7.2.2012 | 08:34
"Ég dey ef ég þarf að standa upp og tala" ... (eða ekki?)
Nýtt blogg og meira um mig og það sem ég er að gera er hægt að lesa ef smellt er HÉR
Ég held að mér hljóti að hafa verið hent út af forsíðubloggurum mbl.is vegna þess að ég var alltaf að auglýsa námskeiðin mín, en ég ætla ekkert að trufla mbl.is meira með því og hef búið til wordpress síðu, - er búin að gera nokkrar tilraunir til að finna nýjan bloggvettvang, eða vettvang til að koma mér og því sem ég er að starfa við á framfæri.
Endilega skoðið alla síðuna og athugið hvort að þarna er ekki eitthvað sem þið getið nýtt ykkur, eða fyrirtækið ykkar, félagasamtök o.s.frv. -
Knús og kram,
Jóhanna
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi senda þeim (blog.is) fyrirspurn og fá skýringuna staðfesta. Hugsanlega hafa orðið mistök, þau geta alveg gerst. Það er missir af þínum fróðlegu og skemmtilegu skrifum af þessum vettvangi.
Marta B Helgadóttir, 7.2.2012 kl. 15:18
Já og spáðu í það að það er raunverulega fullt af fólki sem vill frekar deyja en standa upp og tala.....
Sammála Mörtu! Fáðu skýringu. Það væri verulegur missir af þér ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2012 kl. 16:18
Tek undir með þeim hér að ofan, farðu fram á skýringu, óþolandi að missa þig héðan elsku Jóhanna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2012 kl. 16:27
Sælar, - það þarf náttúrulega að vera pláss fyrir karlmennina! Ástæðan fyrir að ég var sett upp á "panel" í upphafi var að ég sendi mbl.is nótu um að þarna mætti gæta jafnræðis og mér finndist t.d. málefni kvenna, sem eru að sjálfsögðu stundum þau sömu og karla, alveg jafn áhugaverð og kvenna. Þá var mér kippt upp og einhverjum konum, - en ég hef verið lækkuð i tign aftur, það eru einhverjar vikur síðan og ég hef ekkert frétt af því, eða fengið skýringu. En ég nenni ekki að pæla í því. Set eflaust inn pistla hér við og við, þeir eru yfirleitt um mannrækt, jákvæð uppbygging o.fl. - ég ætla ekki að vera að atast í ritsjórnarstefnunni ef það er þeim á móti skapi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.2.2012 kl. 18:25
Ég prófaði að ýta á blog.is og þar voru 14 karlar og 2 konur. Ætli þetta sé rétt hlutfall af moggabloggurum?
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.2.2012 kl. 18:28
Ég gæti alveg trúað því. Flestir bloggarar eru karlmenn að hjala um eitthvað sem þeim finnst vera stóri sannleikurinn og enginn nennir að lesa.
Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2012 kl. 22:31
Mér finnst konum hafa fækkað mikið á bloggsíðum svona almennt. Það er ekki góð þróun. Umræða er orðin ótrúlega einsleit og flestir hljóma eins og bergmál af næsta manni. Þegar nær dregur næstu kosningum mun svo bloggurum fjölga sem vilja vekja athygli á sér. Um leið og kosningum er lokið hverfa þau andlit af bloggsíðunum aftur. Skapandi skrif var víð að finna hér fyrir nokkrum árum en þau hafa flust um set yfir á ýmsar nýjar vefsíður því dægurþrasið hefur komist upp með að einoka um of þetta annars þægilega og frábæra vefumhverfi sem blog.is er.
Marta B Helgadóttir, 8.2.2012 kl. 00:52
Mikið svakalega er ég sammála ykkur Hrönn og Marta. -
Amen á eftir efninu!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.2.2012 kl. 07:43
Tek svo undir með Mörtu og Hrönn, bloggið er afar fráhrindandi eins og er.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.2.2012 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.