Útdráttur - ekki úrdráttur, að gefnu tilefni - ekki af gefnu tilefni, mér líst - ekki mér lýst, góðan dag - ekki góðan daginn, um Jesú - en ekki um Jesús ...

Góðan dag,

Hér langar mig að deila leiðréttingum á mjög algengum málfars-stafsetningar-og beygingarvillum. 

Þetta eru flest atriði sem ég lærði ekki fyrr en í lok síðustu aldar, eða á þessari!

Þegar við erum að taka saman texta úr ræðu eða riti, yfirlit eða ágrip er ekki talað um úrdrátt, heldur útdrátt

Við segjum AÐ gefnu tilefni, en ekki AF gefnu tilefni. 

Skrifum: Mér líst á þig, ekki mér lýst á þig.  Líst er komið af sögninni að lítast en ekki að lýsa. 

Það er víst rétt að segja og skrifa: "Góðan dag" -  en ekki "góðan daginn" (þetta er á mörkum þess að vera rangt að mínu mati, því málfarsvenjan er að segja "góðan daginn"). 

Ef við erum að rökræða um Jesú, er ágætt að hafa í huga að nafnið hans er beygt í föllum: 

Hér er Jesús, um Jesú, frá Jesú til Jesú. - Aðeins s í nefnifalli!    Eldri beyging er að hafa Jesúm í þolfalli.

Endilega bætið við fleiru, ef þið munið eftir algengum villum. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband