki að fjalli með því að  tala einungis um þær (það sem þú veitir athygli vex)  - nú eða gera ytri hindranir að innri hindrunum.   (Láta annað fólk draga úr okkur máttinn).   Hreyfing er mikilvæg - hreyfing líkama og hreyfing andans.   Við hreyfum við andanum í andlegri iðkun, eins og hugleiðslu, bæn,  í náttúrunni,  við að hlusta á tónlist, stunda listir o.fl.   Við hreyfum líkamann með að ganga, hlaupa, synda, - nú hjóla! :-)  eða hlaupa ..o.s.frv. -   Eins og áður hefur líkaminn áhrif á andann og andinn líkamann.  Hreyfing er mikilvæg - alltaf.

JAFNVÆGI  er því eitt það mikilvægasta sem við verðum að átta okkur á, -  ef við erum andlega "föst" þá gæti dugað að hreyfa líkamann og ýta þannig við andanum og svo öfugt! :-) .. 

Það er meira að segja búið að sanna, að bara með því að setja okkur í "power-pose" einhvers konar súperman stellingu, - þar sem við stöndum voldug með hendur á mjöðmun, eða í sigurvegarastellingu þar sem við hefjum hendur á loft,  að þá fer okkur að líða svoleiðis.   Við getum líka sett penna í munninn (þvert - ekki borða pennann)  og "þvingað" fram bros, og það hefur jákvæð áhrif á andann. -

 

Hugur og hönd vinna saman, -  það er því ekki nóg að sitja heima í sófa og hugsa "happy thoughts" - og reikna með að heimurinn breytist, - það þarf líka eitthvað sem heitir "framkvæmd" - og þegar við tökum eitt skref áfram - treystum því að heimurinn komi til móts við okkur og stigi næsta skref.

Það er "The Secret" - eða leyndarmálið. -   það liggur í jafnvæginu. -  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn. Má ég forvitnast um eitt atriði? Þegar þú talar um The Secret ertu að vísa til bókarinnar eftir Rhondu Byrne?

Wilhelm Emilsson, 20.10.2014 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband