18.1.2012 | 13:18
Reykjandi umhverfisverndarsinnar ...
Við erum gjörn að benda í allar áttir, horfa út á við og dæma heiminn.
Uss, verið að eitra! - mengun þarna ..
Fuss, ofbeldi ..
Skamm - vonska í gangi ..
Dómharka - uss, fólk er fífl ..
Ef við nú snúum þessu við og leyfum heiminum að horfa á okkur. Hvernig komum við fram við okkur?
Eitur? - Erum við að reykja? Erum við að fóðra okkur með næringu sem veikir jarðveginn? Erum við að menga okkur sjálf?
Ofbeldi? - Erum við að tala niður til okkar? Erum við að gera lítið úr sjálfum okkur, sýnum við okkur vantraust, getum við ekki elskað okkur né virt? .. Er það uppbyggilegt fyrir "heiminn" .. Erum við að næra okkur með verstu fyrirsögnunum í DV eða með að lesa skítkastið í kommentakerfinu? Erum við að sökkva okkur í ofbeldismyndir? - Á móti ofbeldi en næra okkur á ofbeldi?
Skamm? - Erum við að skammast okkar fyrir okkur sjálf? - Viljum við ekki fyrirgefa sjálfum okkur? Erum við að horfa á raunveruleikaþætti þar sem gert er lítið úr tilfinningum fólks, - njótum við þess að sjá það eða hvaða þörf er það? .. (Bachelor/Bachelorette) ..
Dómharka? Erum við að dæma okkur hart - og hvað hefur það upp á sig, gerir það okkur fullkomin?
---
Hvað erum við að bjóða okkur sjálfum upp á bæði í andlegri og líkamlegri næringu, hvað ef að þú ert heimurinn? Hvað ef að ég er heimurinn?
Hvernig viljum við umgangast jörðina og andrúmsloftið? ..
Til að breyta heiminum þurfum við að byrja á okkur sjálfum - meðvitundarbylting er byltingin sem þarf.
Virðum okkur, elskum og treystum!
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 13:30
Sæl! Lífið er svo margbrotið,ég verð þreytt á að pæla,en falleg ertu Jóhanna mín.
Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 06:33
Þakka ykkur Ástildur og Helga fyrir "heimsóknina"
Já, skil hvað þú átt við Helga mín, - stundum er best að pæla sem minnst ;-)
Takk fyrir komplimentið ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.1.2012 kl. 06:44
Ég er falleg :)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2012 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.