Landslög og undanþágur frá þeim ..veittar sumum en öðrum ekki?

 Ég tel að við getum ekki neitað Múslimum um að taka sín Sharía lög inn í landið á meðan við leyfum öðrum trúfélögum á Íslandi að starfa með sín prívatlög. -  

Það verður eitt yfir alla að ganga.  Þjóðkirkjan (styrkt af ríkinu) veitir prestum "samviskufrelsi" til að vígja ekki samkynheigða, en samt er í landslögum jöfn hjónavígsla.

- Hvar liggur samviskufrelsi múslimanna í málum kvenna? -  Kaþólikkar vígja ekki konur til prestskaps, - það eru lög um jafnrétti í landinu. - 
 

Bara svo við vitum að hverju við erum að ganga og að eitt skal yfir alla ganga. -  

Hvar á að setja línuna?

Er það bara ég sem er ekki að fatta þetta?

Er réttlætanlegt að trúarsannfæring sem gengur gegn mannréttindum trompi landslög?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Landslög gilda.  Ekki önnur lög.  Hvorki sharia né Hávamál. 

Jens Guð, 22.8.2013 kl. 23:52

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar eru sem betur fer enn heiðnir, hvort sem þeir eru skráðir í þjóðkirkjuna eða Ásatrúarfélagið. Þannig notum við enn Grágás en höfnum Mósebók og sharia lögum.

Sigurður Þórðarson, 23.8.2013 kl. 10:09

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þið eruð ágætir ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.8.2013 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband