Munur á skömm og sektarkennd ..

Brené Brown er einhvers konar "rannsóknarprófessor" frá Texas og hefur undanfarin ár spáð og spekúlerað í hugtökum eins og "shame" og "guilt"  eða skömm og sektarkennd. 

Hún segir að hægt sé að aðgreina þessar tvær tilfinningar - þó um einhverja einföldun sé að ræða þannig að sektarkennd sé sú tilfinning sem við fáum fyrir eitthvað sem við gerum eða við teljum okkur hafa gert, en skömm sé þeirrar gerðar að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf.

Skömmin er mjög lúmsk og oft áttum við okkur ekki á því að við erum hlaðin skömm.

Skömmin hleðst upp t.d. þegar við upplifum að við höfum látið eitthvað ganga yfir okkur, eitthvað sem er á móti lífsgildum okkar.  

Sá sem lendir í ofbeldi upplifir stundum að ofbeldið sé sér að kenna og segir því ekki frá því.  Eða að hann skammast sín fyrir að hafa "leyft" ofbeldismanninum að komast upp með ofbeldið og jafnvel dvelur í hans faðmi ef svo má að orði komast.

Mikið hefur verið skrifað um ofbeldi gagnvart körlum undanfarið, - en margir karlmenn (og eflaust konur líka)  telja það skammarlegt að vera þolendur ofbeldis kvenna. - Tala um aumingjagang o.s.frv.  

Menn skammast sín eða fyrir sig.  Upplifa skömm.

Brené Brown,  sem ég minntist á í upphafi bendir á að skömmin hati að láta tala um sig,  því að með því minnki hún.  

Það er því hið eina rétta að segja frá því sem við upplifum sem skömm,  ekki hlífa ofbeldismönnum eða halda leyndarmál þeirra.  

 


mbl.is Skömm og sekt skyldar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband