"Ég er ennþá með sólina í hjartanu" ... krúttfærsla

Ég starfaði um skeið í grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrardeild.  Þar eru kennsla fyrir börn í 1. - 4. bekk, en síðan fara þau í 5. bekk á Kleppjárnsreyki. 

Ég bauð nemendum nokkrum sinnum upp á létta hugleiðslu, þar sem við tókum sólina inn í hjartað, eins og ég kalla það.

Daginn eftir eina slíka hugleiðslu, þar sem ég stóð frammí í matsal skólans snemma morguns, mætir lítil skotta og kemur í útigalla og kuldaskóm og hallar sér að dyrastafnum og tilkynnir mér hátíðlega:

"Ég er ennþá með sólina í hjartanu" :-)

Börn eru bara dásamleg, og gaman ef við gætum tekið sólina svona auðveldlega inn.

kids_sunshine_1077084.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband