21.11.2011 | 13:42
Þakka fyrir lífið ...
Nú er amma Jóga orðin 50 ára, - skrítið.
Þessi mynd er tekin í september sl. í kringum afmæli Evu Lindar, dóttur minnar sem varð 30 ára, - en þá komu þau litla fjölskyldan heim frá Danmörku svo hægt var að mynda ömmu með barnabörnin sín þrjú, Evu Rós (1 árs) Ísak Mána (7 ára) og Elisabeth Mai (2 ára) .. að ógleymdum Simba ofurhundi (3 ára) sem telur sig til barnabarnanna.
Ég Þakka fyrir líf mitt, fólkið mitt, vini og ættingja og alla sem hafa átt þátt í þroska mínum, - líka samræðu- og rökræðufélaga á bloggi ;-) - þakka allt það góða sem mér hefur verið gefið.
Það er svo margt sem ég hef lært .. og eitt af því er að þakka fyrir hversdaginn, hugsa hvað ég á og hef í stað þess að hugsa hvað ég hef ekki.
Ég horfi inn í fataskápinn minn og hugsa ekki: "Oh ég hef ekkert að fara í" .. heldur "Vá, ég á allt þetta til að fara í" ..
Af hverju breytist þetta? - Það er þegar við förum að upplifa lífsfyllingu innan frá, lífsfyllingu í náttúrunni, samveru við fólk og dýr (verð að bæta dýr við, þar sem Simbi liggur svo makindalega á fótunum mínum hér í sófanum) ..
Mér skilst á öllum þeim sem hafa náð 50 ára aldrinum að lífið sé rétt að byrja, svo ég hlakka bara til!
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir til þín flotta kona.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2011 kl. 15:34
Innilega til hamingju og já ég get alveg sagt þér það orðin 67 að lífið er rétt að byrja um fimmtugt, reyndar hefur mér fundist hver áratugur sá besti þangað til sá næsti byrjar. Flott að verða tvítug, æðislegt að vera þrítug, þroskuð og lánsöm kona um fertugt, lífið varð fyrst alvöruleikur um fimmtugt, sextug og síkát og ánægð, og ekki langt í sjötugt, og ég er ákveðín í að verða ennþá hamingjusamari þá og fullnægðari með lífið mitt. En aftur innilega til hamingju með þennan áfanga Jóhanna mín og fyrir öll gullkornin sem þú hefur fært mér og okkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 18:58
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2011 kl. 02:50
Til hamingju með áfangann
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.11.2011 kl. 03:16
Þakka ykkur innilega góðar kveðjur
Jóhanna Magnúsdóttir, 22.11.2011 kl. 07:28
Til hamingju. Já það fylgir því viss lífsfylling að verða 50 ára.
Dagný, 23.11.2011 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.