Með en ekki á móti ..

Það er gott og uppbyggilegt að lesa þetta viðtal við Helga P. -  Þar sem í gegn skín jákvæðni hans og æðruleysi sem hann nýtir til að lifa með en ekki á móti. -

Um leið og við förum að berjast við áföllin lendum við í stríði og stríð leiðir af sér stríð. - Ég veit það er hið algenga að tala um að vera í baráttu við og t.d. að hafa unnið stríðið við krabbann,  en í raun er það ekki svoleiðis. -  Við vinnum með krabbameinið okkar,  við förum í samtal við aðra en ekki stríð eða baráttu við þá,  - ef við breytum þessu viðhorfi,  að lifa með en ekki á móti, þá eigum við möguleika á að upplifa æðruleysi,  en æðruleysi þýðir m.a. ró eða kyrrsemd.  Hæfileg ró og hæfileg kyrrð. - Jafnvægi.- 

Með því að þekkja "óvininn" - eða kynnast honum með því að skilja hann, - hvort sem óvinur er atburður, sjúkdómur eða manneskja,  öðlumst við þekkingu á honum og orsökum þess að hann "ræðst að okkur."  - Krabbamein er frumur í eigin líkama sem fara að breyta sér,  manneskja sem ræðst að okkur með illsku er yfirleitt veik eða í vanlíðan  að einhverju leyti. -  Það er þannig sem við förum að "elska" óvininn, - vinna með honum en ekki móti. - Skilja hann, uppruna hans og eðli. -  Þannig verðum við alltaf sigurvegarar. -

 "Sá sem hefur þekkinguna er öllum dygðum prýddur." -  Plató 

Þekkingin er skilningur, þekkingin er að setja sig í spor náungans,  þekkingin er samhugur - en ekki dómharka. -  Sá sem hefur upplifað mikið og lært mikið, hefur mikinn þroska og býr yfir mikilli þekkingu. -   Þekkingu sem byggir fyrst og fremst á lífsreynslu viðkomandi. 

 "Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum" - segir í Davíðssálmi 23.  Þessir fjendur koma úr öllum áttum eins og áður sagði, - en í sálminum kemur líka fram að við tökum full hugrekkis á móti því sem kemur, "jafnvel þótt ég fari í gegnum dimman dal" -   og aldrei erum við ein. -  Þessi ganga er ekki stríðsganga,  heldur ganga í ljósi kærleikans. - 

"Hef lært að lifa með áföllunum" ... segir Helgi. 

Lífið er lærdómur, lífið er  skóli, sum koma hingað bara og eru í leikskóla alla ævi, önnur takast á við erfiðari skóla og á hærra menntunarstigi, - sumir útskrifast eflaust með fimm háskólagráður eða fleiri í skóla lífsins. -  En viðhorf okkar til skólans, til kennaranna, til námsins, til annarra nemenda og síðast en ekki síst til okkar sjálfra,  getur skipt öllu máli,  alveg eins og við þekkjum úr okkar eigin skólavist. - 

En segi að lokum eitt stórt TAKK - Helgi Pétursson, við þurfum fleiri svona góðar fyrirmyndir. -

cappuccino.jpg 


mbl.is Hef lært að lifa með áföllunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Jóga mín.

Ég var svo heppin að starfa með Helga í ferðaþjónustu um árabil "á síðustu öld"og kynnast honum og Birnu konu hans. Bæði hjónin eru gefandi manneskjur, hlýleg og elskuleg sem hver sá er heppinn að fá að kynnast sem hefur umgengist þau.

Gott fólk og góðar fyrirmyndir. 

Marta B Helgadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband