4.6.2013 | 08:52
Heimur versnandi fer - eða hvað?
Í "gamla daga" fékk maður eina flösku (litla gosflösku, ekki 1/2 lítra) max á viku. Nú eru margir að drekka gos daglega.
Það hafa orðið framfarir á mörgum sviðum en afturförin er augljós og birtist t.d. í offitu barna og unglinga, - sem helgast þá eflaust líka af hreyfingaleysi og kyrrsetu vegna þess að þau eru meira í tölvum eða horfa á sjónvarp.
Við virðumst ráða illa við frelsið til að velja, og dæmi um það er hvað margir hugsa með hlýhug til sjónvarpslausra fimmtudagskvölda, en gætu ekki fyrir sitt litla líf haft slökkt á sjónvarpinu OG tölvunni hvert fimmtudagskvöld, - hvernig væri að gera fimmtudagskvöld að sjónvarps-og tölvulausu kvöldi?
Og svo maður tengi nú almennilega við fréttina, að sleppa gosdrykkjum nema kannski einu sinni í viku?
Það er spurning hvort maður yfirleitt er með frjálsan vilja? - Ræður ekki gosið /sykurinn yfir okkur ef við verðum háð því? Eða tölvan eða sjónvarpið ef við náum ekki að forðast það þó okkur langi jafnvel?
Af hverju gerum við ekki það sem við viljum - og af hverju förum við (mörg) svona illa með musteri sálarinnar; líkamann?
Gosdrykkir jafn slæmir og krakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.