5.10.2013 | 12:41
Staðastaðarprestakallið kallar á okkur átta ...
Heil og sæl sambloggarar á Moggabloggi sem og önnur sem lesa. - Ég er að sækja um embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli og er m.a. með síðu þar sem ég er að kynna mig og hægt að skoða ef smellt er HÉR.
Svo er ég með stuðningssíðu á Fésbókinni og hún er HÉR.
Þakka allan veittan stuðning og meðbyr.
Ykkar einlæg,
Jóhanna Magnúsdóttir, cand. theol.
Átta sóttu um stöðu sóknarprests | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.4%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.1%
Oft 19.4%
Fer alltaf ein/n 19.1%
696 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 340404
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæla Jóhanna!
Hérna er grundvallar-spurning sem þú þarft að svara áður en að ég mæli með þér:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1308494/
Jón Þórhallsson, 5.10.2013 kl. 13:32
Gott gengi Jóhanna mín, hefði viljað sjá þig á Þingeyri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2013 kl. 14:24
Hlekkurinn sem þú gefur upp virkar ekki Jón Þórhallsson, en ég komst inn á færslu - með því að stroka út það aftasta í hlekknum. Er það spurningin um endurkomu Krists?
Kær kveðja, Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.10.2013 kl. 17:41
Takk Ásthildur, - það var hálf tilgngslaust að "keppa" við sérann á staðnum, svo ég dró umsóknina til baka. -
Kær kveðja, Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir, 5.10.2013 kl. 17:43
Já mín kæra, óska þér velgengni, og það kemur dagur eftir þennan... eða þannig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2013 kl. 21:27
Er það ekki rétt hjá nafna mínum, að prestum Þjóðkirkjunnar ber að halda sig við Ritninguna? Er það ekki lágmark, að þeir virði Nýja testamentið?
Og hver er hann þessi "séra á staðnum", settur sóknarprestur?
Jón Valur Jensson, 6.10.2013 kl. 01:55
Góðan dag, Jón Valur, Þarna er um misskilning að ræða - Ásthildur var að segja að hún hefði viljað fá mig á Þingeyri og ég var að svara því að í því tilfelli hefði ég dregið umsóknina til baka. Þar var kominn afleysingaprestur og mér fannst eðlilegt og líklegt að hún yrði valin.
Ég virði lífið, virði Guð og ég virði það sem Guð hefur skapað. Guð hefur skapað menn sem hafa skapað Nýja testamentið. Heilagur andi hætti ekki störfum þegar Biblíunni var lokið, og heldur áfram að blása fólki í brjóst, og mikið af þeim skrifum sem finnast í dag eru í takt við efni Biblíunnar.
Ég hef köllun til að vinna með fólki í náungakærleika Jón Valur, það gerir mig varla slæma? - Ég á mjög sterka trú og og trúarupplifanir af Jesú Kristi, og ég vona að þú virðir það líka.
Ég held mig við Guð, við Jesú Krist og Heilagan anda, Jesús er Guðs Orð holdi klætt - og fyrirmyndin og minn grunnur sem ég byggi á frá bernsku, eins og þú veist eflaust þar sem þú þekkir ætt mína og eflaust hefur þú lesið skrifin mín þar sem ég tala um bænirnar mínar sem föðurarf minn.
Ég á svo sterka trú, trú á fagnaðerindi Jesú Krists um upprisu og eilíft líf Jón Valur, að ég get lifað og hjálpað fólki þrátt fyrir óbærilega sorg við það að missa dóttur í upphafi þessa árs. -
Þetta verður að vera nóg fyrir þig Jón Valur, frá mínu brjósti en bæti þessu við:
"I´ve learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel." - Maya Angelou.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.10.2013 kl. 09:37
Ég er ekki í þjóðkirkjunni, en ég vil einmitt fá presta sem hafa slíkan kærleika og umburðarlyndi í skaphöfn sinni sem ég þekki hjá Jóhönnu. Hún er einn stór útbreiddur faðmur fyrir alla sem óska þess að leita þar skjóls, það er miklu meira en hægt er að segja um marga aðra. Við höfum sem betur fer einmitt slíkan öðling hér, þeir eru ekki á hverju strái, en þeir eru nauðsynlegir sáluhjálparar þeim sem gengur brotin um lífsins grundu.
Samhryggist þér elsku Jóhanna mín það er svo sárt að missa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2013 kl. 12:02
Jóhanna, æ, hve hræðilegt. Ég samhryggist þér innilega vegna andláts dóttur þinnar, sem ég var að frétta af núna, og bið um styrk frá Guði og huggun þér og öllum þínum til handa.
Þakka þér svarið þitt, m.a. að hafa leiðrétt hér misskilning minn. og gangi þér allt til góðs í lífinu framundan.
Jón Valur Jensson, 6.10.2013 kl. 23:59
Þakka þér mín kæra Ásthildur, - ég vonast til að þjóna öllum, eins og hingað til, þó það sé undir hatti Þjóðkirkju, ég hef þá trú að ég geti komið að liði þar, og vona að sóknarbörn geri það líka.
Þakka góðar kveðjur Jón Valur, það verður nú þannig við áföllin að við förum að átta okkur á því sem skiptir raunverulega máli í þessu lífi.
Ást og friður til ykkar beggja. <3
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2013 kl. 09:55
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2013 kl. 09:56
Fólk eins og þú og nokkrir fleiri prestlærðir sem ég þekki, hafa þá víðsýni og innri styrk til að vera englar í samfélagi manna. Þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2013 kl. 13:10
Elsku Jóhanna, innilega til hamingju með þína ákvörðun. Ég óska þér velfarnaðar ævinlega.
Marta B Helgadóttir, 10.10.2013 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.