22.8.2013 | 09:33
Landslög og undanþágur frá þeim ..veittar sumum en öðrum ekki?
Ég tel að við getum ekki neitað Múslimum um að taka sín Sharía lög inn í landið á meðan við leyfum öðrum trúfélögum á Íslandi að starfa með sín prívatlög. -
Það verður eitt yfir alla að ganga. Þjóðkirkjan (styrkt af ríkinu) veitir prestum "samviskufrelsi" til að vígja ekki samkynheigða, en samt er í landslögum jöfn hjónavígsla.
- Hvar liggur samviskufrelsi múslimanna í málum kvenna? - Kaþólikkar vígja ekki konur til prestskaps, - það eru lög um jafnrétti í landinu. -
Bara svo við vitum að hverju við erum að ganga og að eitt skal yfir alla ganga. -
Hvar á að setja línuna?
Er það bara ég sem er ekki að fatta þetta?
Er réttlætanlegt að trúarsannfæring sem gengur gegn mannréttindum trompi landslög?
Athugasemdir
Landslög gilda. Ekki önnur lög. Hvorki sharia né Hávamál.
Jens Guð, 22.8.2013 kl. 23:52
Íslendingar eru sem betur fer enn heiðnir, hvort sem þeir eru skráðir í þjóðkirkjuna eða Ásatrúarfélagið. Þannig notum við enn Grágás en höfnum Mósebók og sharia lögum.
Sigurður Þórðarson, 23.8.2013 kl. 10:09
Þið eruð ágætir ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.8.2013 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.