Morgunstund gefur gull í mund - ENGILL YFIR MÉR -

Ég hef lengi vitað að andleg næring væri ekki síður mikilvæg en sú líkamlega. Það hefur verið hamrað á því frá því ég man eftir mér, að morgunverðurinn væri mikilvægasta máltíð dagsins, enda nokkuð rökrétt, þar sem verið er að leggja grunn fyrir daginn. -  Á sama máta má segja að mikilvægasta andlega næring dagsins sé   "morgunverður" 

-  Ég minntist þessa í morgun, þegar ég las þetta kvæði frá facebookvini mínum Kristjáni Hreinssyni, sem birtir perlur sínar reglulega. 

Þetta var það sem hann skrifaði í morgun; 

ENGILL YFIR MÉR

Ég er sál sem frjáls um veginn fer,

ég fagna sigri alla lífsins daga
því stöðugt vakir engill yfir mér
sem ýmsa bresti mína nær að laga.

Og engil minn í bænum bið ég þess

að bjartsýn sál mín vel sig undirbúi
svo ég um veginn geti gengið hress
og glaðst í öllu því sem helst ég trúi.

Mót raunum lífsins fer mín fagra sál

er frjáls og jákvæð er hún hér á sveimi
því engill minn er bjartsýninnar bál,
það besta sem ég veit í þessum heimi.

(Kristján Hreinsson) 

 

Ég þakka fyrir mig, - 

ég geng hraust, glöð og bjartsýn inn í daginn eftir svona lestur. 

Góðan dag! 

cappuccino.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband