Eru megrunarkúrar orsök offitu? ..

Þetta er slatta langur pistill, en ef þú vilt fá "summary" eða útdrátt þá er hann hér í næstu fimm línum. -

Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

Ef þú ert enn forvitin/n lestu þá áfram:

"Forget about dieting.  For ever. Diets are not more than training courses in how to get fat and feel like a failure." - Paul McKenna

Gleymdu þessum megrunarkúrum. Að eilífu. Megrunarkúrar eru þjálfun í því hvernig á að fitna og í að líða eins og við séum misheppnuð! -

90% af megruanrkúrum misheppnast - til langs tíma sé litið.  (Þessi prósentutala er eitthvað flöktandi, en 90% skv. Paul McKenna).

Paul McKenna notar svipaða hugmyndafræði og Geneen Roth, sem skrifaði bókina Women, Food and God, an unexpected Path to almost everything.-

Hún er með sjö leiðarljós, en hann fjögur - en það má segja að þau skarist algjörlega. -

Hún kallar sínar "reglur" - "Guiding Lines"  - en hann "Golden Rule" -

Gullnu reglurnar hans Paul eru:

1. When you are hungry - Eat. - (Þegar þú ert svöng/svangur - borðaðu).  

  • Líkamlega hungruð/hungraður - þ.e.a.s þú finnur hungrið í maganum, ekki í höfðinu. - Ath! - oft er erfitt að átta sig á muninum á hungri og þorsta, prófaðu því alltaf fyrst að drekka 1-2 glös af vatni og það er reyndar ágæt regla fyrir allar máltíðir. -

2. Eat what you want, not what you think you should. (Borðaðu það sem þig langar, ekki það sem þú heldur að þú eigir að borða).

3. Eat CONSCIOUSLY and enjoy every mouthful (Borðaðu með með MEÐVITUND og njóttu hvers munnbita).

  • Að borða með meðvitund og njóta þýðir að við borðum hægt og yfirvegað,  finnum ilminn af matnum, áferðina, tyggjum vel, við borðum án truflunar (erum ekki að lesa OG borða í einu t.d. - ekki frekar en við værum uppí rúmi og njóta kynlífs og lesa moggann). -

4. When you think you are full stop eating. (Þegar þú heldur að þú sért södd/saddur hættu að borða).

  • Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvenær þú ert södd/saddur - hugsaðu þér bara hvernig þér líður þegar þú ert búin/n að fara á klósettið, - fyrst verður okkur mál og svo höfum við þvaglát eða hægðir (pent orðað) og við vitum þegar við erum búin. - Sama tilfinning á að vera í maganum þegar við erum södd. -  Alveg eins og okkur er ekki lengur mál, erum við ekki lengur svöng. -

Vegna ýmissa "skekkja" í okkur sjálfum,  virðumst við eiga erfitt með þetta.

Þau sem ekki eru "skökk" - eru það sem kallað er "naturally thin people" - eða eðlilega grannt fólk, - sem flestir í yfirþyngd þola ekki! .. En það er fólkið sem virðist borða hvað sem er og aldrei fitna. - Er það ekki bara hið eðlilega? -

En finnum hvaða þrjár "skekkjur" eru í gangi - og hvað orsakar að þú ert enn í yfirvigt? -

Hverjar eru þrjár helstu ástæður offitu í heiminum skv. Paul McKenna? - (Ath! ein orsökin útilokar ekki hina og oft er um þetta allt að ræða). -

1.   Obsessive Dieting eða Þráhyggjumegrun er ein aðalástæðan fyrir "obesity" - í heiminum. -  (ætli við köllum þetta ekki jójó-megrun, þar sem við förum í kúr grennumst, fitnum (meira en síðast) og svo förum við í kúr grennumst .... o.s.frv. - )

A diet is any system of eating that attempts to exert external control over what, where, when or how much you eat. -

Það að kúr virki ekki til langframa hefur ekkert með þig að gera, - það hefur með líffræðina að gera. - Að neita sér um mat er versta aðferðin til að losna við aukakílóin. -

2.  Emotional eating - Tilfinningaát  

Fólk borðar oft vegna þess að því leiðist, er einmana, þreytt - eða af einhverri annarri tilfinningalegri ástæðu. -  Þess vegna líður fólki svo oft eins og það sé aldrei satt.  Það vantar lífsfyllingu - það eru tómir tilfinningapokar innra með þeim og á þá er verið að fylla. - Þau fá aldrei "merkið" um að hætta að borða,  því þau verða aldrei södd. - Fá aldrei nóg, eru aldrei nóg. 

Þú þarft því að stoppa og  spyrja þig;  Er ég raunverulega svöng/svangur eða þarf ég bara að breyta líðan minni? -

Ef þú kemst að því að þú þarft bara að breyta líðan þinni, komast hærra á hamingjuskalanum, máttu vita að enginn skammtur af mat dugar til að gera þig hamingjusama/n. - Þú þarft að fara í aðrar "aðgerðir" til að láta þér líða betur,  skoða líf þitt í heild og finna leiðir til að finna þína innri hamingju - og hvað þig vantar RAUNVERULEGA í líf þitt. -

3. Faulty programming - Röng forritun. 

Ef þú ert of feit/ur er það EKKI ÞÉR AÐ KENNA og engin megrunarpilla, heilsudrykkur eða "hvernig á að megra sig bók" - getur breytt því. -

(Það sema gildir um meðvirkni, - hún er lærð hegðun alveg frá bernsku, hún er eðlileg viðbrögð barns við óeðlilegum aðstæðum).   Hvernig við umgöngumst mat er því aðeins birtingarmynd af því hvernig við umgöngumst lífið og okkur sjálf. -

Slakaðu því á, þú ert ekki klikk, ekki bilaður/biluð og þú ert ekki vond manneskja. -  Þú hefur bara tileinkað þér mjög óheppilega siði.  En góðu fréttirnar eru að þegar þú hefur tileinkað þér nýja siði, endurforritað þig þá verður þetta auðvelt. -

(Ath! - ég segi oft að við í Lausninni  www.lausnin.is - ættum að svara "endurforritun góðan daginn! - Vegna þess að það sem við erum að hjálpa fólki að sjá eru sárin sem valda ranghugmyndum um okkur sjálf, - sárin sem valda því að þú talar niður til þín og beitir þig í raun hörku og niðurrifi í stað þess að byggja þig upp, elska þig, virða, treysta o.s.frv.). -  Ég bendi á pistil Sophie Chiche í þessu sambandi, en hún er sálfræðingur sem skoðaði eigin ástæður sem voru á tilfinninganótum og vegna rangrar forritunar - þegar fólk spurði hana hvað hún hefði gert, þegar það sá að hún var búin að missa eitthvað um 40 kg, þá svaraði hún "I didn´t DO anything, I shifted my state of being" -  ég myndi túlka þetta þannig að hún hafi breytt hugsunarhætti sínum og viðhorfum  - og auk þess sagði hún "You need to see your pain to change"-   og hún viðurkenndi vanmátt sinn og sársauka.  Það er einnig ástæðan fyrir því að við förum í skoðunarferð til fortíðar,  til að sjá og skilja, en ekki að setjast þar að eða að leita að sökudólgum. 

Ef þú myndir ekki nenna að lesa þetta og þyrftir bara eina reglu til að komast í þína heilsusamlegu þyngd:

Stutta útgáfan af þessum pistli er endurtekin hér:

Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

og smá í viðbót: - Við erum að komast frá skömm til sáttar,  frá hinu ytra til hins innra. - Inn í kjarna okkar sjálfra til þess að hafa möguleika að hjartað ráði för. -

Ef hjartað gæti talað hvað myndi það vilja þér?

Ef þú vilt vita meira, fá fyrirlestur fyrir hóp - hafðu þá samband við mig:  johanna@lausnin.is

Gleymdu þessum megrunarkúrum. Að eilífu. Megrunarkúrar eru þjálfun í því hvernig á að fitna og í að líða eins og við séum misheppnuð! -

Markmiðið er að fara að njóta, vera sátt og hamingjusöm! -

(Að gefnu tilefni endurtek ég það þrisvar í þessum pistli hvað er að njóta:

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

MIKILVÆGT: Að njóta er ekki að borða þegar við erum ekki svöng, að borða það sem okkur þykir vont, að borða með samviskubiti og  troða í sig þangað til okkur er illt ;-) ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Vandamálið við að borða það sem manni finnst raunverulega gott er að okkar bragðskyn breytist með tímanum eftir því hvað við borðum.  Alls konar "matur" sem fólki finnst gott er svo gjörsneytt af næringu að líkaminn biður um meira og meira af því að það sem hann er að fá inniheldur ekki það sem líkaminn þarf.

Mofi, 21.8.2013 kl. 12:28

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég held að reynslan hafi sýnt að fátt er jafn fitandi og megrunarkúrar.

Hörður Þórðarson, 21.8.2013 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband