8.12.2011 | 08:30
Hver dagur er nýr dagur ...
Það er svo freistandi að fara að hugsa sig frá frostinu og kuldanum - óska sér að vera í fjarlægu landi, á sólarströnd með silfruðum sandi og fagurbláum sjó. -
Í staðinn fyrir að hugsa út á við, langt, langt í burtu, - er upplagt að hugsa inn á við. Þannig virkar hugleiðslan. Við getum farið hvert sem er ef við leiðum hugann, en látum ekki hugann leiða okkur.
Við getum leitt hugann að okkar innra friði, að okkar innri strönd og meira að segja lagst í sólbað og þykku og stóru handklæði, synt í heilandi sjó - fengið upplifunina - og allt gerist þetta hið innra.-
Þetta er m.a. það sem ég er að hjálpa fólki við að finna. Sólina, ströndina og sjóinn - sem er hið innra.
----
Jólin eru líka hið innra, - hátíð ljóss og friðar - er fyrst og fremst hið innra.
Hugsum líka hvað við getum gefið sem ekki kostar, eða kostar lítið. Getum við gefið af tíma okkar, gefið það að segja sögur, gefið það að passa og/eða gefið umhyggju?
Við búum til ákveðna stemningu hið ytra en hún er tilgangslaus ef engin ró kemst í hjartað.
Hið ytra og hið innra verður að vinna saman, - dagurinn í dag kemur gærdeginum ekkert við.
Hvernig jólin í fyrra koma jólunum í ár ekkert við. Pælið í því. Hver dagur er nýr dagur og hver jól eru ný jól. - Það er svo mikilvægt að njóta hvers dags fyrir sig, hverrar stundar og hvers augnabliks.
Það er eins og munurinn á því að gleypa í sig heila plötu af súkkulaði í meðvitundarleysi eða brjóta einn mola frá og leyfa honum bráðna í munni - og NJÓTA.
Þannig er lífið, "Less is more" - Njótum þess litla, þess einfalda. - En gleypum ekki heiminn í meðvitundarleysi.
Njótum hvers dags, sem súkkulaðimola, hverrar stundar - hverrar mínútu - því að stundin er núna. Þannig er þessi margumtalaði máttur núsins. Hann er eins og súkkulaðimoli sem bráðnar í munni.
Þetta þýðir að við megum njóta dagsins í dag, - taka á móti verkefnum dagsins, njóta þess að setjast niður að loknum degi og horfa á kertaljós, hlusta á tónlist, syngja jafnvel.
Við getum gert góða helgistund með sjálfum okkur, og eftir því sem þeim fjölgar verður líf okkar heilagra og hamingjuríkara - allt með sjálfum okkur, í okkur - ekki fjarri okkur.
Leitum ekki langt yfir skammt.
Athugasemdir
Gódar hugsanir í byrjun dags. Eigdu gódan dag :)
Lena Ósk, 8.12.2011 kl. 08:34
Ath! - Mun vera með hugleiðsluhópa í Lausninni í janúar. Tveir hópar, almennur hópur og sér hópur þar sem sérstaklega verður farið í hugleiðslur út frá textum Biblíunnar. Ég nota þó austræn fræði í öllum hugleiðslum, þ.e.a.s. tengingu í gegnum orkustöðvar, liti, ljós o.s.frv.
Þar sem þetta er starfið mitt og ég þarf að borga húsaleigu, þarf ég að rukka, en ég kenndi þetta svo sannarlega gjaldfrjálst ef að ég gæti - verð fyrir mánuðinn, þar sem fólk mætir einu sinni í viku er 6.800.- krónur og mun hægt er að panta jólagjafabréf hjá mér. Verð stödd í Lausninni Síðumúla 13. 3. hæð á mánudag frá 13:00 - 17:00 og svo er hægt að hringja í síma 6173337 eða senda tölvupóst johanna@lausnin.is
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 08:42
Takk Lena mín, eigðu góðan dag sömuleiðis!
Var að skrifa athugasemdina mína á meðan þú sendir kveðjuna. ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 08:43
Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2011 kl. 10:02
Yndislegt og uppbyggjandi.
Takk
Marta B Helgadóttir, 8.12.2011 kl. 12:35
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.