"Niðurbrjótandi gagnrýni hefur eyðilagt fleiri persónur en allar styrjaldir sögunnar" ..

..stendur í bókinni "Hámarks árangur" - eftir Brian Tracy, eða íslensku þýðingunni. Bókin er skrifuð 1993, íslensk þýðing 1996. 

Í frétt á mbl.is 2011 stendur "Menn fæðast ekki sem níðingar" .. og talað er um það sem ný vísindi  .. 

---

En hvort sem það eru gömul vísindi eða ný .. þá er mikilvægi þess að fá að segja frá, segja sögu sína og tjá tilfinningar mjög vanmetið. -  Bældar tilfinningar, skömm, og það að halda sannleikanum leyndum er rótin að baki flestu sem heitir ofbeldi, fíkn, samskiptavandamálum, sjúkdómum og jafnvel ótímabærum dauða  .... 

Ástæðan fyrir því að sagan er ekki sögð? - skömmin, dómharka samfélagsins, skortur á samhygð, yfirborðsmennska, óttinn við álit náungans, hræðslan við ófullkomleikann - þó enginn fullkomleiki sé til.

Ástæðan er líka óttinn við að missa tengingar við ástvini, upplifa höfnun því samfélagið er ekki vant því að taka við sannleikanum.  Sannleikurinn er líka oft sagna sárastur. 

Við þurfum að koma út úr skápnum sem eðlileg og ekta -  hætta að vera í hlutverki (nema lífið sé leikhús?) .. hætta að reyna að troða okkur í staðalform sem ekki passar okkur - og vera við sjálf, leyfa okkur að vera öðruvísi,  sýna tilfinningar, hætta að vera svona fj... upptekin í hausnum á náunganum og vera í okkar eigin höfði.  Sleppa hendinni af verstu óvinunum - skömm og ótta.  Sýna hugrekki og upplifa frelsið. 

"Notum aldrei niðurbrjótandi gagnrýni á börnin,  þau eru mjög berskjölduð fyrir allri gagnrýni sem kemur frá okkur.  Hún ristir þau inn að hjartarótum, það sést e.t.v. ekki á þeim en innra með sér eru þau mjög sár þegar fullorðið fólk sem er þeim nákomið gagnrýnir þau af einhverri ástæðu" .. Brian Tracy

Aldrei segja "skammastu þín" - Skömmin virkar þannig að barnið skammast sín fyrir sjálft sig - upplifir sig mistök og óverðugt. -   

"To shame someone into changing, is like saying:  "you are horrible and worthless and you are not capable of change, get better" ..  Brené Brown  (svipað að öskra "vanhæf ríkisstjórn" og ætlast til að fá góða ríkisstjórn út úr því! ).  Uppbyggileg gagnrýni - þar sem farið er yfir mistök, orsök þeirra skoðuð og lært af þeim, - væri nýr farvegur. Öll gerum við mistök. Nema kannski sá sem aldrei gerir neitt, hann gerir auðvitað aldrei mistök. 

 Móteitur við skömm er kærleikur - textinn í lagi Josh Groban er magnaður - hvort sem okkur líkar söngvarinn eða ekki: 

Don't give up
It's just the weight of the world
When your heart's heavy
I...I will lift it for you

Don't give up
Because you want to be heard
If silence keeps you
I...I will break it for you

Everybody wants to be understood
Well I can hear you
Everybody wants to be loved
Don't give up
Because you are loved

Don't give up
It's just the hurt that you hide
When you're lost inside

I...I will be there to find you

Don't give up
Because you want to burn bright
If darkness blinds you
I...I will shine to guide you

Everybody wants to be understood
Well I can hear you
Everybody wants to be loved
Don't give up
Because you are loved

You are loved
Don't give up
It's just the weight of the world
Don't give up
Every one needs to be heard
You are loved

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband