Óvæntur farvegur að næstum öllu ... hvað ef að umgengni okkar við mat væri ein birtingarmynd á því hvernig við umgöngumst lífið sjálft? ...

Hér á eftir ætla ég að fjalla um nýju venjurnar eða siðina sjö sem Geneen Roth tekur fyrir í bók sinni  Women, Food and God, - an unexpected pathway to almost everything" ..

Þau sem eru orðin þreytt á að vera bannað að borða hitt eða þetta, - þurfa að fara að nýta hinn frjálsa vilja.  Vilja sem felst í því að taka ákvörðun SJÁLF um að breyta siðum sínum, - breyta á réttum forsendum, ekki vegna þess að samfélagið segir það, heldur að þú segir það sjálf! ..  

Hvað vilt þú fyrir þig, fyrir líkama þinn og fyrir lífið þitt? - Viltu fara í gegnum það í baráttu við mat? Viltu fara í gegnum það þannig að ofþyngd þín sé farin að hamla þér að njóta lífsins? - Jafnvel gera þig veika/n -  

Þetta er spurningin "Hvað vil ÉG?"...  (í raun og veru)  ... 

Flestir (þykjast)  vita hvað þeir vilja en viljinn lætur oft ekki að stjórn. - Ef svo er er einmitt gott að prófa að tileinka sér nýja siði.  Það kostar meðvitund, sjálfsvinnu, og það að sleppa sér frjálsum frá boðum og bönnum.  Bara spyrja sig - hvað er gott fyrir mig?.. 

Of-stjórn /Van- stjórn ...   andlegt jafnvægi - andleg kjörþyngd leiðir af sér líkamlega kjörþyngd. 

Þetta fann Geneen Roth út, - og öðlaðist frelsi frá kúrum, frelsi frá vigtinni, frelsi til að lifa án þess að vera í ströggli við mat. -  Í námskeiðinu "Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika" - höfum við verið að mestu verið að losa um gamlar og vel geymdar tilfinningar, vegna þess að ef við gerum það ekki er mjög erfitt að vita  hvað við viljum,  bældar tilfinningar loka nefnilega á tenginguna milli vits og vilja.  Gömul skömm, gömul óánægja sem ekki fékk útrás. - 

Til að komast að eigin kjarna, eigin vilja og verðmæti þarf að skrapa burt skítinn af sálinni;  perlunni sem vill í raun bara skína fyrir þig, en fær e.t.v. ekki tækifæri vegna þess að hún er þakin með fortíðarminningum sem hleypa ekki ljósinu út. - 

Þegar tilfinningar láta á sér kræla, - kann fólk oft ekki að taka á móti þeim.  Lokar á þær með ýmsu móti, - með ýmissi fíkn ..  oral fíkn eins og að drekka, borða, reykja ... en svo er auðvitað til önnur fíkn eins og vinnu- eða kynlífsfíkn ..  - allt flótti frá því að takast á við tilfinningar sínar. - 

Við erum öll særð börn særðra barna, - týnd börn í leit að eigin spegilmynd.  

Við þurfum að horfa í spegilinn og spyrja þessa yndisveru sem við öll erum  - hver er ég?  Hvað vil ég?

En kíkjum aðeins á siðina hennar Geneen sem komu henni út úr fíkninni ..  nýja farveginn sem leiddi hana á nýjar slóðir ... 

1. Borðum þegar við erum svöng (Alvöru svöng, líkamlega svöng, ekki huglægt þannig að verið sé að fylla upp í tilfinningalegt tómarúm, deyfa, flýja)

Nánar: 

Þegar við finnum til hungurs, við erum með garnagaul og maginn er tómur er mikilvægt að svara því kalli líkamans. Við þurfum líka að gæta þess að borða reglulega, svo að líkaminn fari ekki að safna forða eins og kameldýrið. - 

2. Sitjum við borð þegar við borðum, helst við rólegar aðstæður. (Þetta inniheldur ekki bílinn eða rúmið) 

Nánar: 

Þetta er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur einnig mjög fjölskylduvænt. Að hafa reglulegar máltíðir við matarborðið,  skapar góðan sið. - 

3.Borðum án truflunar. Útvarps, sjónvarps, blaðalestur, töluvnotkunar, bóka, tónlistar o.s.frv.  (Ekki „multitaska" þegar þú ert að borða)

Nánar: 

Þetta er að borða með meðvitund, - borða með öllum skilningarvitum þannig að þú sért með sjálfri/sjálfum þér við að borða.  Þetta er nokkurs konar hugleiðsla, sem hjálpar þá jafnframt við að komast til sjálfrar/sjálfs þín.  -  Besta samlíkingin er við kynlíf, - hvað ef þú værir að lesa moggann á meðan þú værir að elskast? -  Myndir þú njóta þess? -  Verum með hugann við það sem við erum að gera.  - Þetta heitir líka að lifa í núvitund

4. Borðum aðeins það sem líkaminn vill. (Oft mjög ólíkt því sem hugurinn vill)

Nánar: 

Hefur læknirinn þinn einhvern tímann sagt þér að eitthvað sé óhollt fyrir þig? - Hefur líkaminn einhvern tímann sýnt merki þess að hann þoli illa ákveðnar fæðutegundir.  Skoðaðu hvað hentar þér, hvað gefur þér orku,  líkaminn þinn ert þú og þú situr uppi með þig, - svo um að gera að fara vel með sig.  Hugsaðu um þig sem blóm, - passaðu upp á rakastigið, næringuna fyrir moldina, birtuna, súrefnið ... 

 5. Borðum þar til við erum hæfilega mett (Þetta er mjög ólíkt því að vera pakksödd eða að springa).

Nánar: 

Tökum tíma í að nærast, - spyrjum líkamann; "kæri líkami ertu saddur? - Ef þú finnur að þér er farið að líða vel eftir einn disk, ekki fá þér aftur, - þá ertu bara farin að deyfa þig, flýja eða fylla tilfinninatóm

6. Borðum þannig að aðrir sjái til. (Eða ímyndum okkur að aðrir væru að fylgjast með)

Nánar:  Þarna erum við komin að heiðarleikafaktornum.  Segjum við nei takk við súkkulaðinu í vinnunni en gúffum í okkur heilum pakka þegar við komum heim?  Hvern ertu að blekkja? - Viltu lifa í sjálfsblekkingu eða heiðarleika?  Mætir þú svo í vinnuna og "skilur ekkert í að þú fitnir en borðir aldrei súkkulaði?"  ..Hægt að skipta þessu súkkulaði út fyrir hvað sem er. 

7. Borðum með ánægju og gleði, njótum matarins þegar við borðum en borðum ekki með samviskubiti.

Nánar:  Það er ekki hægt að taka þennan sið einan sér og halda að við náum tökum á þessu ;-) .. Sumar hafa flaskað á því. -   En þessi liður ásamt hinum er töfrasprotinn - það er dásamlegt að njóta að borða.  Ég skrifaði pistilinn "Lífið er hafragrautur" - út frá þessari reglu, og auðvitað út frá hinum líka,  að borða þegar ég væri svöng, án truflunar, spyrja líkamann, upplifa að aðrir sæju til o.s.frv. - Þegar við borðum þá eigum við að njóta með öllum skilningarvitum, þefa, finna, bragða .. 

Einn súkkulaðimoli sem við látum bráðna í munni - getur þá veitt manni meiri ánægju en að gleypa heilan pakka. -   Fólk sem hefur kynnst gjörhygliæfingum prófar þetta oft með eina rúsínu, tekur 10 mínútur í það að borða eina rúsínu og upplifa ilm, áferð, bragð ..   - en vaninn er auðvitað að taka lúkufylli og hella upp í sig. - 

"An unexpected path to almost everything" .. þýðir að þetta er farvegur að því hvernig við getum notið alls lífsins, - ekki gleypa það í lúkufylli heldur að njóta þess smáa og taka tíma í það. -  

Ekki keyra hringveginn á viku án þess að stöðva og virða fyrir sér sólarlagið, horfa á fuglana og landslagið. 

Upplifa fegurðina í því sem er okkur nærri, í fólkinu okkar, í okkur sjálfum. Virða fyrir sér þessa dásamlegu sköpun sem þú ert.  

Barnið kann þetta, það getur tekið langan tíma í það eitt að virða fyrir sér fingur sína, - opna - loka. 

.. 

Flytjum okkur af vegi græðgi og skorts yfir á veg þekkingar og fullnægju. 

"Velmegun" hefur vaxið en hvert hefur hún leitt okkur? - Aldrei hafa fleiri verið á þunglyndislyfjum, aldei meira ofbeldi, aldrei fleiri of feitir, einangraðir ..  

Við þurfum að sortera út sem heimur, hvað er okkur gott til vaxtar - hvað nærir okkur á góðan hátt. 

Á sama hátt þarf hver og ein manneskja að spyrja sig; hvað nærir mig á góðan hátt og hvað gerir mér gott. 

Við þurfum að velja og hafna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hér er pistillinn um hafragrautinn ;-)

HÉR 

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.11.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhanna...þú ert frábær..

Vilhjálmur Stefánsson, 12.11.2011 kl. 11:48

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, takk fyrir Vilhjálmur - það er notó að fá svona kveðju.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.11.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband