Aldrei aftur megrun? ...

 Í stað þess að hamast á arfanum (offitunni) aftur og aftur og aftur - þá þarf rót-tækari aðgerðir... Það er að segja fara í ræturnar og skoða af hverju? -  Af hverju offita? - Af því að umgengnin við mat er eitthvað skökk, er það ekki? -   og af hverju er umgengnin skökk? -  

 

Orsakir offitu: 

1.  Endurteknir megrunarkúrar þar sem þú léttist um X kíló en fitnar svo aftur um X plús xx þegar kúrnum sleppir. - 

2.  Tilfinningaát - borðum þegar við erum leið, einmana, óhamingjusöm .... o.s.frv.   vantar okkur þá mat eða að koma lag á andlegu hliðina fyrst? .. 

 3.  Rangt forrit -  t.d. neikvæð innri rödd og ótti við að fá aldrei nóg eða vera nóg. - 

 Hægt er að lesa meira ef smellt er HÉR 

 

Annars fjallar pistillinn í stuttu máli um það að fara að njóta lífsins og matarins. 

 

Njóttu meðvitað hvers munnbita! .....

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur


Einn súkkulaðimoli borðaður með nautn gefur okkur miklu meiri fullnægju en heil plata borðuð í meðvitundarleysi. -

Þannig er lífið allt .. og ein rós gefin af einlægni og kærleika segir meira en bílfarmur af blómum gefinn af sýndarmennsku ...

awesome_roses-wide.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband