1.5.2012 | 09:31
Hvað gerir eitt eilífðar smáblóm á 1. maí ? ..
Eitt eilífðar smáblóm
Þegar ég horfi á myndbönd sem kallast "Symphony of Science" - styrkist ég í trúnni á Guð, aðrir styrkjast í trúnni á vísindin. -
Ég finn vísindin í Guði og Guð í vísindunum. -
"Guðs ríki er innra með yður" .. Jesús Kristur
"The Cosmos is also within us" - "We are a way for the Cosmos to know itself" - Carl Sagan
Þjóðskáldið Matthías Jochumsson var undir áhrifum frá 90. Davíðssálmi þegar hann skrifaði Lofsönginn sem við notum sem þjóðsöng en fyrsta erindið er hér:
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:,: Íslands þúsund ár, :,:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Eckhart Tolle talar um Guð sem "Being" vegna þess að hugtakið Guð sé svo gildishlaðið og misnotað, - en auðvitað veldur sá er á heldur og hvað er Being annað en tilveran eða veröldin, heimurinn, Cosmos? - Guð sem er allt og Guð sem er heimurinn? -
Ég er því "eitt eilífðar smáblóm sem tilbiður Guð sinn og deyr" - skemmtileg þversögn í þessari línu, eitthvað eilíft og deyr - en í raun er ég og við öll, eilíf, því að allt líf er tengt, við erum öll eitt, líffræðilega tengd hvert öðru og efnafræðilega tengd jörðinni. -
Við erum eilíf. -
Við erum öll "eitt eilífðar smáblóm" hvort sem við könnumst við eða játumst heiminum eða Guði, - það skiptir í raun engu máli, það er rétt frá staðsetningu hvers "blóms" í veröldinni ...
Veröldin er stórkostleg ...
Samhugur ætti því að vera hið rétta eðli okkar. Það er að vilja hvert öðru vel og vera jöfn, en ekki að vera merkilegri en annar eða ómerkilegri. - Okkar starf er m.a. að ganga vel um jörðina, ganga vel um veröldina og umgangast okkur sjálf og aðra af virðingu og elsku ..
Umhverfisvernd er elska til sjálfra okkar og annarra, hún virkar inn á við og út á við. - Heimurinn er líka innra með okkur. -
Engin/n er "atvinnulaus" vegna þess að við erum verkamenn í víngarði Guðs, - eða víngarði heimsins (Cosmos) eftir hvernig við lítum á það og starf okkar er að hjálpa heiminum við að þekkja sjálfan sig. -
Um leið og við störfum við það að hjálpa heiminum við að þekkja sjálfan sig, komumst við ekki hjá því að starfa við það að þekkja okkur sjálf, kynnast okkur sjálfum, því að, best að endurtaka það: "The cosmos is also within us" - eða heimurinn er líka innra með okkur. -
Við erum hluti af heildarpakkanum. -
Ekkert starf er merkilegra en annað starf, allt hefur sinn tilgang, engir tveir vinna starfið nákvæmlega eins. - Því fleiri sem leggja hönd á plóg, því fleiri upplýsingar fær heimurinn um sjálfan sig, og vex því með hverri veru sem tekur þátt í lífinu. Með hverri sorg og hverri gleði þroskast heimurinn.
Við erum því hluti af þroskaferli og vexti veraldarinnar. - Enda er veröldin og við orðin/n mun "gáfaðri" núna en t.d. á ritunartíma Biblíunnar. - Þess vegna verðum við alltaf að lesa fornar bókmenntir með innblæstri dagsins í dag, okkar eigin innblæstri en ekki innblæstri þeirra sem skrifuðu þær. -
"The Cosmos is also within us" - The beauty of a living thing is not the atoms that go into it - but the way the atoms are put together -
"The Cosmos is also within us"
"We are a way for the Cosmos to know itself" -
Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins, - en í raun erum við aldrei í fríi sem verkalýður þessa heims, þar sem við erum að störfum til að heimurinn læri að þekkja sig, og að launum fáum við súrefni til að anda, drögum andann djúpt og gleðjumst yfir þessu stórkostlega verkefni sem lífið er.
Eitt eilífðar smáblóm, hversu smátt sem það er hættir ekki að vera til, tekur ekki frí frá lífinu - heldur horfir til sólar ..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.