9.4.2012 | 13:14
Jesú verður ekki úthýst ...
"Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hvert annað." Jóh. 13: 34-35
Þeir sem trúa því að Jesús sé Guð, vita það og trúa því að Guð ER og Jesús ER.
(þessu er ekki beint til yfirlýstra trú-eða Guðleysingja, eða sem ekki trúa á guðdóm Jesú, heldur einmitt að þeim sem trúa).
Lúk 17:20 "Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður."
Við skulum ekki halda að Jesús sé bara í bók, og að það að loka þessa bók út úr skólum loki dyrunum á nefið á Jesú.
Guði verður ekki úthýst, en við getum valið að sjá ekki Guð, upplifa ekki Guð, segja að hann sé bull, - við getum neitað að samþykkja hann. - Hvert og eitt. - Og við getum haldið dauðahaldi í það að hann sé aðeins að finna í bók og líka í það að ef að börnin fái ekki afhent Nýja testamentið í skólanum sé Jesú úthýst úr skólanum og þá jafnvel úr hjörtum þeirra - nee...
Gerum ekki lítið úr mætti Jesú Krists.
Það mikilvægasta er ekki að setja límmiða á bílinn sinn "I love Jesus" - eða mæta í biblíulestrarhópa og stúdera. - Merkimiðinn er ekki aðalatriðið. -
Aðalatriðið er einlægnin í trúnni - að lifa trúna, að lifa að fyrirmynd Jesú, að VERA kærleikurinn og ganga veginn. Ganga veg sannleikans og heiðarleikans, gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Ekki svíkja ástvini, rjúfa tryggð, hjálpa ekki fólki í neyð, fara í manngreinarálit o.s.frv. -
Í þroskasálfræðinni var talað um "persónur" sem náðu að setja sig í spor annarra, og nefndir til sögunnar Jesús Kristur og Gandhi, til að mynda. -
Líti nú hver (sem játar trú á Jesú Krist sem Guð af Guði) í eigin barm og skoði samhug sinn með náunganum, vilja til að skilja náunga sinn - eða jafnvel hvort að náunginn verður fyrir dómhörku af okkar hálfu? -
(Tek það fram að ég er langt í frá heilög og á langt í land).
Kristilega siðfræði er hægt að kenna með því að vera fyrirmynd í anda Krists. Sumir segja að vera fyrirmynd sé eini sanni leiðtoginn. -
Hvert heimili og forráðamenn geta tekið ákvörðun um á hvaða forsendum siðfræðin er kennd, hvert heimili getur kennt um Jesú Krist eða ekki. -
Við getum ekki afneitað sögulegum grunni þjóðfélags okkar, við getum ekki afneitað hinum menningarsögulega grunni, og til að vera menningarlega læs mæli ég hiklaust með því að þekkja frásagnir Biblíunnar, - þó ekki sé nema lágmark að skilja vísanir í bókmenntum, listum, kvikmyndum o.s.frv. - Til að skilja hvað höfundur Matrix er eiginlega að vísa í til að mynda! -
Það þarf að huga að því á hvaða forsendum bækur eru gefnar í skóla, ef þær eru gefnar á forsendum trúboðs þá finnst mér það rangt, en sem almennt kennslugagn þá er það rétt. - Alveg á sama hátt og ég er á móti hvers kyns áróðri t.d. frá bönkum inn í leikskóla, en ég mótmælti á sínum tíma til umboðsmanns barna þegar að banki gaf litabækur í leikskóla merktar bak og fyrir og með myndum af baukum bankans. -
Það er vandasamt verk að "kenna" þessa bók, Nýja testamentið og Davíðssálma. - Og það er líka vandasamt fyrir nemendur að taka við kennslunni. - Textinn er oft djúpur og flókinn. Margir vilja taka hann (og kenna) svo bókstaflega að halda mætti að samfélagið sem var við lýði á ritunartímanum sé sambærilegt samfélagi dagsins í dag. - Eins og samfélagið hafi ekkert þroskast eða þróast í gegnum aldirnar. -
Ef svo væri, engin þróun eða þroski, þyrftum við enga aðra bók en Biblíuna til að kenna líffræði, siðfræði eða félagsfræði.
Boðskapur Jesú er í raun einfaldur, sem kristallast í boðorðinu tímalausa um að elska Guð og elska náungann eins og okkur sjálf. -
Elskan verður ekki útilokuð og því verður Jesú ekki úthýst -
---
Langar að bæta hér við orðum Bjarna Randvers Sigurvinssonar sem skrifaði nýlega á Facebook:
"Ég lít á Biblíuna sem mannaverk og tek undir með Lúther að hún sé ekki orð Guðs heldur hafi að geyma orð hans, nánar til tekið vitnisburðinn um orð Guðs sem er sjálfur Jesús Kristur. Biblían er ekki einsleitt bókmenntaverk heldur ritsafn ólíkra bókmennta frá um þúsund ára löngu tímabili sem eiga það sameiginlegt að hafa sögulegt, menningarlegt og trúfræðilegt vægi fyrir kristna menn þótt með misjöfnum hætti sé."
Jafnframt:
"Ég trúi ekki á Biblíuna, heldur trúi ég á Jesúm Krist. Biblíuna ber að lesa út frá persónu Jesú Krists og boðskap hans með þeirri almennu skynsemi sem okkur er gefin.-
Endurtek að lokum að við þurfum öll að kanna okkar hjörtu, öll sem játum kristna trú, hvort að VIÐ séum að hlusta á boðskap Jesú og virða veginn. Það er nefnilega ekki bara nóg að lesa ef við tileinkum okkur ekki. -
Lokaorð
Til eru þeir sem eru yfirborðstrúaðir og þeir sem trúa af einlægni og lifa samkvæmt boðskapnum. - Við getum gefið endalaus Nýja testamenti í skóla, og við getum lesið og lesið, en ef við erum bara að sýnast þá erum við ekki að lifa boðskapinn. - Ég er algjörlega á móti þeirri skoðun að setja sama sem merki á milli þess að úthýsa Jesú og leyfa ekki dreifingu NT í skólum. - Jesú verður ekki úthýst, en það getur vel verið að nemendur missi af mikilvægri lesningu en það er önnur "ella" ...
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.4%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.1%
Oft 19.4%
Fer alltaf ein/n 19.1%
696 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 340267
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér er mikið niðri fyrir kæra Jóhanna. Mjög ánægjulegt að sjá sannan brennandi áhuga til að vera góð manneskja og fyrirmynd.
Það er erfitt að ímynda sér að við getum ekki verið öll sammála um svo jákvætt og uppbyggjandi markmið.
Ég lýsi því alla vega yfir að orð þín kalla til mín og ég meðtek þau í kærleika og reyni í verki að koma þeim áfram út í mannhafið.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.4.2012 kl. 14:03
Veistu hvað, boðskapur Jesú í guðspjöllunum er aðeins meiri en bara þetta, t.d. fjallar hann um að við heimsendi muni englar koma og henda fólki í eldsofn. Ég veit að þér líkar ekki við þetta, en þú getur ekki látið eins og að Jesús hafi bara verið rosalega mikið krútt.
Svo held ég að það hjálpi lítið að lesa biblíuna til að fatta til hvaða goðsagna Matrix var að vísa, og ég held að mikilvægi biblíunnar til þess að "skilja menninguna" sé stórlega ýkt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2012 kl. 14:11
Í mínum huga var Jesú mikið krútt! Alla vega var hann ljóssins vera og ef einhvers staðar var dreginn upp önnur mynd af honum, þá var hún ekki sönn.
Þar hefur verið annarra manna túlkanir sem koma Jesú ekkert við.
Hans vera á jörðinni var samfelldur boðskapur um að elska náungann eins og sjálfan sig og það ættum við að einbeita okkur að. Ekki vera að draga fram einhverja útúrdúra, til að gera lítið úr vægi þessa boðskapar. Um þennan boðskap sýnist mér allir séu sammála. Væri þá ekki það besta í stöðunni að halda sig við eininguna og láta sundrunguna fara sína leið. Það viðheldur einingu og frið meðal manna, einmitt það sem við þurfum öll á að halda.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.4.2012 kl. 15:07
Sigurður, þetta finnst mér vera sérkennilegur hugsunarháttur. Í staðinn fyrir að skoða heimildirnar og reyna að komast að því hvað Jesús sagði líklega, og fyrst þá pæla í því hvort að hann hafi verið krútt eða ekki.
Þá virðist þú byrja með þá forsendu að Jesús hafi verið krútt, og af því leiðir að allt sem að passar ekki við þessa órökstuddu forsendu þína er bara hafnað.
Maður gæti alveg eins verið að ræða við alvöru kommúnista sem hefur þá forsendu að Stalín hafi verið góðmenni, og því hljóti allar þær heimildir sem bendi til annars að vera falsanir!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2012 kl. 15:28
Stalín var flottur í fjarlægð en þegar verk hans voru skoðuð var hann orðin að ófreskju.
Jesús hefur ekki flekkaða mynd.
Það eru aðeins þeir menn sem vilja skemma kristindóminn og sjálfan meistarann, sem koma með einhverjar sögur úr löngu horfnum tíma og segja manni að allt sem maður trúi á sé froða og ekki mark á takandi.
Við þá menn segi ég: Trúið því sem ykkur þykir einhvers virði, ræktið það og kynnið fyrir mannkyninu. Ég skal vera fyrstur til að þakka ykkur fyrir erfiði ykkar og fórnfúst starf, sé það til heilla fyrir mannkynið.
Ef það gerir mannkyninu ekkert gott, geri aðeins veröldina fátækari og snauðari. Rífi aðeins niður það sem öðrum er heilagt, eða mikils virði. Þá er best að sleppa því alveg. Það er engum til gagns að rífa niður það litla sem reynt er að byggja upp.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.4.2012 kl. 15:57
Ég sé að þú stendur í ströngu Sigurður Alfreð Herlufsen! - Ég ætla að byrja að svara þér áður en ég dreg andann djúpt til að svara Hjalta Rúnari, en er að koma inn úr heilsubótargöngu með "ömmu"hundinn! -
Já, mér er mikið niðri fyrir, það er rétt - ég þakka þér fyrir að hafa haldið hér á keflinu og svarað Hjalta. - Það þarf ákveðna djörfung til að fara í það "ferðalag" því það er líka nokkuð vonlaust að skýra málefni hjartans og hið andlega fyrir þeim sem ekki vilja skilja - eða hafa það að "mission" að afboða trú, og líta bara á þetta sem orð í bók sem þarf að kryfja. - Það er að mínu mati ákveðin tegund bókstafstrúar. -
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.4.2012 kl. 16:23
"Svo held ég að það hjálpi lítið að lesa biblíuna til að fatta til hvaða goðsagna Matrix var að vísa, og ég held að mikilvægi biblíunnar til þess að "skilja menninguna" sé stórlega ýkt."
Matrix vísar vissulega líka í trúar-og heimspekistef utan Biblíunnar en sú mynd er háguðfræðileg (ef þú veist það ekki). Við getum tekið bíómynd eins og Pleasantville, sem er eiginlega ekki almennilega skiljanleg, nema þekkja vísanir úr Biblíunni.
Fræg er sagan af afgreiðslustúlkunni sem seldi "kall á krossi" - og eflaust er hún ekki sönn, - en spurning hvenær eða hvort sú saga verður sönn. Stef úr Biblíunni eru samofin lista-og bókmenntasögunni - og menningarsögunni allri og það er óþarfi að gera lítið úr því.
Kannski þarf nef ólíkt þínu til að gera sér grein fyrir því.
Myndlist, bókmenntir, ljóð, kvikmyndir eru uppfull af áhrifum - ef ekki beinum myndum, - tungumálið er uppfullt af orðtökum o.s.frv. - Ekki reyna að telja mér né öðrum trú um annað. -
Svo ítreka ég það sem BRS segir, að lesa með almennri skynsemi í bland við boðskap Krists. -
Það má alveg taka texta um að varpa í eldsofn og leika sér með hann. Við getum varpað í eldsofn slæmum siðum, eitthvað sem við viljum losna við úr hugarfari okkar, - t.d. neikvæðni í garð náungans. Henni má svo sannarlega varpa í eldsofn.
Tek undir orð Sigurðar hér að ofan:
"Trúið því sem ykkur þykir einhvers virði, ræktið það og kynnið fyrir mannkyninu. Ég skal vera fyrstur til að þakka ykkur fyrir erfiði ykkar og fórnfúst starf, sé það til heilla fyrir mannkynið." ...
Vertu fyrirmynd Hjalti minn ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.4.2012 kl. 16:45
Svo sannarlega Jóhanna, það er bókstafstrú af verstu sort.
Það endaði ekki vel á dögum Jesú þar sem hinir bókstafstrúuðu sáu ekki hvað í manninum bjó. Horfðu ekki á hjartalagið, enda var það hið illa sem þeir voru í forsvari fyrir.
Ekki skemmtilegt verkefni það!
En ég vil trúa því fyrir þér, að ég vil alls ekki eiga í einhverjum deilum við fólk sem hefur aðra skoðun á tilverunni. En ég vona hins vegar að það fólk sem leggur sig fram um að koma þessari trú á kné, láti okkur þá í té eitthvað jákvætt sem byggir upp manninn.
Kannski luma þeir á einhverju sem maður hefur ekki sjálfur komið auga á, hver veit?
Alla vega lofa ég að hafa augun opin og viðurkenna allt slíkt, sé það á annað borð framsett í góðum anda og einlægri ósk um að hjálpa mannkyninu á sinni vegferð.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.4.2012 kl. 16:48
Sigurður, er það ekki "flekkuð mynd" að tala um að henda fólki í eldsofn?
Hvað í ósköpunum á þetta að þýða Jóhanna? Það er einfaldlega staðreynd að í guðspjöllunum eru Jesú eignuð orð sem okkur þykir einstaklega ósmekkleg. Hvað í ósköpunum er "bókstafstrúarlegt" við að benda einfaldlega á að þetta passar ekki við þá krútt-glansmynd sem þið hafið af Jesú.
Með svona "leik" getur maður látið alla texta segja hvað sem er. Hvernig væri að lesa textann með "skynsemi" og sætta sig við það ef hann segir eitthvað ljótt? Í staðinn fyrir að láta eins og hann segi eitthvað allt annað?
Svo að ég haldi áfram með Stalín, ef að Stalín sagði einhvern tímann "Ef einhver er ósammála mér, þá sendi ég hann í gúlag!", þá getum við bara "leikið" okkur að þeim ummælum og látið eins og hann sé að tala um að senda slæma siði í gúlagið!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2012 kl. 17:37
Jóhanna, ég ákvað að skrifa svolítið um þá undarlegu mótsögn að þú vilt lesa biblíuna "með almennri skynsemi" um leið og þú kemur með túlkun sem að hefur ekkert með almenna skynsemi að ræða: Óskynsamlegur lestur
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.4.2012 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.