20.11.2011 | 16:04
Formennska eða forkvenska ..
Það er þungur róðurinn hvað varðar aðkomu kvenna í leiðtogastöður. Kirkjan er nýbúin að kjósa sér karl til formennsku (vígslubiskup) þrátt fyrir fagra jafnréttisáætlun.
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að kjósa mann til formennsku.
Steinaldarmenn hvað? ..
Úr skrifum Arnfríðar Guðmundsdóttur, sem skrifaði greinina: "Af hverju konu í Skálholt"
"Kona í biskupsembætti gefur þau skilaboð að kirkjan meti hæfileika og reynslu kvenna til jafns við karla. Slík skilaboð eru mikilvæg, ekki síst til dætra okkar sem horfa til kirkjunnar í leit að fyrirmyndum og leiðsögn."
Bjarni sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segðu..
hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 16:10
Já segi það og meina Hilmar! ;-) Er reglulega hissa á vannýttum tækifærum nútímaþjóðfélas til að velja konur í leiðtogastöður. - Þá er ég ekki að tala bara um "einhverjar konur"eins og sumir spyrja, heldur konur sem er ekki síður hæfar en karlarnir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.11.2011 kl. 16:30
Málið snýst ekki um það, sem er neðan mittis, frú Jóhanna.
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 16:47
Eða neðan nafla!
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 16:48
Hver var að tala um það sem er fyrir neðan mittis- eða nafla Jón Valur?
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.11.2011 kl. 18:23
einmitt
Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2011 kl. 18:48
Af síðunni "Masters of Healthcare" er talað um eftirfarandi.
10 Big Differences Between Men’s and Women’s Brains
By Amber Hensley
"The differences between women and men are not only well-documented, but frequently at the heart of jokes, anecdotes, and good-natured (and not so good-natured) ribbing. Experts have discovered that there are actually differences in the way women’s and men’s brains are structured and in the way they react to events and stimuli. So the next time your wife, boyfriend, or parent starts telling you how you should have done something differently, then refer back to these big differences between men’s and women’s brains.
Þar sem konur eru u.þ.b. helmingur mannkyns, er sjálfsagt að leiðtogar komi ekki síður úr röðum kvenna en karla. ....
Það er eins og Cheerios og Honey Nut Cheerios, bæði betra ;-)
Ath!..
Að sjálfsögðu eru þarna ýmsar undantekningar og varíasjónir, svo má ekki gleyma hinum samkynhneigðu, þar sem karlmenn hegða sér á mun kvenlegri hátt en tíðkast hjá flestum konum og öfugt.
Jóhanna Magnúsdóttir, 20.11.2011 kl. 19:14
Ísland er í alfremstu röð hér í heimi um kvenréttindi, Jóhanna. Þær hafa jafnvel ýmis réttindi hér umfram karlmenn. Það, sem málin snúast um nú í stjórnmalum landsins og Sjálfstæðisflokksins, er því ekki kvennapólitík eða kvenréttindi. Ég mælti sjálfur með Hönnu Birnu gegn Icesave-manninum Bjarna, sálufélaga Esb-mannsins Illuga Gunnarssonar. – Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 19:55
Mig grunar að Jóni Val sé lítt gefið um það að konur séu að trana sér fram í kirkju. Honum finnst nefnilega helst að þær eigi að vera heima og hossa börnum á knjám sér, helst tveimur eða fleiri í einu.
En þessi afstaða er ekki bara bundin við kirkjuna, því Jóni Val finnst t.d. líka að konur séu liðónýtir hermenn. Enn og aftur telur hann að þær gagnist best í barnagæslu.
Þetta verður honum þó að fyrirgefast eftir því sem hægt er því hann er svo kaþólskur, kallinn.
Óli Jón, 21.11.2011 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.