Heilsublogg á Þorláksmessu, dagur 2

Konan tók ákvörðun í gærmorgun og gærdagurinn gekk mjög vel :-) 

Ákvörðun um heilsusamlegra líf, meiri hreyfingu og hollara mataræði (þetta andlega er að sjálfsögðu grunnurinn).  Hér er bloggið frá því í gær.  

Þau sem þekkja mig vita að ég hef ekki trú á að ætla sér of mikið í einu. - Það er eins og að ætla sér að hoppa yfir hengiflug. -  Þess vegna eru skrefin bara tekin eitt í einu og hæfilega stór. -

"An apple a day keeps the doctor away" -  eða "Epli á dag kemur helsunni í lag" -  

Ég keypti mér poka með lífrænt ræktuðum eplum og fékk mér dagskammtinn.  Fékk mér líka smá eplaedik í vatn, en bara smá því það er bara ekki svo gott hmmm... mildilega orðað. Eplaedikið er frá Sollu og svo er það hörfræolían, matskeið af henni. -  Það er ég búin að gera í nokkurn tíma.

Bóndinn bauð upp á egg og beikon í gær, - og ég er ekki að fara í einhvern selleríkúr eða neinn kúr, en í stað þess að borða 2 egg og fullt af beikoni, borða ég bara 1 og 2 - 3 beikonstrimla. Fékk mér eina ristaða brauðsneið með, - og svo var að sjálfsögðu niðurskorið grænmeti, tómatar, gúrka, og jú, sellerí og svo spínat.  Sætindin voru í formi vínberja.

Þetta var eiginlega "brunch" og svo drukknir 2 kaffibollar og fullt af vatni. -  

Um eftirmiðdaginn var snædd en sneið gróft sólkjarnabrauð, en þá voru sonurinn og sonardóttirin komin í heimsókn, - og fengu líka.  Hún heimtaði að vísu piparkökur sem ekki voru til, en amma átti sleikjó í krukku og fékk hún sinn sleikjó.

Steikti svo hakk, og skar niður fullt, fullt af grænmeti og fengum okkur taco´s með hakki, salsa, sýrðum rjóma, smá osti, og var ég búin að nefna grænmeti? - Jú, þessi dásamlega sæta og góða rauða paprika, tómatar, spínat, púrrulaukur .. þessu var dreift á taco og svo sýrður og salsa yfir.
Bóndinn kom úr sveitinni og borðaði með okkur,  en hann var sultuslakur, enda kom hann með sultu frá Lalla vini sínum í Mati Englanna.  

Hann kvaddi eftir matinn til að fara í sveitina aftur, en við restin  fórum að kaupa jólatré sem átti að vera pinkulítiið í litla húsið á Frammó.  Þurftumekki að fara lengra en að Landakoti þar sem trén eru seld til styrktar krabbameinssjúkum börnum og enduðum í að kaupa tré, sem var jafnstórt mér,  178 að hæð,  en líklegast er það öllu breiðara. :-) 

Við settum það upp, en vegna flutninga milli landshluta finnst ekki einn skrautkassinn - svo míns verður að fara og kaupa eitt stykki ljósaseríu á eftir, en við vorum búin að versla nokkrar jólakúlur í Rúmfó og læt það duga.  

En nú þýðir ekki að teygja lopann og játa synd dagsins: 

Synd dagsins var svo eitt stykki bjór, - en systur mínar komu um kvöldið í smá spjall og átti ég akkúrat þrjár eftirlegukindur (bjóra) í kælinum (sem ég tók til í fyrr um daginn). 

Kvöldmatur var um sexleytið, svo í gærkvöldi var ég orðin glorhungruð og fékk mér eitt rúgbrauð f. svefninn. -

Vakna glöð og kát í dag,  hlakka til að eiga góðan og heilsusamlegan dag.

Skata verður það ekki, heillin, en Jón minn sér um skötuveislu á Hvanneyri í dag og óska ég honum góðs gengis. - Það verður að vísu örugglega gott, því allt sem hann eldar er gott!  

Eina sem ég gekk í gær var til og frá bílnum,  afsakaði það með hálfku sko.  Engin sætindi borðuð, súkkulaði, nammi, kökur eða svoleiðis.  

Dagur tvö er í dag :-)

Hér er fyrsta bloggið, þar sem ákvörðun er tekin. -  

EIgum góða Þorláksmessu með eða án skötu.  

Muna að drekka nóg vatn, -  Hamingjuráð dagsins eru þessi: 

1. Drekka meira vatn  2. Anda djúpt 3. Hugsa fallegar hugsanir.

 

Já, já glasið er hálffullt :-) ..  

 

glasssmall.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband