Mikilvægi heiðarleikans ....

Við eigum það til, - að afneita okkar hluta í rangindum, finna sökudólga útí bæ sem einhvers konar björgun á okkar andliti (grímu) - þegar við höfum í raun sjálf klúðrað málum. - Gott og vel, margir sleppa með skrekkinn. Þ.e.a.s. þeir halda andlitinu (grímunni) fyrir utanaðkomandi. Þó við komumst upp með eitthvað - gerir það okkur ekki að betri manneskjum. Manneskjan sem kemst upp með að halda framhjá maka sínum er ekki betri en sú sem er afhjúpuð.

Ekki er betri músin sem læðist en sú sem stekkur.

Sá sem drekkur í laumi og segist drekka 3 glös þegar hann drekkur í raun 10 er sami alkóhólistinn og sá sem viðurkennir sinn alkóhólisma. - Það er bara munur á heiðarleika. Ef við lifum í óheiðarleika getum við aldrei orðið hamingjusöm, það er engin lygi stærri en að ljúga að sjálfum sér. Um leið og við segjum satt, vörpum við frá okkur skömminni. Skömmin er það sem ýtir undir það að við ljúgum og skömmin ýtir undir það að við flýjum sársaukann.

Eina RAUNVERULEGA frelsunin úr vítahring skammar er í gegnum sannleikann og það að hætta að gera aðra ábyrga fyrir okkur. - Hætta að leita að sökudólgum, eða gefa þeim eða því sem við köllum sökudólga vald yfir okkar líðan og lífi.

 

Lífið er núna - það þarf að segja satt - fyrirgefa sjálfum sér og lifa heiðarlega, eins og okkur er framast unnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband