8.12.2011 | 11:14
Vantrú og meintur níðingsskapur ...... ?
Merki Vantrúar er geimvera - eða einhvers konar hæðnisútgáfa af Kristi á krossinum. Þetta leyfði sr. Þórhallur Heimisson að kritisera á sínum tíma, og hann fékk marga "gúmoren" í staðinn. Vantrúarstrákarnir minna mig helst á hrekkjusvínin í gamla daga, sem hrekktu, en settu svo upp geislabaug þegar átti að draga þá til ábyrgðar - "Ha, ég - nei það var hann" ... .. ég er svoooo saklaus!
Þeir eru voðalega hissa þegar að einhver prestur missir sig í þeirra garð. Þegar búið er að ýta á alla þolinmæðistakka, reyna á þolgæðið ... þá fá menn nóg. Og það á að fá nóg. Trúleysi er góð og gild lífsstefna og lífsýn fyrir þá sem hana velja, en ofbeldi og dónaskapur eru lífsgildi og stefna sem enginn ætti að tileinka sér né samþykkja. - Vantrúarmenn hafa þá yfirlýstu stefnu að virða ekki skoðanir annarra, og ég virði ekki skoðanir þeirra. Það er enginn "double standard" í því. Það er bara þannig að okkur ber ekki að virða skoðanir neinna - þegar við erum ekki sammála þeim, EN það er mikilvægt að virða manngildið, og því látum við vera að hæðast að og gera lítið úr manneskjunni.
Trú er mjög samofin manneskjunni, hún er oft partur af því sem við erum og þess vegna er það viðkvæmt þegar að hæðst er að lífsgildum. Þegar að gert er góðlátlegt grín á réttum forsendum þola það flestir. Trúaðir segja líka brandara um Jesú, en þegar að grínið gengur út á það að meiða, hæðast eða gera lítið úr þá er það farið að ganga of langt, sokkið of djúpt í fen, og vissulega fen þess sem í því stendur.
Í þessu samhengi er mikilvægt að skoða forsendur fyrir því að Vantrú, með m.a. Þórð Ingvarsson sþann sem skrifaði vægast sagt óviðeigandi og misheppnaðan húmorspistil um látinn biskup, í fararbroddi, ákveður að kvarta undan glærusýningu um félagsskapinn. Ef að nemandi er ósáttur við framsetningu hefði stysta leiðin verið að ræða það við kennara sinn. En hann ákveður af einhverjum orsökum að fara frekar með það beint til Vantrúar. - Af hverju? - Hver var tilgangurinn í raun og veru?
Mér hefur ekki tekist að sjá manngildistilgang Vantrúar, þann sem hægt er að sjá hjá Siðmennt. Ég veit að leiðir þeirra skarast, - en um leið og það er mér að meinalausu að Siðmennt vaxi - því að auðvitað getur hver og ein manneskja valið sína leið.
Ég auglýsi hér með eftir uppbyggilegu starfi Vantrúar
Mín þolinmæði gagnvart þessum félagsskap er á þrotum. Mín þolinmæði gagnvart Þjóðkirkjunni var á þrotum þegar að hún (Yfirstjórn hennar) Þverskallaðist og þverskallast enn við að fara eftir jafnréttisstefnu, hikaði við jafna vígslu samkynhneigðra, ræður presta í embætti án auglýsinga o.s.frv.
Hún er á pásu hjá mér - þó að margt yndislegt fólk sé þar innanbúðar, gott starf o.s.frv. og í raun langi mig mest að vera hluti hennar- Ég legg þetta á borðið - til að sýna að mér er alvara, ég er ekki að sjá hlutina í svart hvítu. Helst vildi ég að Þjóðkirkjan gæti rúmað okkur öll, guðlaus og með Guði. - Þannig væri hin sanna ÞJÓÐ - kirkja. En vonandi vita flestir að kirkja þýðir samfélag.
Bara til að gera okkur grein fyrir vinnubrögðum sem tíðkast í Vantrú (og/eða af forkólfum) - þá er hér einn maður tekinn fyrir og farið með stækkunargler niður öll orð hans.
Skoðið hvað kemur upp á mbl.is þegar sett er leitarheitið Þórhallur Heimisson
Kafað í barnalauginni 3.2.2009
Þetta er það sem ég fann í fljótu bragði. Það er enginn yfir gagnrýni hafinn, en fyrr má nú rota en dauðrota. Einelti? Aðför? - Hvað er þetta? Svo verða Vantrúarmenn hissa ef þeir mega ekki bögga mann og annan - inn á þeirra eigin síðum, - verða hissa að menn upplifa hatur í gegnum skrif þeirra. En þegar að tilgangurinn er að brjóta á bak aftur trú þeirra sem hana hafa, þá upplifa menn hatur frá viðkomandi. Þannig er það bara.
Þetta verður síðasta bloggið sem ég tileinka Vantrú, mér finnst skemmtilegra að vekja athygli á þvi góða í lífinu, því sem við getum þakkað fyrir og nært okkur með - ég skora á fólk að velja sína leið og fara eftir sínu hjarta. Hvað er það sem gefur þér næringu og lífsfyllingu. (Vonandi ekki kókosbollur;-))
Ég trúi á Guð í alheimsgeimi og ég trúi á Guð í sjálfri mér. Það er svona einfalt, en spurningin er hverju trúir þú? -
Munum svo í lokin að við erum öll EITT, líffræðilega tengd, andlega tengd, jarðfræðilega tengd. -
Það er þegar við erum týnd sjálfum okkur sem við týnum friði, týnum kærleikanum og því sem okkur er mikilvægast - virðingu fyrir lífinu sjálfu og sam-visku heimsins, sem ég leyfi mér að kalla Guð.
Athugasemdir
Amen á það ... og Doctor, reyndu nú að stilla þig einu sinni. Fyrir okkur hin. Plís.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 12:07
Þetta er athyglisverð grein og hún
undirstrikar ákveðin þáttaskil sem
þegar eru orðin í samfélagi okkar
þegar kemur að óendanlegu umburðarlyndi
gagnvart öfgahópum sem spúð hafa sínu
eitri miskunnarlaust um þjóðarlíkamann
um langa hríð og hafa einskis svifist í
þeim efnum.
Síðuhafa flyt ég þakkir fyrir næsta ævintýralega
bjartsýni á þessum umbrotatímum í íslensku
þjóðfélagi og er ég þess fullviss að þeir eru
fjölmargir jafnt mér sem hafa notið þar góðs af.
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá!
Húsari. (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 13:01
" Þetta leyfði sr. Þórhallur Heimisson að kritisera á sínum tíma"
Fyrirgefðu Jóhanna, en þetta er ekki alveg heiðarleg lýsing á atburðarrásinni.
órhallur Heimisson og níðingsskapurinn
Leyfði sér að kritisera :-) Vá!
Þórhallur skrifar greinar á opinberan miðil. Skoðanir hans eru gagnrýndar á sama opinbera miðli. Það er ekki einelti nema það hugtak sé búið að vatna alveg gríðarlega mikið. Þú gerir lítið úr fórnarlömbum alvöru eineltis.
Matthías Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 15:23
Matti ég skrifaði "Einelti? Aðför? Hvað er þetta?" - Ég fullyrti ekki um einelti væri að ræða, heldur kasta því út til þeirra sem lesa að svara fyrir sig. Það hefur eflaust ekki verið nógu skýrt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 15:55
Húsari, - af einhverjum ástæðum er það þannig þrátt fyrir að Vantrúarmennirni sjái sjálfa sig sem ljúfa frelsara, að margt fólk forðast meira að segja að fara inn á vefinn hjá þeim, því því líður illa á eftir. - Það er því miður orðið svona með fleiri vefi, - spurning um að fara bara að snúa sér að blöðum og bókum ;-)
Já - ég er óhemju bjartsýn á mannkynið - því að ég veit að í kjarna okkar allra býr eitthvað gott og friðsælt. Það er bara stundum svolítið djúpt á þessum kjarna.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 16:15
Bergur, - sá sem kallar sig Doctore gat ekki virt einfaldar kurteisisvenjur á blogginu mínu, - svo ég læsti fyrir aðgang hans. Það má alveg deila um hvort það sé rangt eða rétt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 16:17
Sæl, Jóhanna ... skil það svo sem ósköp vel að þú skulir loka á Doktorinn. Maður slekkur líka á útvarpinu eða skiptir um stöð þegar þeir setja sama lagið á í 513. skipti í röð.
Matti nær ekki alveg í hverju einelti er fólgið. Honum finnst greinilega að menn eigi bara að hafa gaman af því sbr. einelti Hjalta vinar hans og Vantrúarmeððlims á hendur Þórhalli Heimissyni í 47 greinum i röð - eða hvað sem þær voru margar.
En hvað um það ... Jóhanna ... ég er nokkuð viss um að þú hefur aldrei séð það áður sem ég nefni að lokum á bloggvef Helga Ingólfssonar ... þótt það hafi gerst fyrir næstum ári síðan.
Skoðaðu málið: Smella hér, auðvitað! og fara svo neðst og lesa og smella.
En svo ... þá er ég alveg til í að slaufa saman og fara að hjálpa bæði Matthíasi og vinum hans í Vantrú að byggja upp betra líf og heilbrigðari lífsviðhorf eftir að hann og Vantrúarmeðlimir biðjast afsökunar á framferði sínu gagnvart fjölda fólks sem þeir hafa sært í gegnum árin.
Kannski vill hann koma á námskeið?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 18:13
Sæl Jóhanna.
Það sem gerir umræðuna æði flókna
á stundum eru þeir fjármunir sem oft
á tíðum virðast liggja undir ómældir í mörgum
tilvikum.
Þetta er ekki aðeins í bloggheimum heldur
vítt og breitt um stofnanir samfélagsins og
ég hygg að þar sé auðvelt að leiðast
í freistni ef full aðgát er ekki höfð á.
Hljóðbækur geta verið góðar!
Góði dátinn, Fóstbræðrasaga í upplestri Erlings,
og Gerpla í upplestri skáldsins.
Reykinn af réttunum er síðan að finna í
Íslenskum tilvitnunum en bókin er endurbætt
mjög frá fyrri gerð.
Nei, ég fæ engar prósentur fyrir að nefna þessa titla!!
Blogg og Fésbók þarf að lúta reglum og þar sem áður
mundi flest færast til betri vegar á methraða ef
handhafar þess, Morgunblaðið, hefðu sjálfdæmi um
sektir þegar hæst hóaði!
Kæra þökk,
Húsari. (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.