3. nóvember 2011 - Valgerður Kristjánsdóttir -Amma Vala - 85 ára

319911_2572983566326_1306397911_2982313_1758578703_n.jpgDagurinn er kominn 3. nóvember 2011, - og þú ennþá lifandi, við vissum ekkert hvort þú myndir ná þessum degi, því það fjarar hratt undan.

Þó það sé erfitt að heimsækja þig stundum, þar sem þú ert stundum fjarlæg, líkaminn farinn að gefa eftir,  þá ertu svo óendanlega stór og tignarleg sál. 

Þú einhvern veginn lýsir af þessari virðingu eins og drottning. 

Ég er þakklát fyrir brosið þitt, hvernig það kemur frá augunum, hvernig þú horfir á mig, barnið þitt, og ég finn að þú ert sátt. 

Það er eins og þú sért að segja við mig, "haltu áfram Jóhanna mín" -  leiktu þér - gerðu gloríur - upplifðu lífið og upplifðu ástina. 

Í dag segi ég þér allt, segi þér sannleikann og ég sé hvað þú hefur gaman af því.

Þú lýsir alltaf sérsaklega þegar ég segi þér frá ævintýrum Ísaks Mána, Elisabeth Mai og Evu Rósar langömmubörnunum þínum - en þú verður enn alltaf jafn hissa þegar ég tala um ömmubörnin mín. 

"þú amma" - segir þú og brosir. 

Þú ert sjálf yndisleg amma,  naust þess að passa barnabörnin þín þegar þú hafðir kraft til þess og taldir það aldrei eftir þér - og svo eru fimm ára "skotturnar" hennar Lottu systur eru í miklu uppáhaldi hjá þér. 

148866_1370703602750_1686544977_711701_6863238_n.jpg

Elsku mamma - ég kem til þín í dag og segi þér þetta allt í eigin persónu, ekki það að þú vitir ekki að ég elska þig. Mig langar bara að láta heiminn vita hvað þú ert stór fyrir mér og hvað það er skrítið að þú verðir einn daginn ekki hérna, sért farin í víddina til pabba - en við höfum svosem hvíslast á um það að það sé óhætt að hlakka til og þú sagðist vera alveg tilbúin "í næsta geim" ...

Það er gott að vita af því að þú sért tilbúin.  

 

 

Ég hlustaði í gær á fyrirlestur þar sem við mannfólkið vorum hvött til að fara í gegnum lífið með ósýnilega kórónu á höfðinu. Þá skildi ég að ég hafði alltaf séð þig þannig.  Sem drottningu. 

Berum kórónu lífsins með sóma, með því að vera sönn og heil.  

Við hlustuðum á þetta lag saman um daginn, og þú ljómaðir svo það er lagið þitt í dag. 

Skrifað af hjartans einlægni, með endalausu þakklæti, ekka og flóði af tárum. -

Takk, takk, takk.... fyrir okkur öll - "You did it your way" ..  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að eiga svona minningar um móður sína er sá mesti fjársjóður sem til er.
Til hamingju með hana elsku Jóhanna mín og njóttu vel stundarinnar með henni í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2011 kl. 09:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju og njóttu minninganna þær ylja manni oft.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2011 kl. 21:59

5 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Þetta var falleg og einlæg kveðja  ..sá Drottninguna alveg fyrir mér

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 3.11.2011 kl. 22:56

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með hana

Marta B Helgadóttir, 4.11.2011 kl. 15:31

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband