9.11.2011 | 11:11
Auðmaðurinn og öfundin
Hvað er auðmaður? - Auðmaður er afstætt hugtak, - ég á meira en margur og minna en margur, er auðmaður í augum þess sem er heimilislaus og á bara flíkurnar sem hann ber utan á sér.
- Samt gef ég honum ekki helming eigna minna. - Ég á mat, samt býð ég ekki útigangsmanninum að borða. - Er ég vond? -
Hvar eru mörkin og hvenær eigum við að fara að deila út okkar auði. Hvenær eigum við nóg til þess?
Sumir auðmenn eru svo fátækir að þeir eiga ekkert nema peninga. -
Gætum tungu okkar, orða okkar og hugsana okkar, eru auðmenn öfundarinnar verðir? ..
Hvar værum við í sporum hinna ríku af peningum, - værum við að deila af fjársjóði okkar, eða sætum við á peningatankinum.
Það þarf stórt hjarta til að gefa af veraldlegum auði sínum, því við höfum tilhheygingu til að halda fast í það, kannski vegna þess að við teljum okkur hafa unnið fyrir því, en ekki hvað?
Værum við, þú og ég eitthvað skárri ef við værum í sporum "auðmannsins?"
Á barnaheimilinu í gamla daga fengu sum börn sent sælgæti önnur ekki, því var öllu hellt í skál og deilt meðal barnanna. Allir fengu nammi.
Var það sanngjarnt? -
Mér bregður stundum að heyra orðfærið sem fólk leyfir sér að nota um þá sem eru auðmenn, jafnvel siðlausa auðmenn, - en af hverju að öfunda þá sem eru siðlausir. Aumingja þeir.
Er ekki verst af öllu að vera siðlaus?
- Pæling dagsins -
Athugasemdir
Ágætis pæling Jóhanna. Held þó að reiði og fyrirlitning sé ofar í huga margra heldur en öfund, þegar um " auðmenn" er að ræða.
Einnig gríðalegra særinda vegna þess hev erfiðlega ætlar að gagna að endurheimta ránsfen margra þeirra og máttleysis réttarkerfisins gagnvart þeim.
Kv.
hilmar jónsson, 9.11.2011 kl. 12:18
Mér hefur nú virst að þeir séu örlátastir sem minnst eiga. Þeir sem eiga meira en nóg, gefa ekkert, þess vegna eiga þeir meira en nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:48
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2011 kl. 13:34
Satt Hilmar, - fólk er auðvitað pirrað að einhverjir gúbbar geti leikið svona á kerfið. Ákvað samt að fara aðeins gegn straumnum - og horfa á þá frá þessu aumkunarverða sjónarmiði - og líka að líta í eigin barm, í hið mannlega eðli.
Hvar værum við ef við kæmumst í þessar aðstæður, - svo ég vitni nú aftur í þá gömlu góðu; Biblíuna, - "sá sem er trúr í hinu smæsta er trúr í hinu stærsta" - eða er það rétt?
Flest höfum við "svindlað" smá, unnið svarta vinnu, borgað svart - einhvern tímann á ævinni. Stolið vínberjum í matvörubúðinni jafnvel. - Á langri ævi eru það ef til vill orðin heilu kílóin! - Fundist það sjálfsagt. Ef við hefðum tækifæri - hvar eru okkar siðferðismörk, hvers og eins? - Það er pælingin.
Ég efast samt um að græðgin sé svona almenn - eða skorturinn á einhverju sem mennirnir eru að leita að en virðast aldrei fullnægðir hvort sem er.
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2011 kl. 13:39
Já Jóhanna mín, þessi dæmisaga stendur enn þann dag í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.