Bæn úr hengirúmi

Ég bið fyrir öllum sem eiga hjartasár, fyrir öllum sem upplifa sig stífluð, andlega tætt, týnd eða eirðarlaus, og fyrir öllum sem upplifa sig vanta tengingu við það sem ER - hverju nafni sem þú kýst að kalla það (Guð, Hið heilaga, Æðri máttur, Lífið). 

Ég bið fyrir öllum sem eru í kvíða vegna afkomu sinnar,  að þau fái það starf eða það sem þau þurfa til að framfleyta sér og sínum. 

Ég bið þess að styrkur komi hér og nú, hugrekki, innblástur, og að hlutirnir skýrist eins og fyrir kraftaverk. Megir þú finna þinn farveg, vera full/ur trúar, í fullvissu um hversu guðdómlega fullkomin/n þú ert.   


Leyndarmálið við að komast á réttan farveg er kannski of einfalt, þú getur gert það núna, með því að segja: "Já takk" og trúa því að þú sért þar með komin/n á réttan farveg og þá þarftu ekki að bíða eftir neinu. Bara með því að trúa þá er "getnaður" hafinn og svo er bara að treysta að allt þroskist eðlilega án þess að þú sért að skipta þér of mikið af, þ.e.a.s. að treysta lífinu. 

Ef það á að vera verður það. Slakaðu á - leggðu þig í þetta lífsins hengirúm og láttu goluna gæla við þig. -    

Hvað skiptir RAUNVERULEGA máli?  

Það að þú getir andað er grundvöllur fyrir lífi,  þökkum það.  Þökkum líka mat og húsaskjól.  En fyrst og fremst þökkum innri frið,  hann er mikilvægur til að þola það áreiti sem fylgir því að fá innheimtubréf frá bankanum - ofan í sorg og erfiðleika.  

Ég bið um æðruleysi.  

Annað er aukaatriði.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband