Tæki og nesti fyrir lífið ... fyrir unga fólkið

Námskeiðið "Lausn unga fólksins" - hefur nú skroppið saman í örnámskeið, eins dags námskeið - og fer fram sunnudag 13. nóvember kl. 13:00-16:00, Síðumúla 13, 3. hæð. 

Aldurinn hefur aftur á móti teygst og bjóðum við velkomið ungt fólk á aldrinum 13-18 ára. Framkoma, tjáning, sjálfstyrking, markmiðasetning (ágætis vitamínsprauta fyrir próf). - Verð 3.400.- krónur, skráning og nánari upplýsingar hjá johanna@lausnin.is 

Svona hljómar nú auglýsingin, - og ég er hissa hvað fáir hafa nýtt sér, - svo endilega ef þið vitið af einhverjum ungum sem vantar smá pepp inn í lífið, - segið þeim að koma í Síðumúlann í dag kl. 13:00, betra að láta vita, en má líka bara mæta. Cool

Þar sem við erum öll "unga fólkið" í raun þá minni ég á tækin okkar á vegi lífshamingjunnar:

1. Segja satt  - segja sögu okkar og tala upp, bældar tilfinningar geta gert okkur veik, að fíklum eða ofbeldismönnum

2. Þakka fyrir - þakka fyrir það sem við höfum nú þegar og byggja ofan á það.

3.Hugsa fallega og tala fallega- vera jákvæð því jákvæðni er það sem kemur okkur áfram

4. Stunda útivist og hreyfingu 

5. Ástunda góða siði  (sem líka koma okkur til árangurs) 

6. Eta, drekka og vera glöð ;-) .... 

7. Hætta að reyna að vera fullkomin! 

Þessi númeraröð er ekki heilög og við þetta má bæta, en ef að við ætlum að ná árangri á einhverju sviði, skóla, starfi, í fjölskyldu, samböndum eða bara við prívat og persónulega - verðum við að hyggja að útbúnaði og nesti. - 

Hér er svo blogg um nýja siði í stað hinna gömlu! .. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband