14.10.2013 | 06:40
Hvernig iðkum við þakklæti?
Hvað er lífsfylling? -
Það hlýtur að fela í sér að við séum sátt og ánægð með það sem við höfum.
Andheiti við lífsfyllingu er lífstóm, ekki að það sé orð sem við notum.
En lífstómið er tómleikatilfinning. Tilfinning að það vanti eitthvað í lífið, okkur skorti, við söknum o.s.frv. -
Í bók sem heitir "Women, food and God, an unexpected path to almost everything" - lýsir höfundurinn Geneen Roth því hvernig við reynum stundum að fylla á þetta tilfinningatóm með mat. -
Við getum skipt út þeirri hugmynd með mörgu öðru sem við reynum að nota - en dugar ekki, því við erum að kalla eftir tilfinningalegri næringu en fyllum á með fastri fæðu eða veraldlegum hlutum af ýmsum toga.
Það sem vantar er oftar en ekki friður, ást, sátt, gleði, - eitthvað andlegt sem ekki er hægt að fylla á með mat.
Hér er komið að þakklætinu.
Þegar við þökkum það sem við höfum, og stillum fókusinn á það, förum við að upplifa meiri fullnægju og minna tóm. - Þá látum við af hugsuninni um skort. -
En þakklæti er ekki bara eitthvað sem við hugsum, heldur þurfum við að ganga lengra, og "praktisera" þakklæti. -
Ég er nú ein af þeim sem hefur fundist pinku "fyndið" og e.t.v. öfgafullt að biðja borðbænir fyrir mat, en líklegast er það ein fallegasta þakkarbænin, að þakka fyrir að fá að borða, því það er ekki sjálfsagður hlutur alls staðar í heiminum. -
Þó við förum ekki að taka upp þá iðju, nema kannski hvert og eitt svona sér fyrir sig, þá er það að iðka þakklæti eitthvað í þeim dúr.
Það sem ég hef kennt á námskeiðunum mínum er t.d. að halda þakklætisdagbók, - þá skrifar fólk niður daglega, yfirleitt á sama tíma dags það sem það er þakklátt fyrir, e.t.v. þrjú til fimm atriði. Þetta þarf að iðka til að það komist upp í vana.
Hugrækt virkar eins og líkamsrækt, - það dugar ekki að æfa skrokkinn einu sinni og halda að við séum komin í form. Við þurfum að endurtaka æfingarnar aftur og aftur og gera það að lífsstíl eða nýjum sið í okkar lífi. -
Þakklætið fyrir líka þannig, - að þakka daglega eða a.m.k. reglulega þó það sé aðeins 2 -3 í viku. -
Það er nefnilega þannig að þakklæti er undirstaða lífsfyllingar, sáttar, gleði og ýmissa góðra tilfinninga.
Þakka þér fyrir að lesa!
Sáum fræjum þakklætis og uppskerum .........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.