Góður dagur ;-) ....

Ég hlakka til þessa dags, á von á nokkrum framhaldskonum í hópnum mínum KMK (Kjörþyngd með kærleika) og svo fer dagurinn í að plana næstu daga,  þar sem ég er að byrja með ný námskeið. - 

Ég var með kynningarfund í gærkvöldi um hugleiðslu og slökun, og á því starfi sem ég er að vinna, sem felst aðallega í því að leiðsegja fólki inn að kjarna sjálfs sín,  já merkilegt nokk! .. 

Það komu nokkrar ungar konur, og ég spurði þær í restina hvort þær væru sáttar við það sem þær hefðu upplifað,  en ég fór með þær í hugleiðslu líka.  Ein svaraði að þetta væri betra en hún hefði átt von á, sem hlýtur að vera góð einkunn.  Þó að maður eigi ekki að þrífast á því sem aðrir segja, verð ég að vita hvort ég er að gera rétt fyrir aðra, hvort það það sem ég er að deila er að hitta í mark eða ekki! 

Samvera og samvinna, bæði með öðrum og sjálfum sér er lykilatriði.  Sundrung skapar vandamálin. 

Í kvöld er svo vikuleg sýning í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, og hlakka ég alltaf til að mæta á þau kvöld,  því að sú samvera er alltaf góð og nærandi.  Skemmtilegt og frjótt fólk - og stundum kalla ég þetta "nördaklúbbinn" minn.  Ég er sjálf hálfgerður nörd, eða kannski blanda af nörd og ljósku, en ég held reyndar að við séum það flest.  Við erum stórgáfuð á sumum sviðum en ferlega vitlaus á öðrum.  Þess vegna er samvinnan enn mikilvægari,  til að við getum unnið hvert annað upp!

Ég fékk þá flugu í hausinn í gærkvöldi þegar ég var að keyra heim frá Lausninni, að mig langaði í kall. 

Prestakall sko, helst út á landi á einhverjum sætum stað.  Ég er hrifin af sveitinni og ég er hrifin af gömlum kirkjum - og svo ELSKA ég fólk.  Ég held ég sé mjög heppin,  því það er eðlislægt.  Sumt fólk finnst mér erfitt að umgangast, fólk sem fókusar á neikvæða hluti,  það vekur upp neikvæðnina í mér og mér er það ekki hollt.  Það er því nauðsynlegt að setja slíku fólki mörk. 

Ég horfði á samtal í morgun á milli Neale Donald Walsch og Eckhart Tolle, og það er ekki annað hægt en að vera "inspired" eftir slíkt.  Þessi ótrúlega uppspretta sem við eigum öll innra með okkur, og þurfum bara að leyfa að flæða.  

Stærsta hindrun í lífinu erum við sjálf, - þegar okkur skortir trú, trú á lífið og okkur sjálf.  Það er ekkert skrítið að þessar hindranir séu fyrir hendi,  okkur er kennt að setja upp hindranir frá unga aldri og við erum heilaþvegin (óvart) að við séum ekki nóg, löt, frek, við eigum að skammast okkar o.s.frv. 

Jón Gnarr talaði um það í Kastljósi að sú breyting hefði orðið á að borgarstjórn talaði ekki illa um annað fólk.  Ég veit það breytir ekki skattaálögum og breytir ekki söltunar-eða sandmálum í borginni, en við skulum ekki vanmeta hversu mikilvægt það er að tala ekki illa um fólk,  og jafnframt mikilvægi þess að tala fallega um og við fólk. 

Margir þurfa bara að fá að heyra að þeir séu fallegir þegar þeir brosa.  Þeir þurfa ekki 20 tíma hjá sálfræðingi.  BROS ÞEIRRA þarf bara athygli. 

ATHYGLI  er lykilorð í mannlegum samskiptum.  Það veit ég þó ég hafi oft klikkað á að veita þeim sem mér þykir vænst um athygli. 

Ég verð þakklát lífinu þegar ég fer að geta iðkað allt sem ég skrifa og segi, en er vissulega á leiðinni þangað. 

Ég ætla að enda þetta á orðum sem stóðu í "subject" í tölvupósti sem ég fékk einu sinni og lyftu mínum degi ..   "You are loved"  - 

n1045957538_511832_1179384Göngum til góðs dags ;-)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband