Sjálfsmynd Vantrúarmanna? ...

vantruarenglar.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 


mbl.is Vantrú svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ágæt mynd. En ætli þessi mynd sé samt ekki nær sannleikanum heldur en myndin sem margir eru búnir að draga upp af okkur (flestir fyrir löngu).

Auðvitað erum við engir englar. Það er ekki þar sem sagt að það sé í lagi að ljúga hverju sem er upp á okkur. Eða er það nokkuð?

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2011 kl. 09:32

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, auðvitað eruð þið allir (öll?) sé eiginlega aldrei stelpur skrifa hjá ykkur, litlir sætir eða kannski særðir englar inn við beinið?

Öll erum við særð börn særðra barna, bara misjafnt hvar við fáum útrás fyrir sársaukann.  Hvar er Guð?  Spyrja sumir.  Þegar Guð svarar ekki þá verða sumir enn sárari og reiðari og ákveða að Guð sé bara ekki til.  Guð er þá e.t.v.  bara kókosbolla sem er gott að borða.  Vodka í flösku sem hægt er að drekka.  Tölvuleikur í tölvu.  Eitthvað sem við getum notað til að þurfa ekki að horfast í augu við okkur sjálf og tilfinningar okkar.  - 

Matthías - líttu í spegil - horfðu í augun á þér og sjáðu sál þína.  Segðu síðan: "Ég er yndislegur" -  og þá ertu bara þú, - ekki Matti í Vantrú, ekki námsmaður, faðir, bróðir o.s.frv.  bara þú - ekki hæðin, ekki þyngdin. -  Þú bara ERT alveg eins og Guð ER

Það þurfa allir að líta í eigin barm.  Hvaða félagsskap vil ég tilheyra? - Hverjir eru málsvarar og hvernig tala þeir um náungann? -  Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér, - ég ákvað að taka pásu frá Þjóðkirkjunni vegna þess að ég gat ekki sætt mig við yfirstjórn hennar.  -  En ég íhuga oft að skrá mig þangað inn aftur og sérstaklega mikið undanfarna daga. Það er fullt af frábæru starfi sem fer fram innan hennar. Fólk fær lífsfyllingu úr söng, bænum, samveru, nærveru o.s.frv. -  Þetta fólk særist þegar það er gert lítið úr þeirra lífssýn, þeirra æðstu gildum.  Jafnvel þó þú virðir ekki þeirra skoðanir, eða skoðanabræður þínir,  þá er lágmark að virða fólkið. 

Ég hef lagt mig fram við að sýna Vantrúarmönnum virðingu, - og það er vegna hins guðlega kjarna sem er í hverjum manni.  Vegna manngildis ykkar sem annarra. 

Vantrú vill stoppa hindurvitni, þ.m.t. kristna trú, reyndar alla trú og óhefðbundnar lækningar.  Ég á trú minni og ýmsum óhefðbundnum lækningum og vissulega læknavísindum það að þakka að ég er heil í dag. -  Hindurvitnin svokölluðu eru a.m.k. 70% af því.  Félagskapurinn ykkar vill taka þetta frá mér.  Af hverju ætti ég að klappa upp ykkar skoðanir - eða bera virðingu fyrir þeim - því að mínu mati eru þær frekja og í sumum tilfellum ofbeldi.   En ég ítreka að ég ber virðingu fyrir manngildi allra manna.

Fyrr verður hogginn af mér hausinn en trú mín hoggin af mér.  Hún er vegna þess að ég lifi hana, ekki vegna þess að hún er í bók eða einhver er að segja mér að trúa. 

--

En förum að koma okkur að efninu.  Bjarni Randver ákveður að kenna um "Nýtrúarhreyfingar" - og skv. einhvers konar flokkunarkerfi flokkast Vantrú undir þær.  Það eru einhver einkenni "tékk" "tékk" og "tékk" og þá er Vantrú  komin í það mengi skv. þeirri skilgreiningu.  Fullt af fólki  (a.m.k. 2-3 yfirlýsngar hef ég séð frá fólki sem sat umræddan kúrs og er bara býsna sátt) - líka trúlaus maður sem tjáði sig.  

Einn var ekki sáttur og lét Vantrúarfélaga vita. Ég hafði það þannig þegar ég var aðstoðarskólastjóri að ef nemandi kom til mín og var ósáttur við kennara sinn var það fyrsta sem ég spurði: "Ertu búinn að ræða þetta við kennarann"? ..  Oft var það nóg.  Nemandinn fór og ræddi við kennarann og málin leystust. Þannig vinna líka góðir kennarar.  Ef ekki þá var það mitt hlutverk að sætta málsaðila (innan skólans). 

Háskólanemandinn í þessu tilfelli, sem sat í kúrsinum sér eitthvað sem honum líkar illa.  Hvað gerir hann? - Við erum að tala um fullorðinn mann reikna ég með.

Hleypur til vinar síns og klagar í vini sína hjá Vantrú.  Hvað gerir "pabbinn" þá (eða Vantrú) -  Fer hann til kennarans og ræðir við hann? - Nei, hann fer frá A- X - fram hjá kennaranum og kvartar við alls konar nefndir, deildir og ráð. 

Einhverjir skrifa undir kvörtun, þar á meðal Þórður sem var búinn að skrifa "stjarnfræðilega soragrein" á sitt blogg og margt sem var "coming to think of it" í svipuðum dúr og var á glærunum - er það ekki?  

Heldur þú, í alvöru talað Matthías - að ef að eini tilgangur kvörtunarinnar hafi verið að leiðrétta ummæli um Vantrú og starfsemi þess að þið hafið ekki farið of langa leið?  -   Hversu mikill samningsvilji var í raun fyrir hendi þegar farið var af stað. 

Dugar broskall og "djók"  til að eyða út heilögu stríði? -  

Ég trúi á að það sem við óskum eftir og við leitum að það finnum við.  Þó ég trúi ekki á neitt sem heitir "heilagt stríð"  þá vitum við hvað verið er að fjalla um. -  

Stríð þar sem ekkert er til sparað,  allt fyrir málstaðinn! 

"Be careful what you wish for!" .. 

Pældu í hvað lífið væri einfaldara ef dúddinn sem klagaði hefði nú bara rabbað við kennara sinn!   Ég er ekki með þessu að segja að Bjarni Randver sé óskeikull, það er enginn maður.  Eftir því sem harðara er sótt að þá verður vörnin harðari. 

Win Win staða næst aðeins með friði - ekki stríði. 

Má ég þá frekar biðja um heilagan frið og legg til að við öll leggjumst á bæn um slíkt. 

Það er rugl að eyða orku sinni og lífi í svona vitleysisgang. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband