Sálmur 23, bikarinn barmafulli og Eckhart Tolle -

Byrjum á Tolle og Abundance

 

Ég tek það fram að eftirfarandi er ekki hefðbundið, enda ég ekki hefðbundin.  Þetta eru hugsanir mínar út frá uppáhaldssálmi mínum 23. Davíðssálmi sem margir þekkja undir heitinu "Drottinn er minn hirðir" - annars eru margir Davíðssálmar ótrúleg snilld.  Vegna tengingar við dauðann er þessi sálmur oft fluttur við útfarir, en ég lét t.d. spila hann við útskrift mína úr guðfræðideild H.Í. því hann á ekki síður við lífið.

"Þegar við deyjum komumst við að því að það er enginn dauði" - man ekki hver sagði þetta, held Tolle,  en þessu trúi ég.  

Þegar ég tala um Guð, - þá tala ég alltaf út frá alheimssál, sem við erum öll partur af og við hverfum til við "dauðann" - eða þegar við yfirgefum líkamann og sálin okkar sameinast alheimssálinni, Being, Guði eða hvað sem fólk vill kalla það.  Það truflar mig ekki að kalla það Guð, en mörgum finnst það hugtak vera orðið misnotað og skemmt.  Ég leyfi mér að nota það með þessum forsendum.  

---

Sálmur 23 er mikill trúartraustssálmur.  Trúin á það að skorta ekkert jafnvel þótt að við eigum ekkert. Hvernig gengur það upp? -  Jú, það er sú tilfinning að skorta ekkert, finnast við fullnægð án hins ytra. 

Trúa því að við séum að eilífu í nálægð Guðs, að himnaríki Guðs sé innra með okkur og þá ljósið sem lýsir upp dimmuna. Ef við höfum ljósið verður aldrei dimmt eða hvað? - 

Okkur skortir aldrei neitt.  

Þetta upplifum við í kyrrðinni, í slökun - ein með sjálfum okkur eða í tengingu við annað fólk sem er að upplifa svipaða hluti.  Við samþykkjum tilveruna eins og hún er hér og nú og öðlumst frelsi. 

Stundum eigum við svo mikið af dóti - hinu ytra - að það er orðið að okkar stærsta vandamáli. Barnaherbergi yfirflæðandi af dóti, geymslur rýma ekki dót sem við burðumst með frá íbúð til íbúðar, stundum án þess að taka upp úr kössum.  Það má kannski kalla það ofgnótt? - 

Við fáum aldrei frelsi eða frið með slíku, upplifum ekki þetta að eiga nóg, eða vera nóg með dóti. Við sjálf þurfum að upplifa það að vera nóg.  Þá getum við sungið "Mig mun ekkert bresta" - eða eins og það þýðir í raun og vera "mig mun ekkert skorta" - "I shall not want" - 

Við getum upplifað þetta í náttúrunni, með því að leggjast í græna grasið og finna okkur ein með jörðinni. - Við vatnið sem spilar undir kyrrðina og andar í takt við andardrátt okkar. 

Þannig endurnýjast sál okkar, verður fersk og losnar við tilfinningabyrði hugsana okkar, eins og Jill Bolte Taylor upplifði þegar hún losnaði við 37 ára sögu sína, -  í farveg sem við veljum af því að við veljum hann, en ekki einhver segir okkur að fara. Það verður að koma að innan. 

Þegar við trúum svona sterkt þá hættum við að kvíða, óttast, - óttast fólkið, almenningsálit, hvað aðrir segja, hvað öðrum finnst, - óttumst ekki framtíð né fólk og samþykkjum tilveruna og okkur sjálf.  Komi það sem koma skal, - og við tökumst á við það, aldrei ein. Það sem við upplifum upplifir Guð með okkur, grætur með okkur og hlær með okkur. Sorg þín er sorg Guðs.  Náðin fylgir okkur,  meðan við lifum í þessum líkama og alltaf.  Að dveljast í húsi Drottins að eilífu, er því að vera hluti alheimssálarinnar, því alheimurinn er hús Guðs. 

Sálmur 23 í mínum orðum: 

Drottinn er minn hirðir
Mig mun ekkert skorta
Hann hvetur mig til að hvílast í grænu grasinu
Leiðir mig að vötnum þar sem ég nýt kyrrðar
Hann endurnýjar sál mína
Hann leiðir mig í farveg réttlætis
vegna nafns hans

Jafnvel þó ég gangi um dauðans skugga dal
óttast ég ekkert illt
því ÞÚ ert með mér
Sproti þinn og stafur hugga mig
Velvild og náð þín fylgja mér
alla ævidaga mína
og ég mun dvelja í húsi Drottins að eilífu

 

"Nothing Real can be Threatened" ..  Sálin er eilíf ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jóhanna! Þú kemur eins og sólin og færir með þér hlýju og frið. Hvers á maður að óska sér frekar?

Ég vona að þú fáir ekki á þig einhverja til að rjúfa friðinn!

Fuglar himinsins (sjá inn í Ísafjarðarkirkju) eiga sér ekkert nema náðina að ofan. Samt lifa þeir og starfa um langa hríð.

Pabbi var vanur að segja, þegar hann var glaður og fullnægður: "Hvad har vi gjort, at vi har det så godt!", sem má skýra þannig: "Hvað höfum við eiginlega gert til að hafa það svona gott". Þetta má einnig segja að sé spurning um karma, eða að við höfum unnið fyrir þessu góða atlæti með því að gera eitthvað jákvætt og ósérhlífið.

Nú ert þú að gera eitthvað jákvætt með þínu innleggi á netheima, færa með þér frið og gleði. Þegar þú skilur við lesandann í hrifningar ástandi og fullann af friði, þá hefur þú líka unnið fyrir því að hafa það gott!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.11.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhanna hafðu þökk fyrir þinn pistil..Lestu 31kabla í Orðskviðonum..það sem stendur í honum hefur Kona mín sýnt mér hvað kærleikur Guðs er mikill...

Vilhjálmur Stefánsson, 9.11.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband